17.7.2017 | 12:24
Fylgi ESB-sinna er mjög veikt
62,3% eru andvíg inngöngu í ESB og 37,7% hlynnt, í nýjustu könnun MMR, þegar taldir eru þeir sem afstöðu tóku. Enn hærra er hlutfall þeirra sem eru mjög andvígir inngöngu (31,7%) miðað við hina sem eru mjög hlynntir henni (11,3%). Sem sé: Rúmlega helmingur þeirra, sem eru andvígir inngöngu landsins í stórveldið, eru MJÖG andvígir henni, en langt innan við þriðjung þeirra, sem eru hlynntir, eru MJÖG hlynntir inngöngu.
Fleiri hafa verið andvígir inngöngu í Evrópusambandið en hlynntir í öllum skoðanakönnunum sem birtar hafa verið hér á landi undanfarin átta ár eða frá því sumarið 2009, hvort sem kannanirnar hafa verið gerðar af Gallup, MMR, Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands eða öðrum [...] Þá vekur athygli að þrisvar sinnum á undanförnum mánuðum hefur MMR mælt þá sem hlynntir hafa verið því að ganga í sambandið færri en þá sem ekki tekið afstöðu með eða á móti. (Hjörtur J. Guðmundsson á Mbl.is.)
Þrátt fyrir þennan mikla mun er engin ástæða til að láta deigan síga í baráttu fyrir því, að Alþingi lýsi formlega yfir, að Össurarumsóknin svokallaða, frá 2009, verði afturkölluð, enda gekk hún gegn sjálfri stjórnarskránni. Að hafa hana enn í skúffu hjá býrókrötunum í Brussel er okkur til hneisu, og þótt Gunnar Bragi Sveinsson hafi stærilátur sent bréf þangað, veit hann að það er ekkert mark tekið á því. Það gefur honum ekki ástæðu til stærilætis, að í því máli var hann af hræðslugæðum eða í meðvirkni að láta undan sameinaðri áróðurssókn ESB-Fréttablaðsins, fréttastofu Rúv, sem vinnur í málinu gegn hagsmunum þjóðarinnar, og ýmissa stjórnarandstöðumanna, þegar þetta mál var í umræðu og fundað um það á Austurvelli fyrir fáeinum árum.
Jón Valur Jensson.
Fleiri á móti inngöngu í átta ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Skoðanakannanir, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.