Blaðamaður sem snýr öllu á haus? - og er utanríkisráðherrann öllum heillum horfinn?

Af hverju kallar Þórarinn Þór­ar­insson, áberandi pólitískur blaða­maður Frétta­blaðs­ins, sjón­ar­mið Styrmis Gunnars­sonar gagn­vart Þriðja orku­pakk­anum "minni­hluta­sjónar­mið hans" í Sjálf­stæðis­flokknum?

Er Þórarinn svona illa upplýstur um meginmál? Veit hann ekki af samþykkt Landsfundar Sjálfs­tæðis­flokksins um að við eigum EKKI að samþykka 3. orkupakkann?

Veit Þórarinn ekki, að yfir 90% Íslendinga eru andvíg þessum sama Þriðja orkupakka skv. gildri skoðana­könnun á liðnu ári?

Hverjum er Þórarinn að þjóna með þessum skrifum sínum?

Ummæli Þórarins eru í þættinum Frá degi til dags í Frétta­blaðinu í dag og yfirskrift pistils hans Eintal sálar ... --- rétt eins og Styrmir sé nánast einn um andstöðu sína við Þriðja orkupakkann!

Þvert á móti hefur þeim farið mjög fjölgandi sem átelja harðlega daður Sjálfstæð­is­flokks-ráðherra við Þriðja orkupakkann og áform ESB-manna.

Ennþá alvarlegri spurninga en þessara hér fyrir ofan þarf því að spyrja þessa uppreisnar-ráðherra Sjálfstæðis­flokksins, sem eru að mæla Þriðja orku­pakkanum bót, þrátt fyrir að í 1. lagi er engin þörf á honum (enginn sýnt fram á nauðsyn hans) og í 2. lagi er hann stórhættulegur bæði fullveldi okkar í orkumálum og myndi valda hér keðjuverkunum til margföldunar rafmagnsverðs til almennings og fyrirtækja.

Í Morgunblaðinu í gær lét Guðlaugur utanríkisráðherra svo um mælt, að það væri "auðvitað markmiðið" að fara fram með frumvarp um Þriðja orkupakkann fyrir 30. þessa mánaðar! Jæja, er það "auðvitað" markmið ríkisstjórnar lands sem vill varðveita fullveldi sitt? og er það "auðvitað" (eins og "kalda matið" hans Bjarna Ben. á Icesave-samningum) markmið þessa utan­ríkis­ráðherra að sniðganga með öllu landsfundar­samþykkt síns eigin flokks?!

Jón Valur Jensson.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Eru þessir menn ekki brúður deepstate. Augu Bjarna eru dálítið flóttamannaleg og eins og hann tali ekki lengur af eigin sannfæringu.

Valdimar Samúelsson, 23.3.2019 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband