2.1.2017 | 18:24
Mikill léttir að yfirlýsingu Bjarna Benediktssonar um að EKKI verði farið í ESB-viðræður
Hér er ný, frábær frétt af skyndilega mjög einarðlegri yfirlýsingu Bjarna um að flokkur hans ætli ekki að hvika frá því að fara EKKI í aðildarviðræður við ESB, hagsmunum landsins sé best borgið utan Evrópusambandsins.
Spurður hvort til greina kæmi að Sjálfstæðisflokkurinn setti málið á dagskrá eða tæki þátt í því til að mynda með þjóðaratkvæðagreiðslu í ljósi stefnu sinnar sagði Bjarni: Það er ekki okkar stefna að efna til slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu og við höfum ekki verið til samninga um slíkt.
Spurður áfram hvort málið yrði hugsanlega sett í hendur þingsins sagði hann: Það er auðvitað einhver veruleiki sem allir sjá, að slík mál geta komið fram á þinginu og það er ekki eitthvað sem einstaka þingflokkar geta komið í veg fyrir. Og það væri óskynsamlegt. (Mbl.is, í viðtali hans við mjög marktækan, vandaðan blaðamann, Evrópufræðinginn Hjört J. Guðmundsson)
Hins vegar skipti máli hvernig yrði brugðist við ef slík mál kæmu upp í þinginu, segir hann.
Spurður hvernig Sjálfstæðisflokkurinn myndi bregðast við því ef tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um umsókn að Evrópusambandinu kæmi fram í þinginu og yrði samþykkt sagðist Bjarni ekki geta tjáð sig um það. Hann ítrekaði hins vegar aðspurður að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki standa að umsóknarferli að sambandinu. Það vona ég að komi engum á óvart. (Mbl.is)
Það má taka ofan fyrir þessum skorinorðu yfirlýsingum Bjarna.
Fréttir, sem landsmönnum bárust í morgun og gengu í allt aðra átt, komu allar úr ESB-Fréttablaðinu, sem hefur líklega treyst á einhverjar vonir vina sinna í "Viðreisn" (öfugmælasamtökum), vonir sem nú eru að engu gerðar, og húrra fyrir því.
Jón Valur Jensson.
Þjóðaratkvæði ekki stefna flokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:24 | Facebook
Athugasemdir
Góð frétt af vef Útvarps Sögu:
Lesendur Daily Express telja að Ísland eigi ekki að ganga í ESB
Ritað þann 3. janúar 2017 af Ritstjórn í flokkinn Fréttir, Innlent
Í könnun sem blaðið Daily Express gerði meðal lesenda sinna kemur fram að 94% þeirra sem tóku þátt telji að Ísland eigi ekki að ganga í ESB. Könnunin var gerð í tilefni stjórnarmyndunarviðræðna Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar og í umfjölluninni er vitnað í orð Óttars Proppé um að samsteypustjórnin vilji þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort endurvekja eigi aðildarviðræðurnar. Fram kemur í umfjölluninni að 64% íslendinga séu á móti inngöngu í ESB en að 36% styðji inngöngu.
Jón Valur Jensson, 3.1.2017 kl. 18:07
Svo má minna á athyglisverðar niðurstöður skoðanakönnunar MMR í nóvember sl., sjá hér: 4,8 sinnum fleiri mjög andvígir inngöngu í ESB heldur en þeir sem eru mjög hlynntir henni.
Jón Valur Jensson, 3.1.2017 kl. 23:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.