Guðlaug­ur Þór skýtur í báðar áttir á deiluaðila um EES-samning, en er þó langt í frá hlutlaus

Hann benti þó á rang­færsl­ur ESB-sinna um að Ísland inn­leiði um 80-90% af ESB-­til­skip­un­um. Í raun innleiði Ísland 13,4%. 

En að tala um "að lyfta umræðunni um EES-samn­ing inn á hærra plan", eins og Guðlaugur gerði á samkomu í HR í dag, þegar 25 ár eru liðin frá inn­leiðingu EES, er fánýtt hjal af utanríkis­ráðherrans hálfu og kemur ekki í stað þess að ræða nýlega fram komið fjár­hagstjón af honum, sem er geysimikið árlega í milljörðum talið. 

Ólaf­ur Stephen­sen, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­enda, sem var einnig meðal fram­sögu­manna, tók und­ir með Guð­laugi og sagði umræð­una mega gjarn­an fara á hærra plan.  

En það eru lítil meðmæli með málefnastöðu Guðlaugs Þórs, þegar einn helzti ESB-sinni landsins tekur sér stöðu með honum.

Hann segir hreyf­ingu sem vilji inn­göngu í ESB og "sjálf­skipaða full­veld­issinn­a" hafa sam­ein­azt um að "koma EES-samn­ing­um fyr­ir katt­ar­nef," en gefur sér sjálfur, að samn­ing­ur­inn sé "góður".

Hitt var rétt hjá honum að bena á þá lygastarfsemi ESB-sinna, að með EES-samn­ingn­um séum við að inn­leiða um 80 til 90% af Evr­ópu­til­skip­un­um. „Hér er um hreina og klára rang­færslu að ræða,” sagði Guðlaug­ur. Inn­leiðing­ar­hlut­fall Íslands frá gildis­töku samn­ings­ins sé í raun 13,4%. 

 

mbl.is Vill umræðuna um EES á hærra plan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fjárhagstjón af EES samningnum?

Hvar finn ég upplýsingar um það?

Guðmundur Ásgeirsson, 6.2.2019 kl. 21:26

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Líttu á Moggablogg Heimssýnar og Frjáls lands, vinur.

Jón Valur Jensson, 6.2.2019 kl. 22:55

3 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ég held að öllu nauðsynlegra sé að lyfta umræðu um alþingið og ríkið á "hærra plan" aðalega um hvað þarf að hreinsa mikið til þar, öll þessi gæluverkefni, nefndir, ráð og ölmus til sérhagsmunahópa má alveg leggja niður.

Nota mætti þessa miklu skattheimtu í innviði samfélagsins í staðin.

Kannski er það rétt hjá honum þó ég gefi ekki mikið fyrir það, við þurfum kannski að ræða ees samninginn á hærra plani, þá aðallega hversu snöggt við ættum að losa okkur við hann.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 7.2.2019 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband