9.4.2019 | 05:37
Theresa May á síðustu metrunum eftir vinstra feilsporið
Ýmsir hafa dáðst að þrautseigju hennar, að gefast aldrei upp við allar mögulegar útfærslur á því að slíta sig frá ESB að meira eða minna leyti, en nú ofbýður þingmönnum Íhaldsflokksins og hafa lesið henni pistilinn, sem hún kaus að þegja við, endanlega skák og mát.
Hin áhrifamikla 1922-nefnd óbreyttra þingmanna flokksins fundaði með May á skrifstofu hennar í Downingstræti 10 og tjáði henni "að bæði flokksmenn og aðrir stuðningsmenn flokksins hefðu snúist gegn henni. Heimildarmaður Daily Telegraph segir May hafa hlustað á þingmennina lýsa því, hvernig hún væri að stórskaða Íhaldsflokkinn, án þess að segja neitt. Hún hafi síðan neitað að ræða um framtíð sína. Aðstæðurnar eru sagðar minna á síðustu dagana áður en Margaret Thatcher, þáverandi leiðtogi flokksins, sagði af sér fyrir tæpum 30 árum." (Mbl.is).
Út af sakramentinu fór hún ekki aðeins með því að makka með Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, heldur með því að taka í mál hið ómögulega: að Bretland yrði "áfram í tollabandalagi Evrópusambandsins eða í tollabandalagi með sambandinu. Þar með gæti landið ekki samið um sjálfstæða viðskiptasamninga við önnur ríki, en það er eitthvað sem stuðningsmenn útgöngunnar hafa litið á sem einn stærsta kostinn við að yfirgefa Evrópusambandið." (Mbl.is)
En þarna var Theresa að snúa gersamlega við blaðinu frá fyrri afstöðu sinni, "hafði áður ítrekað þvertekið fyrir að Bretland yrði áfram innan tollabandalags Evrópusambandsins." En forystumenn ESB hafa verið að þrýsta á May og Corbyn að ná saman um að Bretar verði áfram innan tollabandalagsins. Nú hrynur sú spilaborg og frúin á útleið, eftir því sem bezt verður séð.
JVJ.
Telja Theresu May vera vandamálið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 06:02 | Facebook
Athugasemdir
Er þá May að missa ráðherradóminn!
Helga Kristjánsdóttir, 9.4.2019 kl. 17:37
Ætli það ekki. Þó ekki meydóminn!
Jón Valur Jensson, 9.4.2019 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.