Forsprakkar "Viðreisnar" eru upp til hópa ESB-innlimunarsinnar - margir nafngreindir hér

Þeir voru ótrúlega margir for­kólf­ar inn­lim­un­ar­sinn­uðu öfug­mæla­sam­tak­anna "Já Ís­land!" Þar á meðal eru:
a) Bene­dikt sjálfur, meðlimur aðal­stjórn­ar "Já Ísland!" a.m.k. 2014–16 (eins og annar Icesave-greiðslu­sinni, Margrét Krist­manns­dóttir í SVÞ, og eins og ESB-mað­ur­inn Andrés Péturs­son), 
b) Jón Stein­dór Valdi­marsson, kjörinn formaður stjórnar "Já Ísland!" frá stofnun 2009 (og vogaði sér þó árið 2010 að bjóða sig fram til stjórnlagaþings til að véla um stjórnarskrána, þótt hann næði reyndar ekki kjöri), aðstoðar-framkvstj. og síðar frkvstj. Samtaka iðnaðarins (SI) 1988–2010 (orðinn frkvstj. þar 2008), stofnfélagi og stjórnarmaður í Viðreisn, ný­kjörinn alþm. flokksins,
c) Þorsteinn Víg­lundsson, nýkjörinn alþm., í stjórn SI 2004–2009, meðlimur "Já Ísland!", var frkvstj. Samtaka álfram­leiðenda 2010–2013, frkvstj. Samtaka atvinnu­lífsins (SA) 2013–2016, í stjórn Samtaka iðn­aðarins 2004–2010, vara­form. frá 2007, varaform. og form. Gildis, lífeyrissjóðs, 2014–2016,
d) Vilmundur Jósefsson, í stjórn SI a.m.k. 1994–2005 og
í fram­kvæmda­ráði "Já Ísland!" a.m.k. 2015–16,
e) Hanna Katrín Friðriksson, í fram­kvæmda­ráði "Já Ísland!" (–2015–2016), nýkjörinn alþm. Viðreisnar,
f) Ellisif Tinna Víðisdóttir, fv. forstj. Varnar­mála­stofnunar og fv. ofur­launa-frkvstj. Kirkjuþings, í fram­kvæmda­ráði "Já Ísland!" (–2014–2016), er form. utanríkis­mála­nefndar Viðreisnar 2016,
g) Þorgerður Katrín Gunnars­dóttir, nýkjörinn alþm. Viðreisnar, hefur verið meðal þekkt­ustu ESB-sinna í Sjálfstæðis­flokknum, var þar varaform. 2009 þegar greidd voru atkvæði á Alþingi um Össurar-umsóknina um inngöngu í ESB, en hún sat þá hjá.
h) Jóna Sólveig Elínardóttir, nýkjörinn 9. þingmaður Suðurkjördæmis, fyrir Viðreisn, en hún var sérfræðingur hjá sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi og vefstjóri hjá Evrópustofu 2011–2013 skv. æviágripi hennar á althingi.is og flutti erindi á aðalfundi "Já Ísland!" 4. sept. 2014;
i) Pawel Bartoszek,
nýkjörinn alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður fyrir Viðreisn, í fram­kvæmda­ráði "Já Ísland!" a.m.k. 2015–16, sat í hinu ólögmæta stjórnlagaráði, sem samþykkti billega leið til að koma Íslandi hratt inn í Evrópu­sambandið, en batt um leið svo um hnútana, að þjóðin fengi ekki að krefjast þjóðar­atkvæða­greiðslu um að ganga úr stórveldinu;
j) Ólafur Þ. Stephensen
, frkvstj. Félags atvinnu­rekenda, fv. ritstj. Morgun­blaðs­ins (málsvari ESB þar!), 24 stunda og Frétta­blaðsins, mikill ESB-sinni, er sagður bakhjarl Viðreisnar: http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/2178635/
k)
Það sama á við um Þorstein Pálsson, fv. forsætis­ráðherra og fv. ritstj. Frétta­blaðsins; langtíma-áróðurs­maður hefur hann verið fyrir inn­töku Íslands í Evrópu­sambandið og skip­aður af þing­mönnum Jóhönnu­stjórnar for­maður ESB-viðræðu­nefnda frá 2009, unz sama stjórn sprakk á því limm­inu; einnig hann er í fram­kvæmda­ráði öfug­mæla­sam­tak­anna "Já Ísland!" (–2015–2016).

Aðalheimildir: Vefsíður "Já Ísland!", Viðreisnar, SI og Alþingis.

Það kann ekki góðri lukku að stýra, að Benedikt Jóhannesson og félagar hans í Viðreisn og úr SI, fulltrúar atvinnu­rekenda á hægri kanti íslenzkra stjórnmála, vilja teyma þjóðina undir erlent helsi: æðsta löggjafarvald Evrópusambandsins, stjórnvald þess og dómsvald!

Þar að auki eiga stjórnmálamenn að standa með þjóð sinni, en Benedikt var meðal leiðandi manna í því* að reyna að narra hana til að borga Icesave, þvert gegn lagalegum rétti okkar og þjóðarhagsmunum.* Sporin hræða!

* http://thjodarheidur.blog.is/blog/thjodarheidur/entry/1286385/

Jón Valur Jensson.


mbl.is Benedikt svarar ásökunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það hríslar um mann Jón Valur. Ég set þetta á FB ef ég má en þetta eru sterkir einstaklingar sem vita vel hvað þeir eru að gera og hvernig hægt er að ljúga sig gegn um kerfið.

Valdimar Samúelsson, 28.11.2016 kl. 06:53

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Velkomið að vísa á þetta, Valdimar og aðrir!

Jón Valur Jensson, 28.11.2016 kl. 10:10

3 Smámynd: Snorri Arnar Þórisson

Fáum vonandi að kjósa um aðildarviðræður sem fyrst..

Snorri Arnar Þórisson, 28.11.2016 kl. 12:56

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Snorri Arnar er einn þeirra, sem vilja komast inn í Evrópusambandið og átta sig ekki á því, að ekki eru neinar samningaviðræður í boði um að fara fram hjá því að þurfa að hlíta lögum Evrópusambandsins, einungis umræður um aðlögun umsóknarríkis að lagaverki ESB og hve fljótt sú aðlögun taki af, og er þar jafnaðarlega um fáein ár að ræða og ekki í mörgum tilvikum.

Jón Valur Jensson, 28.11.2016 kl. 14:47

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þess vegna kysi ég helst að VG. (þrátt fyrir allt) væri með Sjst.flokki. Það þrengist sífellt hringurinn,en við gefum bara þeim mun meira í. 

Helga Kristjánsdóttir, 28.11.2016 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband