2.6.2016 | 11:59
Endurspeglar ný könnun yfirburði fullveldissinna?
Útvarp Saga er með nýja aðferð skoðanakannana, sem á að koma betur í veg fyrir ítrekuð innlegg sama manns/sömu fjölskyldu. Þar var að birtast niðurstaða sem gefur Davíð Oddssyni mikla yfirburði yfir Guðna Jóhannesson.
Reyndar var einkum leitað eftir afstöðu þátttakenda til þessara tveggja manna, þótt einnig væri hægt að velja þriðja valkostinn. Spurt var (1.-2. júní): Hvern ætlar þú að kjósa sem forseta Íslands? Gátu menn þá valið:
- Davíð Oddsson.
- Guðna Jóhannesson.
- Einhvern annan.
Niðurstaðan varð, að Davíð fekk 53,9% atkvæða, Guðni Th. 22,6%, og litlu færri fekk "einhver annar" valkostur: 22,3%.
Þetta er ekki í samræmi við ýmsar kannanir Gallup, MMR, Fréttablaðsins og Félagsvísindastofnunar HÍ, en raunar er vitað, að Davíð hefur verið í uppsveiflu, nær 1% á dag að meðaltali, en Guðni á niðurleið. En á vef Útvarps Sögu er þetta þó önnur könnunin sem sýnir yfirburði Davíðs. Fór sú fyrri fram 27.-30. maí, og þar voru allir frambjóðendurnir níu nafngreindir, en Davíð náði þar 39%, Sturla Jónsson 30,1%, Guðni 21,1%, Halla 3,7% og Andri Snær 3,2%. (Sjá nánar hér: Fyrsta skoðanakönnun sem sýnir DAVÍÐ ODDSSON efstan í forsetakjöri.) Þetta segir ekkert til um afstöðu þjóðarinnar, miklu fremur ákveðins hlustendahóps, þar sem menn taka sjálfir ákvörðun um þátttöku í skoðanakönnun, en á Útvarpi Sögu hefur Sturla þessi vörubílstjóri fengið margra ára góða kynningu vegna framlags hans til ýmissar umræðu.
En yfirburðir Davíðs í nýrri könnuninni er allnokkuð í þá átt að vera í samræmi við könnun MMR vorið 2015 þar sem spurt var hvort kjósendur vildu láta breyta stjórnarskránni þannig, að Alþingi verði heimilað að framselja hluta íslenzks ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana. Niðurstaðan var sú, að einungis 14% voru því hlynntir, en 69% andvígir, sjá nánar hér: Nær fimm sinnum fleiri andvígir framsali hluta íslenzks ríkisvalds en hlynntir!
Þá er þess að geta, að MJÖG hlynntir "aðild" að Evrópusambandinu eru bara 9,5% landsmanna skv. nýlegri könnun MMR birtri fyrir miðjan maí, en MJÖG andvígir eru 31,7%, meira en þrefalt fleiri. Þess vegna er þeim mun furðulegra að Guðni Th. Jóhannesson ljái máls á því að Ísland verði partur af þessu stórveldi og nefni ranglega sem "kost", að þá getum við losnað við krónuna! Sjá hér: Guðni Th. Jóhannesson er ekki einarður verjandi landsréttinda.
Jón Valur Jensson.
Meginflokkur: Skoðanakannanir | Aukaflokkar: Evrópumál, Fullveldi og sjálfstæði Íslands, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:37 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Jón Valur.
Ég náði ekki að svara spurningu þinni við athugasemd á fyrra bloggi þínu, um skoðanakannanir.
Það "próf" sem ég nefni í þeirri athugasemd var samið af ruv og gekk á samfélagsmiðlum. Þar gat maður svarað ýmsum spurningum og kom þá niðurstaða um hver frambjóðandi hentaði best við svörin hjá manni, uppraðað í prósentum.
Til gamans þá tók ég þetta próf nokkrum sinnum og svaraði aldrei sömu spurningu eins og áður. Það merkilega var að alltaf kom sami frambjóðandinn efstur, oftast með um 70% fylgni við mín svör!
Einum frambjóðanda var haldið utan þessa prófs. Sjálfur hef ég ekki mikla trú á fréttstofu ruv, en hver sá sem hana hefur ætti að efast þegar slík vinnubrögð eru notuð.
Kveðja
Gunnar Heiðarsson, 2.6.2016 kl. 12:56
Athyglisvert, Gunnar! Heilar þakkir.
Jón Valur Jensson, 2.6.2016 kl. 15:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.