Theresa May á síðustu metrunum eftir vinstra feilsporið

Ýmsir hafa dáðst að þrautseigju hennar, að gefast aldrei upp við allar mögulegar útfærslur á því að slíta sig frá ESB að meira eða minna leyti, en nú ofbýður þing­mönnum Íhalds­flokksins og hafa lesið henni pistilinn, sem hún kaus að þegja við, end­an­lega skák og mát. 

Hin áhrifa­mikla 1922-nefnd óbreyttra þing­manna flokks­ins fundaði með May á skrif­stofu hennar í Down­ingstræti 10 og tjáði henni "að bæði flokks­menn og aðrir stuðnings­menn flokks­ins hefðu snú­ist gegn henni. Heim­ild­armaður Daily Telegraph seg­ir May hafa hlustað á þing­menn­ina lýsa því, hvernig hún væri að stórskaða Íhalds­flokk­inn, án þess að segja neitt. Hún hafi síðan neitað að ræða um framtíð sína. Aðstæðurn­ar eru sagðar minna á síðustu dag­ana áður en Marga­ret Thatcher, þáver­andi leiðtogi flokks­ins, sagði af sér fyr­ir tæp­um 30 árum." (Mbl.is).

Út af sakramentinu fór hún ekki aðeins með því að makka með Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, heldur með því að taka í mál hið ómögulega: að Bret­land yrði "áfram í tolla­banda­lagi Evr­ópu­sam­bands­ins eða í tolla­banda­lagi með sam­band­inu. Þar með gæti landið ekki samið um sjálf­stæða viðskipta­samn­inga við önn­ur ríki, en það er eitt­hvað sem stuðnings­menn út­göng­unn­ar hafa litið á sem einn stærsta kost­inn við að yf­ir­gefa Evr­ópu­sam­bandið." (Mbl.is)

En þarna var Theresa að snúa gersamlega við blaðinu frá fyrri afstöðu sinni, "hafði áður ít­rekað þver­tekið fyr­ir að Bret­land yrði áfram inn­an tolla­banda­lags Evr­ópu­sam­bands­ins." En for­ystu­menn ESB hafa verið að þrýsta á May og Cor­byn að ná sam­an um að Bret­ar verði áfram inn­an tolla­banda­lags­ins. Nú hrynur sú spilaborg og frúin á útleið, eftir því sem bezt verður séð.

JVJ.


mbl.is Telja Theresu May vera vandamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Er þá May að missa ráðherradóminn!

Helga Kristjánsdóttir, 9.4.2019 kl. 17:37

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ætli það ekki. Þó ekki meydóminn!

Jón Valur Jensson, 9.4.2019 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband