Næsti bær við Brexit er Frexit. En þá verður ekki kátt í Berlaymont-höllinni!

Image result for berlaymont  Jafnvel for­setafram­bjóðand­inn, gervi-miðjumaður­inn Emm­anu­el Macron seg­ir í við­tali við BBC að gera þurfi breyt­ing­ar á Evr­ópu­sam­band­inu, ella standi ESB frammi fyr­ir Frex­it 

Það er ánægjulegt að menn séu einnig á megin­landinu farnir að átta sig á rangri stefnu Evr­ópu­sam­bands­ins, á ofurgræðgi þess í vald­heim­ildir sem skerða full­veldi þátt­töku­ríkjanna, og á margs konar afdrifa­ríkum stjórnunar­mistökum þess, fyrir utan allt bruðlið og spillinguna.

Fréttastofa RÚV hefur gert mikið með það, hvað Macron sé mikill ESB-maður, ólíkt frú Le Pen, sem vill þjóðar­atkvæða­greiðslu um úrsögn Frakka úr Evrópu­sambandinu.

En jafnvel þessi mótfram­bjóðandi hennar, "fyrrverandi" sósíalistinn (og þó Roth­schild-banka-vinurinn) monsjör Macron, vill ekki hrinda frá sér þeim kjósendum sem hafa sterkar efasemdir um þetta ofur­bandalag hátt í 30 ríkja. Já, hann úttalar sig skýrt:

„Ég er Evr­óp­us­inni. Ég varði gildi og hug­mynda­fræði sam­bands­ins ít­rekað í kosn­inga­bar­át­tunni vegna þess að ég tel hvort tveggja mik­il­vægt fyr­ir íbúa Frakk­lands og fyr­ir okk­ar stað í alþjóða­væðing­unni,“ seg­ir Macron. „En á sama tíma verðum við að taka á þessu ástandi. Hlusta á fólkið og þá staðreynd að það er reitt.

Macron seg­ir að það yrðu svik ef hann leyfði Evr­ópu­sam­band­inu að halda áfram á þeirri veg­ferð sem það væri á. „Og ég vil það ekki. Vegna þess að dag­inn eft­ir þá verður niðurstaðan Frex­it. Eða við fáum Þjóðfylk­ing­una [flokk Mar­ine Le Pen] aft­ur,“ seg­ir hann. (Mbl.is, leturbr. hér.)

Já, Frökkum o.fl. þátttökuþjóðum er alls ekki sama um, hvert Brussel­menn í skrifstofu- og funda­höllum sínum eru að leiða þjóðirnar, með ógætilegri efnahags- og peninga­málastjórn, með inngripum í jafnvel stjórnar­skrármál ríkjanna, með allt of opinni stefnu gagnvart því að fá milljónir múslima inn í álfuna og með undar­legum samn­ingum við einræðis­stjórnina í Tyrklandi sem fær mörg­hundruð milljarða króna afhentar í mútufé árlega fyrir að vísa ekki flótta­mönnum beinustu leið inn í Evrópu.

ESB-gjaldmiðillinn, evran, hefur þegar reynzt þónokkrum þátttöku­þjóðanna hinn versti fjár­hags­klafi um háls og seint fengin nein lausn á vanda Grikkja, Ítala, Portúgala, Íra o.fl. þjóða.

Og svo kemur í ljós, að þrátt fyrir fagur­mæli Lissabon-sáttmálans um rétt þjóð­anna til að segja sig úr Evrópu­samband­inu, þá eru menn í Berlaymont-höllinni og í Berlín og París á fullu við að valda Bretum sem mestum búsifj­um vegna ákvörðunar meirihluta þeirra um að segja skilið við sambandið. Þar er m.a. um stórar álögur á þá að ræða, sem ESB-menn vilja leggja á brezka ríkis­sjóðinn, eina risaálöguna eftir aðra; og svo eru Brussel-menn jafnvel farnir að reyna að kjlúfa brezka ríkjasambandið í herðar niður, nú síðast með því að leggja til, að Norður-Írland verði eftir í ESB eins og írska lýðveldið og í bandi með því! Þetta kemur þó ekki til af ást á írsku þjóðinni, sem mætti gjarnan sameinast, heldur er allt til marks um, að því fer fjarri, að Evrópu­sambandið sé neitt skárra en önnur stórveldi sem þjösnast áfram í vald­stefnu sinni og yfir­ráða­hneigð.

Íslendingar geta svo rétt ímyndað sér, hvernig þeim, um 240 sinnum minni þjóð en Bretar eru, hefði gengið að slíta sig lausa frá Evrópu­sambandinu, ef Össuri Skarphéðinssyni, Jóhönnu Sigurðardóttur, Helga Hjörvar, Árna Páli & Co., ásamt svikurum í öðrum flokkum, hefði tekizt að troða okkur í það stór­veldi, þegar við vorum sem veikust fyrir. Eitt er víst: að þá værum við nú að borga Icesave-reikninga, ættum sáralítinn makríl­veiðirétt, værum með ESB-menn hér í fisk­veiði­lögsögunni, hefðum ekki okkar sveigjan­legu krónu, heldur í líku fari og Írar sem bölva evrunni og njóta ekki okkar ferða­manna­sprengju, og þar að auki værum við svo með þessi Brussel­tröll hangandi yfir okkur með ógnanir og hótanir um að við höfum verra af, ef við vogum okkur að reyna að verða sjálfstæð þjóð og fullvalda á ný!

Til hamingju með sjálfstæðið, Íslendingar. Til hamingju með daginn, 1. maí. laughing

Jón Valur Jensson.


mbl.is Frexit óumflýjanlegur án breytinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

"Ég hef heyrt kjós­end­ur tjá ótta sinn," sagði Marine Le Pen á kosn­inga­fundi í Nice og bætti við að hún hygðist bjóða leiðtog­um ESB til fund­ar strax í kjöl­far kosn­ing­anna til að ræða aukið vald til handa stjórn­völd­um ein­stakra aðild­ar­ríkja.

Mbl.is, skv. BBC-viðtalinu.

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 1.5.2017 kl. 15:47

2 Smámynd: Hörður Þormar

Það má margt að Evrópusambandinu finna, en það væri meira en sorglegt ef draumur Roberts Schuman, Jean Monnet, Konrads Adenauer o. fl. ágætra manna um sameinaða Evrópu rennur út í sandinn.

Hver vill aftur sundraða Evrópu? 

Hörður Þormar, 1.5.2017 kl. 17:00

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér þitt álit, Hörður.

En samvinnu og sameiningu má ekki kaupa of háu verði.

Er það "sundruð Evrópa" að Íslendingar, Norðmenn, Svisslendingar, Úkraínumenn, Rússar og Georgíumenn eru ekki í Evrópusambandinu?

Og hefur Evrópusambandið gott af því að verða öllu voldugra en það er?

Jón Valur Jensson, 1.5.2017 kl. 19:54

4 Smámynd: Hörður Þormar

"Hryggjarstykkið í Evrópu er Frakkland og Þýskaland", það var a.m.k. skoðun frumherjanna. Þar við bættust svo Benelúxlöndin og Ítalía. De Gaulle vildi aldrei hafa Breta með. Eitt sinn kvartaði Adenauer yfir því að allir vildu ganga í EWG eins og það var þá kallað, "jafnvel Íslendingar" og þótti honum þá nóg um.

Ekki veit ég hvort frumherjarnir sáu fyrir sér Evrópusamband í núverandi mynd, enda klauf járntjaldið Evrópu í miðju. Sennilega var þeim efst í huga að efnahagslegt jafnvægi ríkti meðal bandalagsríkjanna, að þau byggju við sem jöfnust kjör. Því miður hefur það ekki gengið eftir og það því síður sem aðildarríkin urðu fleiri.

Ekki hef ég neina patentlausn á vanda Evrópusambandsins, kannski eru tengslin nú of sterk. En ég vildi sjá Evrópu án landamæravörslu þar sem lífskjörin væru alls staðar svipuð.

Þar mættu Rússar, Úkraínumenn, Georgíumenn og Armenar gjarnan vera innanborðs, en ekki Tyrkir.

Hörður Þormar, 1.5.2017 kl. 22:31

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sammála þér um Tyrki. En verum raunsæir: Rússar eru ekki á leið inn og fæstir raunar úr þessu. Lítum svo til dagsins í dag:

Emmanuel Macron

60%

Emmanuel Macron

Marine Le Pen

40%

Marine Le Pen

3040506070807 May: Election23 Apr: First vote*60%40%

 Last updated 1 May, 2017

*Polling results up to this date show how people said they would vote on 7 May, if Macron and Le Pen reached the second round

 

Jón Valur Jensson, 2.5.2017 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband