26.11.2018 | 18:45
Þessar fullyrðingar "ÍEA" og FA eiga menn víst að móttaka í trú án raka!
Félag atvinnurekenda (FA) þykist með engum rökum, bara einfaldri fullyrðingu, geta talað niður andstöðu mikils meirihluta þjóðarinnar gegn Þriðja orkupakkanum. Þetta FA rekur "Íslensk-evrópska viðskiptaráðið" (ÍEV) sem hefur þann tilgang að efla verzlunar- og viðskiptasambönd milli Íslands og Evrópusambandsins. Nú hvetur ÍEV stjórnvöld "til að ljúka sem fyrst lagasetningu vegna innleiðingar þriðja orkupakka Evrópusambandsins í EES-samninginn, sem Ísland hefur samið um nú þegar." Harmar stjórnin, eins og hún orðar það, þær röngu upplýsingar sem haldið er að almenningi um áhrif orkupakkans og ítrekar að ákvæði hans fela hvorki í sér valdaframsal til Evrópusambandsins, afsal forræðis yfir orkuauðlindunum né skyldu til að leggja sæstreng til Íslands."
Eins og fyrr segir, fylgja þessu engin rök, enginn rökstuðningur! En rökstuðning fyrir því gagnstæða höfum við einmitt fengið frá sérfróðum mönnum um laga- og tilskipanaverk Evrópusambandsins: lagaprófessorunum dr. Stefáni Má Stefánssyni og dr. Peter Örebech, sem báðir eru sérhæfðir í ESB-rétti, sem og frá verkfræðingum eins og Bjarna Jónssyni og Elíasi Elíassyni, sérfróðum á orkusviði.
Og hitt vitum líka, að FA er hlynnt innlimun Íslands í Evrópusambandið, enda með þann framkvæmdastjóra samtakanna, sem er einn helzti ESB-postuli landsins, Ólafur Stephensen, maður sem hefur sem ritstjóri misnotað leiðara tveggja stærstu dagblaða landsins til að predika svokallaða "ESB-aðild", sem er sakleysislega hljómandi hugtak um það, að lönd afsala sér öllu æðsta löggjafar- og dómsvaldi, sem og miklu stjórnvaldi, til stórvelda-ríkjasambands undir forystu gömlu nýlenduveldanna í Evrópu. Fyrir fram er því FA og ÍEV löngu búið að bugta sig og beygja fyrir Evrópusambandinu og getur sízt talizt óháður álitsgjafi!
Já, Íslensk-evrópska viðskiptaráðið er hýst og rekið af FA, hugsanlega e.k. rassvasa-framlenging á Félagi atvinnurekenda, en til hvers er verið að senda út svona yfirlýsingu? Er bara verið að höfða til trúar sumra á FA eða ÍEV?
Jón Valur Jensson.
Harma rangar upplýsingar um áhrif orkupakkans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Auðlindir og orkumál | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.