Macron er ekki 100% öruggur með sigur í frönsku forsetakosningunum. Enn koma upp atvik sem geta breytt vígstöðu þeirra Le Pen. 2/3 fylgismanna Melenchons kjósa hann ekki.* Frekja Macrons í garð Pólverja hjálpar ekki heldur.** Stjórnvizka kemur ekki sízt fram í orðum og yfirlýsingum.
Mörgum er lítt að skapi að láta ESB stýra stórstreymi múslima inn í Evrópu, einkum ef til stendur að gera það varanlegt; tímabundin aðstoð er allt annað mál, bæði hér í álfu og þó enn frekar með hjálparstarfi í heimalöndum múslima, ef mögulegt er, eða í nágrannalöndum stríðssvæðanna, því að þannig fæst margföld nýting fjárframlaga til flóttamannahjálpar miðað við allt þunglamalega batteríið í kringum slíkt hér í Evrópu.
Mjög svo ráðandi áhrif Angelu Merkel, kanzlara Þýzkalands, á meðferð flóttamannamála eru greinilega til óþurftar fyrir Evrópusambandið, eins og ráð hennar hafa gefizt illa í heimalandi hennar, þar sem t.d. tugir þúsunda flóttamanna og hælisleitenda eru "týndir", finnast ekki, á sama tíma og lögreglan fæst við sífellt alvarlegri tilfelli af hryðjuverkaógnunum.
* Melenchon er sósíalisti, og höfðu fylgismenn Macrons reiknað með, að fylgismenn þess fyrrnefnda myndu kjósa Macron, enda væru þeir miklir andstæðingar Le Pen og Þjóðfylkingarinnar. En tveir þriðju af stuðningsmönnum Melenchons ætla nú óvænt annaðhvort að sitja heima eða skila auðu!
** Macron var að gefa út frekjulega framhleypna yfirlýsingu sem beinist gegn sjálfræði og fullveldi einstakra ESB-meðlimaríkja. Þetta hjálpar honum ekki á síðustu 4-5 dögum fyrir kosningarnar. Hann hefur nú 60% fylgi, gegn 40% hjá Marine Le Pen, og hefur ekki efni á að tapa því niður. Hið franska bann við skoðanakönnunum á kjördag og sólarhring fyrir kosningar getur svo aukið á spennuna. Og það er ekki nóg, að menn segist frekar standa með Macron en Le Pen, ef þeir nenna svo ekki að mæta á kjörstað eða skila jafnvel auðu! Tengsl hans við bankana þykja einnig mæla gegn honum, þótt talinn sé hann hafa staðið vel við bakið á Grikkjum í ESB-málum þeirra og ESB-seðlabankans.
Jón Valur Jensson.
Dræm kosningaþátttaka gæti skipt sköpum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 02:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.