Það er áhyggjuefni að svo sjálfstæður þingmaður sem Brynjar Níelsson iðulega er, skuli eiga erfitt með þor til að hafna kategórískt Þriðja orkupakka ESB. "Ég vil reyna að komast hjá því í lengstu lög, ef það er hægt, að innleiða þennan orkupakka," sagði hann á nýju stöðinni K100 í dag. "Ef það er hægt" -- að hugsa sér!!
Ef hann er óviss, hvað er honum þá að fyrirstöðu að neita að taka þátt í rússneskri rúllettu um þjóðarhag og fullveldi landsins?
Ef hann er beittur þrýstingi, vill hann þá gjöra svo vel að upplýsa um, hvaðan hann kemur! -- innan lands frá eða utan frá?
Ef frá eigin forystusveit, Bjarna formanni, Þórdísi varaformanni, hinum hagsmunatengda Birni Bjarnasyni, fyrrverandi ráðherra (tengdaföður Heiðars Guðjónssonar sem er að reyna að fá IceLink í gagnið!), þá má Brynjar til með að upplýsa flokksmenn sína um það! 91,6% aðspurðra stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins í MMR-skoðanakönnun í vor voru andvíg þessum Þriðja orkupakka -- höfnuðu honum! Það gerði landsfundur flokksins líka, sem og tveir fjölmennir almennir fundir sjálfstæðismanna í haust, með einróma samþykktum þar! Ef einhverjar valdaspírur í flokknum vilja ganga gegn þessum eindregna vilja flokksmanna, þá á sem fyrst að koma upp um þá, afhúpa þá og vélabrögð þeirra.
Ef þrýstingur í málinu kemur frá Brussel beint, skal Brynjar gjöra svo vel að upplýsa um það!
Ef frá Noregi, þaðan sem ráðherra(r) hafa komið til að þrýsta á um að Stórþingið fái vilja sínum framgengt -- þeim orkupakka-vilja sem 70% norsku þjóðarinnar er gersamlega andstæð! -- þá skal hann líka viðurkenna hitt, að við höfum engar skyldur gagnvart norsku ríkisstjórninni í þessu efni.
Ef hann veit til þess, að norskir valdhafar beiti þvingunum, mútum eða hótunum um refsiaðgerðir í þessu máli, skal hann upplýsa um það!
Jón Valur Jensson.
Vilja ekki innleiða orkupakkann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Auðlindir og orkumál, Fullveldi og sjálfstæði Íslands, Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.11.2018 kl. 07:03 | Facebook
Athugasemdir
Á Brynjar þá að koma í veg fyrir þetta þótt það sé ekki hægt? Hvernig á hann nú að fara að því? Er ekki bara einfaldast að þú komir sjálfur í veg fyrir það, hvort sem það er hægt eða ekki?
Þorsteinn Siglaugsson, 11.11.2018 kl. 20:38
Þetta er vel hægt, Þorsteinn, vertu ekki með þessi látalæti. Lestu greinarnar á vefsíðum Bjarna Jónssonar verkfræðings og Frjálsrar þjóðar eða hlustaðu á viðtalið góða við Jón Baldvin Hannibalsson, sem nálgast má á vefslóð Útvarps Sögu. -JVJ.
Samtök um rannsóknir á ESB ..., 11.11.2018 kl. 23:42
Fyrst það er hægt, þá sérð þú væntanlega um það.
Þorsteinn Siglaugsson, 12.11.2018 kl. 07:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.