Lilja Alfreðsdóttir í sínum lykilflokki tekur ekki í mál að hefja ESB-ferli í nýrri ríkisstjórn

Flokk­ur­inn sé ekki reiðubú­inn að samþykkja að boðað verði til þjóðar­at­kvæðis um frek­ari skref í átt­ina að inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið. Þetta sagði hún í Morg­unút­varp­i á Rás 2 í morg­un.

Lilja ræddi málið að fyrra bragði og sagði úr­slit þing­kosn­ing­anna á laug­ar­dag­inn ekki vís­bend­ingu um að Evr­ópu­sam­bands­málið væri á dag­skrá ís­lenskra stjórn­mála. Spurð hvort Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn vildi taka málið upp svaraði hún því neit­andi. (Mbl.)

Óneitanlega var framan af reynt að þagga þetta mál niður í fráttatímum Rúv í morgun (sbr. nánar hér), þótt það fengi loks að heyrast í þeirra eigin útgáfu í hádeginu, en oft hefur ummælum stjórnmálamanna verið af minna tilefni leyft að heyrast hrein og tær eins og þau komu fyrir. Vinstri menn og einkum ESB-sinnar, þ.m.t. hlutdrægir fréttamenn á Rúv, eru náttúrlega í sjokki yfir þessu!

En lesum áfram:

Myndaniðurstaða fyrir Lilja Alfreðsdóttir Spurð áfram um mögu­lega þjóðar­at­kvæðagreiðslu um frek­ari viðræður við Evr­ópu­sam­bandið um inn­göngu í sam­bandið sagðist Lilja ekki telja þjóðina vera að kalla eft­ir frek­ari kosn­ing­um. Frek­ar að stjórn­mála­menn næðu sátt um sam­eig­in­leg mál­efni.

Spurð aft­ur hvort þetta þýddi að Fram­sókn vildi ekki að slíkt þjóðar­at­kvæði færi fram sagði Lilja: „Nei, við telj­um að þetta mál sé ekki á dag­skrá ís­lenskra stjórn­mála.“ Viðreisn hafi sett málið á odd­inn í kosn­inga­bar­áttu sinni og tapað fylgi frá kosn­ing­un­um fyr­ir ári og þó að Sam­fylk­ing­in hafi gert það líka hafi það ekki verið með eins af­ger­andi hætti. (Mbl.is)

Og þetta eru sannarlega hressandi skilaboð frá þessari skeleggu þingkonu, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem endurnýjaði umboð sitt á Alþingi 28. þ.m.:

Spurð hvort Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn gerði and­stöðuna við þjóðar­at­kvæði um Evr­ópu­mál­in að al­geru úr­slita­atriði varðandi mögu­lega stjórn­ar­mynd­un sagði Lilja að horfa þyrfti til stöðunn­ar í Evr­ópu­sam­band­inu. Bret­ar væru á leið úr sam­band­inu, ótrú­leg staða væri uppi í Katalón­íu á Spáni og skulda­mál sem ekki væri búið að gera upp.

„Það eru næg verk­efni á dag­skrá ís­lenskra stjórn­mála til þess að við séum ekki að bæta þessu við,“ sagði Lilja enn frem­ur og rifjaði upp stöðuna í vinstri­stjórn­inni 2009-2013 þar sem ann­ar flokk­ur­inn hafi viljað í Evr­ópu­sam­bandið en hinn ekki. Mjög erfitt væri að starfa í slíkri rík­is­stjórn því ann­ar aðil­inn myndi alltaf tapa og missa þar með umboð sitt.

Gríðarleg orka hafi farið í Evr­ópu­sam­bands­um­sókn­ina 2009-2013. „Og ég segi bara: það eru næg verk­efni sem við get­um farið í þannig [önnur] en þetta og við telj­um að hags­mun­um okk­ar sé bet­ur borgið utan Evr­ópu­sam­bands­ins.“ Norðmenn væru ekki á leið í sam­bandið og Bret­ar á leiðinni út. Evr­ópu­sam­bandið myndi lík­lega taka mikl­um breyt­ing­um í ná­inni framtíð.

Spilin lögð á borðið! Þetta liggur nú allt fyrir sem grundvallandi staðreyndir að taka mið af í komandi stjórnar­myndunar­viðræðum. Tími fyrir ESB-málpípur til að sleikja sár sín, en hafa sig sem minnst í frammi á næstu árum, því að Framsókn­ar­flokkurinn mun ekki, frekar en Flokkur fólksins eða Miðflokkurinn, taka þátt í að stefna Íslandi inn í evrópskt stórveldi.

VIÐAUKI: Nánar af orðum Lilju:

„Niðurstaða þessara kosninga er ekki að segja okkur það að þetta mál sé á dagskrá íslenskra stjórnmála.“

Þetta er ekki mál sem þið viljið að ný ríkisstjórn taki með nokkrum hætti upp, hvað með þessa þjóðaratkvæðagreiðslu, að þjóðin ákveði með framhald viðræðna?

„Ég held að það sem þjóðin sé ekki að kalla eftir séu frekari kosningar, hún vill frekar að stjórnmálin nái sátt um þessi mikilvægu málefni og þessvegna er ég að segja að það sem við leggjum upp með þarf að vera mjög skýrt, bæði þau markmið sem við höfum og hvernig við ætlum að gera þetta,“ segir Lilja.

Þannig að, bara svo við höfum það á hreinu, þá viljið þið ekki sjá þessar kosningar þá um framhald viðræðna? [Rúvarinn enn að knýja á um ESB-áhuga sinn og sumra!]

„Nei, við teljum að þetta mál sé ekki á dagskrá íslenskra stjórnmála,“ segir Lilja,

skv. Ruv.is eftir hádegið.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Hafnar þjóðaratkvæði um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ætli hún Lilja verði ekki nóg í fréttunum á næstunni út af einhverju "hneiksli" sem ákveðnar "frétta"stofur finna á hana og blása upp úr öllu valdi.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 31.10.2017 kl. 18:12

2 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Þakka þér, Halldór, og það væri þá ekki í fyrsta sinn hjá Rúv!

Því má bæta við, að "greinendur" Rúv (ef hægt er að kalla þá svo) í kvöldfréttum þar kl. 18 (þar sem ekkert var minnzt á ummæli Lilju) virðast óglöggir mjög: taka ekki eftir því, að í viðtali Sigurðar Inga við þá, þar sem hann útilokaði ekki 4-6 flokka stjórn, þar tók hann skýrt fram, að sú stjórn yrði að vera einhuga um þau mál sem hún hefði á sínum verkefnalista.

Þetta útilokar vitaskuld, að ESB-málið geti verið þar á meðal.

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 31.10.2017 kl. 18:29

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

 Sig. Ingi notaði raunar orðið SAMMÁLA, ekki "einhuga".

Jón Valur Jensson, 1.11.2017 kl. 03:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband