Meirihluti þings og þjóðar gegn ESB

Þrír vinstri flokkar (fyrrv. krata, kommún­ista, kvenna­lista og stjórn­leys­ingja) í slag­togi með Fram­sóknar­flokki hafa minni­hluta kjós­enda að baki sér, aðeins 31½ þingmann og vita sem er, að meiri hluti lands­manna vill EKKI Evrópu­sambandið, enda varð hrun í fylgi ESB-manna í kosningunum og engin vinstri bylgja þar, heldur straumur inn á miðjuna.

Engu að síður er fullrar varfærni þörf gagnvart hugsanlegri stjórn þessara flokka, hvort þeir t.d. ætla sér að fara að skera upp stjórnar­skrána, en þar eru Píratar róttækastir og Framsókn íhalds­sömust. Hér gæti legið undir, að þeir róttæku vilji m.a. kvitta upp á 111. og 67. gr. tillagna hins ólögmæta "stjórn­laga­ráðs", þar sem opnað var á snögga innlimun í Evrópusambandið, en lokað á frumkvæðis­vald þjóðarinnar að eðlilegri útleið úr því.

Já, höldum áfram að fylgjast með athöfnum þeirra sem með völdin fara.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Funda heima hjá Sigurði Inga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband