Evrópusambandsmál geta haft mikil áhrif á frönsku forsetakosningarnar

Macron er ekki 100% öruggur með sigur í frönsku forseta­kosn­ing­un­um. Enn koma upp atvik sem geta breytt vígs­töðu þeirra Le Pen. 2/3 fylg­is­manna Melen­chons kjósa hann ekki.* Frekja Macrons í garð Pól­verja hjálp­ar ekki heldur.** Stjórn­vizka kemur ekki sízt fram í orð­um og yfir­lýsingum.

Mörgum er lítt að skapi að láta ESB stýra stór­streymi múslima inn í Evrópu, einkum ef til stendur að gera það varan­legt; tímabundin aðstoð er allt annað mál, bæði hér í álfu og þó enn frekar með hjálpar­starfi í heima­löndum músl­ima, ef mögulegt er, eða í nágranna­löndum stríðs­svæðanna, því að þannig fæst margföld nýting fjár­framlaga til flótta­manna­hjálpar miðað við allt þung­lama­lega batt­eríið í kringum slíkt hér í Evrópu.

Mjög svo ráðandi áhrif Angelu Merkel, kanzlara Þýzka­lands, á meðferð flótta­manna­mála eru greini­lega til óþurftar fyrir Evrópu­sambandið, eins og ráð hennar hafa gefizt illa í heimalandi hennar, þar sem t.d. tugir þúsunda flótta­manna og hælis­leitenda eru "týndir", finnast ekki, á sama tíma og lögreglan fæst við sífellt alvarlegri tilfelli af hryðjuverka­ógnunum.

* Melenchon er sósíalisti, og höfðu fylgis­menn Macrons reiknað með, að fylgis­menn þess fyrrnefnda myndu kjósa Macron, enda væru þeir miklir andstæð­ingar Le Pen og Þjóðfylk­ingar­innar. En tveir þriðju af stuðnings­mönnum Melenchons ætla nú óvænt annaðhvort að sitja heima eða skila auðu!

** Macron var að gefa út frekjulega framhleypna yfir­lýsingu sem beinist gegn sjálfræði og fullveldi einstakra ESB-meðlimaríkja. Þetta hjálpar honum ekki á síðustu 4-5 dögum fyrir kosn­ingarnar. Hann hefur nú 60% fylgi, gegn 40% hjá Marine Le Pen, og hefur ekki efni á að tapa því niður. Hið franska bann við skoðanakönnunum á kjördag og sólarhring fyrir kosningar getur svo aukið á spennuna. Og það er ekki nóg, að menn segist frekar standa með Macron en Le Pen, ef þeir nenna svo ekki að mæta á kjörstað eða skila jafnvel auðu! Tengsl hans við bankana þykja einnig mæla gegn honum, þótt talinn sé hann hafa staðið vel við bakið á Grikkjum í ESB-málum þeirra og ESB-seðlabankans.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Dræm kosningaþátttaka gæti skipt sköpum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband