SI styðji verkalýð fremur en landeyður

Samtök iðnaðarins, SI, eru meðal við­semj­enda verka­lýðs­félaga. Þau ættu fremur að bæta kjör manna en að styðja þjóð­fjand­sam­lega starf­semi.

"Samtök iðnaðarins studdu Já, Ísland sem að­hyllt­ist samstarf við Evrópu­samband­ið."

Þetta kom fram í nýrri bók Helga Magnússonar, Lífið í lit, sem Björn Jón Bragason sagnfræðingur skráði. Frá þessu sagði í grein Jakobs Bjarnar í gær á vefsíðu Vísis.

Öfugmæla­samtökin Já, Ísland unnu að því að Ísland yrði enn eitt litla tannhjólið í Evrópu­sambandinu. Samtök iðnaðarins ættu fremur að stuðla að bættum kjörum verkalýðs á Íslandi heldur en að gera landið að undirlægju ráðherraráðs, framkvæmda­stjórnar og annarra stýri­appar­ata þessa stórvelda­sambands, sem að mestu leyti, í atkvæðavægi í ráðherraráðinu og á ESB-þinginu, hefur verið undir stýrivaldi hinna gömlu nýlendu­velda* álfunnar, en um það hefur áður verið fjallað hér í greinum.

Tíu aflóga nýlenduveldi ráða lögum og lofum í Evrópusambandinu

Jón Valur Jensson.


mbl.is Hlakkar til að fara í verkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Já, hlakkar til að fara í verkfall, góður kostur á ferðinni þarna, þýðir þetta ekki bara að það er ekki hægt að semja við svona manneskju, var ekki alltaf stefnan á verkfall sama hvernig var samið??

Halldór Björgvin Jóhannsson, 7.3.2019 kl. 16:17

2 Smámynd: Stefán Örn Valdimarsson

Er við hæfi að samtök um rannsóknir á ESB sé taka jafn afdráttarlausa og jafn barnalega afstöðu til vinnudeilna eins og hér er gert.  Liggja fyrir samþykktir samtakanna um slíka afstöðu?  Eða eru samtökin kannski bara einn maður.

Stefán Örn Valdimarsson, 8.3.2019 kl. 10:06

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Er ekki augljóst að 220.000 króna ráðstöfunartekjur fyrir fulla vinnu er of lítið? Fyrir hagsmuni hverra talar Stefán Örn hér?

En hér var fyrst og fremst amazt við því, að SI sé að ausa peningum í félagasamtök sem berjast fyrir því að Ísland verði í reynd innlimað í Evrópusambandið. Hin sömu Samtök iðnaðarins studdu líka andstæðingasamtök  Íslands í Icesave-málinu, þvert gegn rétti þjóðarinnar að lögum, og það var þeim til hneisu.

Samtökin eru 18 eða 19 manna samtök.

Jón Valur Jensson, 8.3.2019 kl. 13:38

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sjá, um milljónar-styrk SI til andstæðinga þjóðarhags í Icesave-málinu, þessa grein, einkum í lokin: Áfram-hópurinn og hans hættulegi blekkingaráróður gekk beint gegn ótvíræðum rétti Íslands

(https://thjodarheidur.blog.is/blog/thjodarheidur/entry/1286385/)

Nánari upplýsingar um Áfram-hópinn fáránlega er að finna á þessari vefsíðu félagsskaparins Samstöðu þjóðar. En þar sagði Loftur heitinn Altice Þorsteinsson verkfræðingur m.a.:

    • Skömmu eftir stofnun Áfram-hópsins bárust fréttir af því, að heldstu styrktaraðilar Icesave-vinanna væru Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), Samtök atvinnulífsins (SA) og Samtök iðnaðarins (SI). Sem start-gjald, veittu þessi samtök Áfram-hópnum milljón krónur, hvert fyrir sig. Alls munu styrkir sem Áfram-hópurinn þáði hjá fyrirtækjum og almanna-samtökum hafa numið 20 milljónum króna. Til samanburðar fekk Samstaða þjóðar gegn Icesave um 20 þúsund krónur frá fyrirtækjum og almanna-samtökum.

    Það á ekki að þegja um hneisu og ill verk þessa hóps og um fráleit afskipti styrktaraðila hans. Samstaða þjóðar átti þakkir skildar fyrir að koma upplýsingum sínum á framfæri.

    Jón Valur Jensson, 8.3.2019 kl. 13:55

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband