Evrópusambandið vill verða stórveldi/heimsveldi (staðfest)

Hún gengur ekki þessi fáfræði margra um Evróp­usambandið! Jafnvel Ómar Ragnars­son þrætir fyrir vilja og stefnu Brussel-manna að gera Evrópu­sam­bandið að heimsveldi. En fyrir því liggja ótvíræð orð höfuð­leiðtoga þessa ríkja­sambands.

Þannig sagði Jacques Delors, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins 1985-1995: "Wir müßen Großmacht werden!" [Við verðum að gerast stórveldi]. Þetta sagði hann þá þegar í nóvember árið 1991 í viðtali við Der Spiegel (sbr. Ragnar Arnalds, fyrrv. fjármála- og menntamálaráðherra: Sjálfstæðið er sístæð auðlind, Reykjavík 1998, bls. 102).

Jón Baldvin Hannibalsson sagði Delore hinn frábærasta í starfi forseta fram­kvæmda­stjórn­ar­innar, sem er e.k. ríkisstjórn Evrópu­sambandsins. Ennfremur kallar Jón Baldvin þann klóka mann "föður Evrópska efnahagssvæðisins" (EES). En augljóst er, að Delors var opinber talsmaður ESB, ef nokkur var það.

Jose Manuel Barroso, sem var forseti fram­kvæmda­stjórnar Evrópu­sambandsins 2004-2014, talaði um “heimsveldi” sitt (empire).

Já, af því að ýmsir virðast efins um þessa stórveldisdrauma Evrópu­sambands­ins, þá er vert að vitna hér í sjálfan Barroso, sem lét merkileg orð falla í þessa átt á blaðamannafundi hinn 17. júlí 2007. Þar kallaði hann sambandið reyndar ekki stórveldi (Großmacht), eins og fyrirrennarinn Jacques Delors gerði, heldur ‘heimsveldi’ (empire).

Þetta kemur fram í frétt The Daily Telegraph: Barroso hails the European ‘empire’, hinn 18. júlí 2007, svohljóðandi:

“We are a very special construction unique in the history of mankind,” said Mr Barroso yesterday. “Sometimes I like to compare the EU as a creation to the organisation of empire. We have the dimension of empire.” – The commission president made his remarks on Europe’s historical mission while celebrating “real progress” on a new EU treaty deal to replace the constitution rejected by French and Dutch voters two years ago.

Frá þessari frétt sagði Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, hinn 25.7. 2007 með eftirfarandi hætti:

“Við erum mjög sérstök smíði sem er einstök í mannkynssögunni. Stundum líki ég Evrópusambandinu sem sköpunarverki við skipulag heimsveldis. Við búum yfir stærð heimsveldis.” Þannig mælti José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á blaðamannafundi þann 17. júlí sl.

Þannig hafa tveir æðstu embættismenn Evrópusambandsins talað án þess að tvínóna við það. Hvers vegna viðurkenna íslenzkir áhangendur þessa fyrir­bæris ekki þá staðreynd?

En í fullu samræmi við þá staðreynd er vilji ráðamanna í Brussel nú (og reyndar um langa hríð áður) að stofna einn sameinaðan Evrópusambandsher, og fyrir liggja um það valdheimildir í Lissabon-sáttmálanum. 

Jean-Claude Juncker, eftirmaður Barrosos sem forseti framkvæmdastjórnar ESB frá 2014, hvetur til þess, að hafin verði af nýju upp­bygg­ing evr­ópsks ör­ygg­is­banda­lags með það að loka­mark­miði að stofna Evr­ópu­her,“ eins og hann sagði í ræðu á fundi í Berlín sl. fimmtu­dag; undir þetta taka þýzk stjórn­völd skv. frétt Irish Times, en Þýzkaland er lang­öflugasta ríkið innan Evrópu­sambandsins.

Nú blasir við, vegna einurðar Donalds Trump gagnvart NATO-ríkjum, að þar verða útgjöld til hermála trúlega hækkuð í 2% af vergri þjóðar­framleiðslu innan nokkurra ára. Engin ástæða til að ætla, að nokkru ríki, jafnvel svo smáu sem Íslandi, sem hugsanlega gæti innlimazt í ESB, yrði hlíft við því að leggja fram sinn skerf til sameiginlegra varnarmála, þ.e. til ESB-hersins. Þar yrði m.a. horft til tiltölulega mikils ríkidæmis okkar, og legðum við ekki fram mannskap til þjálfunar og vopna­burðar í þeim her, þá yrðum við í staðinn látin leggja fram þeim mun meira fé af fjárlögum okkar til reka slíkan her.

Og í sambandi við stórveldisdrauma Evrópu­sambandsins er ekki vert að gleyma hér fremur nýlegum ummælum Hermans van Rompuy, forseta ráðherraráðs ESB 2009-2014, um að "Úkraína á heima í Evrópusambandinu"! (sjá Evrópusambandið sækist eftir Úkraínu). En þegar hann lýsti þessu yfir, að Úkraína ætti heima í Evrópusambandinu, gerði hann nánast nákvæmlega það sama og Olli Rehn, fv. útþenslustjóri ESB, sagði í viðtali við Handelsblatt: "Islands natürlicher Platz ist in der EU – eðlilegur eða náttúrlegur staður Íslands er í Evrópusambandinu.” – Þau orð voru frek íhlutun í okkar innan­ríkismál (sbr. hér), og eins var um orð Rompuys gagnvart Úkraínu, en þeim var líka fylgt eftir í verki með framlagi ESB og Bandaríkja Obama til uppreisnar­afla í Kænugarði.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Vill stefna að Evrópuher
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta er góð grein Jón Valur. Það má kannski bæta við að mörg þau ríki sem ESB hafa verið að ásælast voru ekki með stjórnarskrá sem leifði samruna. Þetta vissi t.d. Barrosso eftir að ég sendi honum enska kópíu af okkar stjórnarskrá. Svar hans en þeir eru skyldugir að svara. --- Það eru þið sem eru að brjóta stjórnarskránna en ekki við ykkar --- 

Valdimar Samúelsson, 13.11.2016 kl. 13:44

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Takk fyrir þetta, Valdimar, mikilvæg ábending!

Endilega grafðu upp svarbréf Barrosos og birtu hér afrit af því á frummálinu.

Jón Valur Jensson, 13.11.2016 kl. 14:30

3 identicon

Sammála Jóni, endilega birtu þetta svar hér.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 13.11.2016 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband