9.5.2017 | 18:29
Framfaraflokkurinn í Noregi snýst alfarið gegn inngöngu í ESB
Evrópusambandið hefur fjarlægzt upphaflegt markmið sitt að stuðla að friði, frelsi og samvinnu í Evrópu, en verður sífellt meira skriffinnskubákn, segir í ályktun flokksins. Tillaga utanríkismálanefndar flokksins, að hann leggist formlega gegn inngöngu í Evrópusambandið, var samþykkt. Áður hefur Framfaraflokkurinn haft þá stefnu (líkt og ýmsir tvístígandi flokkar hér á landi), að málið yrði útkljáð í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Frá þessari nýju stefnu, sem samþykkt var á flokksþingi um helgina, segir á fréttavef norska ríkisútvarpsins, NRK.
Fyrir landsfundinn, undanfarna mánuði, höfðu Siv Jensen fjármálaráðherra og aðrir forystumenn flokksins talað á þessum nótum, en vaxandi andstaða hefur verið innan hans við inngöngu í Evrópusambandið, sbr. frétt mbl.is: Í dag myndi ég kjósa nei, og pistil hér: "Ég mundi segja nei!" - Hressandi andblær af ESB-höfnun norska fjármálaráðherrans.
Framfaraflokkurinn myndar núverandi ríkisstjórn Noregs ásamt Hægriflokknum en þingkosningar verða í landinu í haust.
Framfaraflokkurinn vill einnig semja um endurbætur á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) sem Noregur er aðili að ásamt Íslandi, Liechtenstein og öllum ríkjum Evrópusambandsins. Vill flokkurinn að samningurinn verði túlkaður með þrengri hætti til þess að standa betur vörð um fullveldi Noregs og þjóðarhagsmuni. (Mbl.is)
Fagna ber því, að línurnar verða hér skýrari eftir en áður og Noregur enn fjær því en fyrr að geta hugsað sér að ganga inn í Evrópusambandið.
Vegna hliðstæðrar hagsmunastöðu Íslands gagnvart ESB má þetta verða okkur ágæt fyrirmynd.
Jón Valur Jensson.
Hafnar inngöngu í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Fullveldi og sjálfstæði Íslands, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:51 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.