Formennska utanríkismálanefndar Alþingis komin í hendur ESB-baráttukonu!

Jóna Sólveig Elínar­dóttir heitir hún, þing­maður Við­reisn­ar! Um hana kom þetta fram í kryfj­andi grein:*

Jóna Sólveig Elínar­dóttir, nýkjör­inn 9. þing­maður Suður­kjör­dæmis, fyrir Við­reisn, en hún var sér­fræð­ingur hjá sendi­nefnd Evrópu­sam­bandsins á Íslandi og vefstjóri hjá Evrópu­stofu 2011-2013, skv. ævi­ágripi hennar á althingi.is, og flutti erindi á aðal­fundi "Já Ísland!" 4. sept. 2014. [En "Já Ísland" er um 4.600 manna félagsskapur undir stjórn hörðustu ESB-innlimunarsinna.]

Það er ekki góðs vísir um þessa nýju ríkis­stjórn Bjarna Bene­dikts­sonar, að hún beitir sér ekki gegn því að skipa and­stæð­ing fullveldis lýðveld­isins í svo áhrifa­mikla stöðu, mann­eskju sem með tví­þættum hætti var starfs­maður þessa stór­velda­bandalags! Jóna Sólveig er t.d. mun ein­dregn­ari fylgis­maður Evrópu­sambandsins en Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG (nú sendi­herra), var á sínum tíma, en hann var einmitt formaður utan­ríkis­mála­nefndar í stjórnar­tíð Jóhönnu­stjórnar.

Fullveldis­sinnar hafa hér sem í fleiri tilvikum fengið fullvissu fyrir því, að Sjálf­stæðis­flokknum undir stjórn Bjarna Bene­dikts­sonar er ekki treyst­andi gagnvart ESB-innlimunarsinnunum í "Viðreisn" og "Bjartri framtíð". 

* Sjá grein birta hér 28. nóv. sl.: Forsprakkar "Viðreisnar" eru upp til hópa ESB-innlimunar­sinnar - margir nafngreindir hér.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Jóna formaður utanríkismálanefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband