31.10.2017 | 15:59
Lilja Alfreðsdóttir í sínum lykilflokki tekur ekki í mál að hefja ESB-ferli í nýrri ríkisstjórn
Flokkurinn sé ekki reiðubúinn að samþykkja að boðað verði til þjóðaratkvæðis um frekari skref í áttina að inngöngu í Evrópusambandið. Þetta sagði hún í Morgunútvarpi á Rás 2 í morgun.
Lilja ræddi málið að fyrra bragði og sagði úrslit þingkosninganna á laugardaginn ekki vísbendingu um að Evrópusambandsmálið væri á dagskrá íslenskra stjórnmála. Spurð hvort Framsóknarflokkurinn vildi taka málið upp svaraði hún því neitandi. (Mbl.)
Óneitanlega var framan af reynt að þagga þetta mál niður í fráttatímum Rúv í morgun (sbr. nánar hér), þótt það fengi loks að heyrast í þeirra eigin útgáfu í hádeginu, en oft hefur ummælum stjórnmálamanna verið af minna tilefni leyft að heyrast hrein og tær eins og þau komu fyrir. Vinstri menn og einkum ESB-sinnar, þ.m.t. hlutdrægir fréttamenn á Rúv, eru náttúrlega í sjokki yfir þessu!
En lesum áfram:
Spurð áfram um mögulega þjóðaratkvæðagreiðslu um frekari viðræður við Evrópusambandið um inngöngu í sambandið sagðist Lilja ekki telja þjóðina vera að kalla eftir frekari kosningum. Frekar að stjórnmálamenn næðu sátt um sameiginleg málefni.
Spurð aftur hvort þetta þýddi að Framsókn vildi ekki að slíkt þjóðaratkvæði færi fram sagði Lilja: Nei, við teljum að þetta mál sé ekki á dagskrá íslenskra stjórnmála. Viðreisn hafi sett málið á oddinn í kosningabaráttu sinni og tapað fylgi frá kosningunum fyrir ári og þó að Samfylkingin hafi gert það líka hafi það ekki verið með eins afgerandi hætti. (Mbl.is)
Og þetta eru sannarlega hressandi skilaboð frá þessari skeleggu þingkonu, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem endurnýjaði umboð sitt á Alþingi 28. þ.m.:
Spurð hvort Framsóknarflokkurinn gerði andstöðuna við þjóðaratkvæði um Evrópumálin að algeru úrslitaatriði varðandi mögulega stjórnarmyndun sagði Lilja að horfa þyrfti til stöðunnar í Evrópusambandinu. Bretar væru á leið úr sambandinu, ótrúleg staða væri uppi í Katalóníu á Spáni og skuldamál sem ekki væri búið að gera upp.
Það eru næg verkefni á dagskrá íslenskra stjórnmála til þess að við séum ekki að bæta þessu við, sagði Lilja enn fremur og rifjaði upp stöðuna í vinstristjórninni 2009-2013 þar sem annar flokkurinn hafi viljað í Evrópusambandið en hinn ekki. Mjög erfitt væri að starfa í slíkri ríkisstjórn því annar aðilinn myndi alltaf tapa og missa þar með umboð sitt.
Gríðarleg orka hafi farið í Evrópusambandsumsóknina 2009-2013. Og ég segi bara: það eru næg verkefni sem við getum farið í þannig [önnur] en þetta og við teljum að hagsmunum okkar sé betur borgið utan Evrópusambandsins. Norðmenn væru ekki á leið í sambandið og Bretar á leiðinni út. Evrópusambandið myndi líklega taka miklum breytingum í náinni framtíð.
Spilin lögð á borðið! Þetta liggur nú allt fyrir sem grundvallandi staðreyndir að taka mið af í komandi stjórnarmyndunarviðræðum. Tími fyrir ESB-málpípur til að sleikja sár sín, en hafa sig sem minnst í frammi á næstu árum, því að Framsóknarflokkurinn mun ekki, frekar en Flokkur fólksins eða Miðflokkurinn, taka þátt í að stefna Íslandi inn í evrópskt stórveldi.
VIÐAUKI: Nánar af orðum Lilju:
Niðurstaða þessara kosninga er ekki að segja okkur það að þetta mál sé á dagskrá íslenskra stjórnmála.
Þetta er ekki mál sem þið viljið að ný ríkisstjórn taki með nokkrum hætti upp, hvað með þessa þjóðaratkvæðagreiðslu, að þjóðin ákveði með framhald viðræðna?
Ég held að það sem þjóðin sé ekki að kalla eftir séu frekari kosningar, hún vill frekar að stjórnmálin nái sátt um þessi mikilvægu málefni og þessvegna er ég að segja að það sem við leggjum upp með þarf að vera mjög skýrt, bæði þau markmið sem við höfum og hvernig við ætlum að gera þetta, segir Lilja.
Nei, við teljum að þetta mál sé ekki á dagskrá íslenskra stjórnmála, segir Lilja,
skv. Ruv.is eftir hádegið.
Jón Valur Jensson.
Hafnar þjóðaratkvæði um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Fullveldi og sjálfstæði Íslands, Spilling í stjórnmálum, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:23 | Facebook
Athugasemdir
Ætli hún Lilja verði ekki nóg í fréttunum á næstunni út af einhverju "hneiksli" sem ákveðnar "frétta"stofur finna á hana og blása upp úr öllu valdi.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 31.10.2017 kl. 18:12
Þakka þér, Halldór, og það væri þá ekki í fyrsta sinn hjá Rúv!
Því má bæta við, að "greinendur" Rúv (ef hægt er að kalla þá svo) í kvöldfréttum þar kl. 18 (þar sem ekkert var minnzt á ummæli Lilju) virðast óglöggir mjög: taka ekki eftir því, að í viðtali Sigurðar Inga við þá, þar sem hann útilokaði ekki 4-6 flokka stjórn, þar tók hann skýrt fram, að sú stjórn yrði að vera einhuga um þau mál sem hún hefði á sínum verkefnalista.
Þetta útilokar vitaskuld, að ESB-málið geti verið þar á meðal.
Samtök um rannsóknir á ESB ..., 31.10.2017 kl. 18:29
Sig. Ingi notaði raunar orðið SAMMÁLA, ekki "einhuga".
Jón Valur Jensson, 1.11.2017 kl. 03:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.