Svo bregðast krosstré sem önnur tré

Raunalegt er að sjá Björn Bjarnason ljá stefnunni á Acer-orku­mála­pakk­ann, með fram­sali ríkis­valds héðan, stuðning sinn í grein í gær. Væri honum sæmst að kafa djúpt og af allri sinni skarp­skyggni í greina­skrif Bjarna Jóns­sonar raf­magns­verk­fræðings í málið og losa sig við sínar blekk­ingar­hugmyndir, enda þekkir Bjarni allan þennan málaflokk eins og handar­bakið á sér, verkfræði­lærður í Noregi, hefur fylgzt með allri EES-umræðunni þar og hefur langtíma reynslu sem rafmagns­verkfræð­ingur að störfum í okkar eigin virkjana- og raforkudreifingar-geira.

Nafn Rögnu Árnaóttur, fyrrv. utanþings­ráðherra, sem Björn Bjarnason treystir á, er engin trygging fyrir því, að hún sé hér góður vegvísir, eða eru þeir margir sem trúa leiðsögn hennar og Dags B. Eggerts­sonar um Hvassahrauns­flugvöll sem lausn á okkar flug­samgöngum?!

Undirritaður (upptekinn mjög í dag) frétti af þessari grein Björns á snjáldur­skinnu sinni (facebók) eftir miðnættið, þar sem flugmaðurinn eldklári Þorkell Ásgeir Jóhannsson lagði inn þessa athugasemd: 

Björn Bjarnason rekur nú mikinn áróður með 3. orkupakkanum með vísan í greinargerð Rögnu Árnadóttur um efnið. En greinin sú afhjúpar eitt lykil­atriði málsins í kafla 4.4, neðst í fyrstu mgr, þar sem segir að ESA muni taka þátt í starfi ACER án atkvæðisréttar! Aðkoma ESA sem eftirlits­aðila (sem átti að róa EES-ríkin gagnvart valdaafsalinu til ACER) er því einungis til málamynda. (Feitletr. JVJ)

Vonandi er ekki að bresta flótti í þinglið Sjálfstæðisflokksins um málið, þ.e.a.s. frá einarðri varðstöðu um fullveldið, en landsfundur hefur þegar tekið afstöðu GEGN þessu yfirvofandi þingmáli ESB-vinanna.

Falli Sjálfstæðisflokkurinn (e.t.v. undir forystu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og leiðsögn Björns Bjarnasonar) fyrir fagurgala ESB-manna um málið, þá er hann að fella gildan part af full­veld­is­réttindum okkar og verð­skuldar ekkert minna en sitt eigið gengisfall í augum eigin óbreyttra flokksmanna.

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Við höfum nú kynnst aðferðum ESB og blekkingum og erum svo lánsöm að eiga  velmenntaða holla Íslendinga sem fylgjast með hverskonar samskiptum íslenkra ráðamanna við Þá(esb). -Þakka þér Jón Valur.    

Helga Kristjánsdóttir, 16.8.2018 kl. 06:19

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hjartans þakkir fyrir samstöðu þína í þessu máli og öðrum áður, Helga!

Bjarni Jónsson verkfræðingur var í viðtali við Pétur Gunnlaugsson í síðegisþætti Útvarps Sögu í gær, ég missti af honum, en var svo heppinn að heyra hann nánast allan nú á níunda tímanum, gríðarlega upplýsandi eins og hann var, nánast eins og hugljómun að hlusta á manninn ræða þessi mál.

Ég held að Björn Bjarnason verði sannarlega að hugsa sín mál betur, og það sama á við um þennan varaformann Sjálfstæðisflokksins, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur!

Jón Valur Jensson, 16.8.2018 kl. 10:02

3 Smámynd: Hrossabrestur

Missti úlfurinn óvart af sér sauðagæruna? 

Hrossabrestur, 17.8.2018 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband