30.8.2018 | 23:32
Þrumugóður fundur sjálfstæðismanna gegn Acer-orkumálapakka ESB
Um 90-100 manns munu hafa sótt fundinn í Valhöll kl.17.30 til um kl. 20 í kvöld. Tillaga til fundarályktunar var samþykkt samhljóða, mótatkvæðalaust. Miklar umræður voru eftir erindi framsögumanna, sem voru Styrmir Gunnarsson, fyrrv. ritstjóri, dr. Stefán Már Stefánsson, prófessor í Evrópurétti við HÍ, Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur og Elías B. Elíasson verkfræðingur, sem starfað hefur áratugum saman hjá Landsvirkjun. Fundarstjóri var Jón Magnússon hrl., fyrrv. varaþingmaður, og fór það vel úr hendi.
Vafi hafði leikið á afstöðu forystu Sjálfstæðisflokksins til ACER-málsins, en einungis einn ráðherra hans, varaformaður flokksins, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðar- og ferðamálaráðherra, mun hafa sótt fundinn, auk a.m.k. eins þingmanns, Birgis Ármannssonar. Hvorugt þeirra tók til máls á fundinum. Meðal annarra fundarmanna, sem sátu allan fundinn, var Davíð Oddsson, fyrrv. forsætisráðherra, nú ritstjóri Morgunblaðsins.
Þetta er fundarályktun þessa sögulega fundar í Valhöll:
Fundurinn skorar eindregið á forystu Sjálfstæðisflokksins að hafna þriðja orkupakka Evrópusambandsins á þeim grunni að hann stangast á við ákvæði stjórnarskrárinnar, opnar Evrópusambandinu leið til yfirráða yfir einni helstu auðlind Íslands og hækkar verð á raforku og afleiðingar til langs tíma eru óvissar.
Allur fundurinn var tekinn upp á myndband og verður væntanlega aðgengilegur hvað úr hverju.
Jón Valur Jensson.
Meginflokkur: Auðlindir og orkumál | Aukaflokkar: Fullveldi og sjálfstæði Íslands, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:35 | Facebook
Athugasemdir
Gott að fá upptökuna bráðlega til að sjá,ég er alltaf mjög upptekin,annars hefði ég farið að hlusta á þá réttlátu.
Helga Kristjánsdóttir, 31.8.2018 kl. 03:54
Takk, Helga. Frétt Rúv af fundinum, í formi viðtals við hinn stórgáfaða dr. Stefán Má, lítur vel út framan af, en síðan GERIR samfylkingarsinnaða fréttakonan ÞÓRDÍS ARNLJÓTSDÓTTIR í því að láta það koma tafskennt út án eðlilegra styttinga.
Jón Valur Jensson, 31.8.2018 kl. 07:32
Það er frekar sorglegt að ráðherrar og þingmenn flokksins skuli ekki allir hafa mætt.
Gunnar Heiðarsson, 31.8.2018 kl. 11:53
Stefán er líka skrambi góður strákur; en mæti þeir hæstvirtu ekki án viðurkenndrar ástæðu,má ætla að þeim þyki; ,,Svona hvað vill þetta fólk upp á dekk!
Helga Kristjánsdóttir, 31.8.2018 kl. 17:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.