Nú gefst tækifærið til að hlýða á sérfræðinginn um 3. orkupakka ESB sem frú Reykfjörð lætur plata sig til að agitera fyrir utan og innan þings

Prófessor Peter Thom­as Öre­bech við lagadeild há­skól­ans í Trom­sö er mættur hér á Íslandi til að fjalla um þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins, sem hann telur að muni illu heilli "eiga full­kom­lega við um Ísland, hafni Íslend­ing­ar ekki upp­töku hans."

Það myndi þýða að hans mati að ís­lenskt bann við því að stofna til sæ­strengsteng­inga við út­lönd væri and­stætt EES-samn­ingn­um. (mbl.is)

ÖrebechHann hefur tekið saman ýtarlega umfjöllun um þetta mál og molað sundur í frumeindir sínar þá grein­argerð lögfræðings með takmarkaða þekkingu á ESB-regluverkinu, sem Reykfjörð iðnaðar­ráðherra lét taka saman, en hún"ein­kenn­ist af mis­skiln­ingi," eins og próf. Örebech hefur sýnt fram á.

Bæði er fjallað um þetta álita­efni í Morg­un­blaðinu í dag og fundur haldinn á Háskólatogi í HÍ síðdegis þennan mánudag kl. 17.15, í stofu HT-102, þar sem Örebech verður aðalfyrirlesari, en aðrir frummælendur verða Vigdís Hauksdóttir lögfræðingur og Bjarni Jónsson rafmagns­verkfræðingur. Þá verða einnig almennar umræður, en fundarstjóri verður Haraldur Ólafsson prófessor, formaður Heimssýnar. Fundarboðendur eru Ísafold, Herjan og Heimssýn, en þessi eru m.a. fundarefnin:

- Hvaða vald fær orkustofa Evrópusambandsins og landsreglarinn og hvernig munu þessir aðilar beita því?

- Hver er stefna Evrópusambandsins í orkumálum og er skynsam­legt að Íslendingar undirgangist hana?

- Munu íslensk stjórnvöld missa vald til að ákveða hvort sæstrengur verður lagður eða ekki?

- Er best fyrir Íslendinga að afþakka orkulöggjöfina? Hvernig mun Evrópusambandið bregðast við höfnun?


mbl.is Bann við sæstreng yrði andstætt EES
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það verður fróðlegt að sjá hvort Kolbrún Gylfadóttir, Guðlaugur Þór og aðrir þeir þingmenn og ráðherrar stjórnarflokkanna, sem lengst eru úti á túni varðandi þessa tilskipun, muni láta sjá sig á fundinum.

Geri þeir það ekki er ljóst að einhver annarleg öfl ráða þeirra gerðum!

Gunnar Heiðarsson, 22.10.2018 kl. 07:14

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hver var að tala um bann við sæstreng? Ég kannast ekki við að hafa heyrt talað um neitt bann við neinu í tengslum við þetta mál.

Aftur á móti hefur verið bent á að það sé undir Íslendingum komið hvort þeir taki ákvörðun um að leggja slíkan sæstreng.

Þar sem það er andstætt þjóðarhagsmunum ákveðum við því einfaldlega að leggja engan slíkan streng og þá reynir aldrei á neitt bann.

Til samanburðar má nefna að ég hef aldrei komið til Norður Kóreu. Ef ég tek svo aldrei það sem eftir er ákvörðun um að ferðast til Norður Kóreu, þá mun ég ekki fara þangað. Ekki vegna þess að neinn bannaði mér það heldur vegna þess að ég tók einfaldlega enga slíka ákvörðun.

Oftast er farsælt að halda sig við staðreyndir og forðast gönuhlaup.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.10.2018 kl. 13:53

3 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Er ekki einfaldast að spyrja þá er tilskipunina sömdu hvað hún þýðir fyrir okkur íslendinga? 

Tryggvi L. Skjaldarson, 22.10.2018 kl. 14:01

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kunna höfundar tilskipunarinnar íslensku?

Guðmundur Ásgeirsson, 22.10.2018 kl. 14:05

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Mikið hefði það nú verið sniðugt að fá einnig á þennan fund frummælendur sem ekki hafa allir sömu skoðun á þessu máli. Þá hefði fundurinn orðið upplýsingafundur en ekki aðeins einhliða áróðursfundur.

Þorsteinn Siglaugsson, 22.10.2018 kl. 14:40

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fundurinn er með opna umræðu um málin, eftir ræður frummælenda. Innlegg Guðmundar og Þorsteins hér eru hins vegar næsta einhliða.

Guðmundur ætti að nota tækifærið í dag til að leggja þetta einföldunar-sjónarmið sitt undir mat og gagnsvör Örebechs og annarra fundarmanna.

Jón Valur Jensson, 22.10.2018 kl. 14:52

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég er viss um að Birgir Tjörvi, sem samdi lögfræðiálitið sem gagnrýnt er, hefði verið alveg til í að koma á fundinn og gera grein fyrir forsendum þess.

Ef fyrir fundarboðendum vekti að efna til upplýstrar umræðu um málið hefðu þeir vitanlega leitað eftir því að fá hann til þess.

En það held ég að sé ekki það sem fyrir þeim vakir, því miður.

Þorsteinn Siglaugsson, 22.10.2018 kl. 16:56

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Honum er velkomið að mæta á fundinn, Þorsteinn, og þér líka!

Jón Valur Jensson, 22.10.2018 kl. 17:48

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta reynist aldeilis frábær ráðstefna og býsna vel sótt.

Frjálsar fyrirspurnir og umræður voru á eftir inngangserindunum þremur.

Ekki var Þorsteinn Siglaugsson hagfræðingur mættur þarna og heldur ekki Birgir Tjörvi Pétursson lögfræðingur (ég þekki þá báða).

Þorsteinn talaði hér um þetta sem "aðeins einhliða áróðursfund", en ekki fæ ég séð, að sú gagnrýni hans eigi neinn rétt á sér, eins og sést af þessu:

1) Ekki varð vart við, að hann hafi gagnrýnt ráðstefnu Háskólans í Reykjavík um málið, en þar voru frummælendur einhliða fylgjandi Þriðja orkupakkanum!

2) Haraldur Ólafsson, formaður Heimssýnar, prófessor í veðurfræði, upplýsti það í lokaávarpi sínu á fundinum í dag, að Heimssýn reyndi mjög til þess að fá einhverja meðmælendur Þriðja orkupakkans til að verða meðal ræðumanna -- reyndi það bæði í ráðuneytinu og víðar úti á við, en fekk engan til að taka að sér það hlutverk.

Það minnsta, sem Þorsteinn  hefði nú getað gert, var að mæta á fundinn og bera fram áleitna fyrirspurn eða hvassa gagnrýni. En hann hefði kannski gengið þaðan jafn-sannfærður og undirritaður um að stórvarasamt sé fyrir Ísland að samþykkja þessa ACER-pakka-tilskipun og hættulegt íslenzku fullveldi. Það kom líka mjög skýrt í ljós í frábærum ræðum Vigdísar Hauksdóttur, fv. alþm., og Bjarna Jónssonar verkfræðings, til viðbótar fyrir lensta erindið, frá Örebech.

Allar ræðurnar og glærur Örebechs og Bjarna verða gerðar aðgengilegar á netinu, ásamt umræðunum.

Jón Valur Jensson, 22.10.2018 kl. 20:15

10 Smámynd: Benedikt V. Warén

Guðmmundur.  Þín innlegg haf oft á tíðum verið málefnanleg, en Kunna höfundar tilskipunarinnar íslensku? er þér ekki sæmandi. 

Við vitum báðir að ESB-grúppan hefur á sínu snærum stórskotalið lögfræðinga til að klekkja á örþjóð eins og Íslendingum.  Því er best að rétta aldrei fram litla fingur, sé þess nokkur kostur. 

Skemmst er að minnast hótun ESB um viðskiptabann vegna makrílsins, sem er flökkkustofn.  Afhverju mátti ekki veiða hann inni í okkar eigin landhelgi?

Við eigum að hunsa svona frethólka, sem fara stöðugt fram með hótanir og yfirgang.

Benedikt V. Warén, 22.10.2018 kl. 23:16

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Heill og sæll Jón Valur! Við megum aldeilis þakka þér fyrir endalausa baráttu gegn yfirgangi ESB. Hann er nú ekki beisinn málflutningur andstæðinga tilskipunnarinnar hér enda reknir á gat. - Þeir mættu þá hvorki ráðherrarnir né Birgir Tjörvi,það er því ljóst að annarleg öfl ráða ferðinni.   

Helga Kristjánsdóttir, 23.10.2018 kl. 01:33

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Heilar þakkir, Helga, fyrir alla þína samstöðu fyrr og nú. Já, ekki stóðu þeir sig í dag og í kvöld, ráðherrar og þingmenn eða hann Birgir Tjörvi ...

Benedikt, þín sjónarmið síðasta misserið eða lengur eru mér sérstök ánægja, þ.e.a.s að þér blandast ekkert hugur um það, að við verðum að standa gegn þessari nýju ásókn ESB, eins og við þurftum að gera það áður í Icesave-málinu, Össurar-umsóknar-málinu og makrílmálinu!

Sameinuð sigrum við, fullveldishollir Íslendingar! smile

Jón Valur Jensson, 23.10.2018 kl. 03:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband