Evrópusambandið tekur sér alræðisvald yfir fiskveiðilögsögu milli 12 og 200 mílna!

Auðskilin er viðvarandi andstaða þjóðar­innar gegn inntöku í evrópskt stór­veldi.

"Laga­setn­ing­arvald á sviði sjávar­útvegs er fyrst og fremst hjá stofn­unum ESB og aðild­ar­ríkin hafa fram­selt vald til stefnu­mót­unar á sviði sjávar­útvegs til sam­bands­ins.­[nmgr.244] Afleidd lög­gjöf á þessu sviði þarf aukinn meirihluta atkvæða í ráðherra­ráðinu til að hljóta samþykki, en Evrópu­þingið hefur eingöngu ráðgef­andi hlut­verk á þessu sviði.­[nmgr.245]"

Hér er engin miskunn hjá Magnúsi, en vitnað var með þessu í opinberan texta: Tengsl Íslands og Evrópu­sambands­ins, með undir­titlinum "Skýrsla Evrópu­nefndar um samstarfið á vettvangi EES og Schengen og um álita­efni varðandi hugsan­lega aðild Íslands að Evrópu­sambandinu", forsætisráðuneytið, Rv. 2007, bls. 96 (allar feitletranir mínar, JVJ). Og áfram segir í textanum (og TAKIÐ VEL EFTIR FYRSTU SETN­ING­UNNI):

  • "Samkvæmt megin­reglunni um jafnan aðgang hafa öll aðildar­ríki ESB ótvíræðan rétt fyrir fiski­skip sín til veiða á öllum miðum aðildar­ríkjanna innan 200 mílna markanna.246
  • Sá aðgangur er þó ekki ótak­markaður því reglur sambandsins um ákvörðun hámarks­afla og úthlutun afla­heimilda til aðildar­ríkjanna fela í sér „veigamikla takmörkun á megin­reglunni um jafnan aðgang“ þar sem fiskiskipum er einungis heimilt að veiða á þeim svæðum og úr þeim stofnum sem afla­heimildirnar eru bundnar við.[247]
  • [Bls. 97:]
  • Aðildarríkjunum er einnig heimilt að takmarka veiðar á svæðinu út að 12 mílum við eigin skip,[248] auk þess sem veiðar á nokkrum öðrum svæðum eru takmarkaðar vegna verndar­sjónarmiða.[249] Þá er aðildar­ríkjum heimilt að grípa til neyðar­ráðstafana og setja reglur til verndar fiski­stofnunum þegar ákveðnir fiskistofnar eða fiskimið eru í verulegri hættu og talið er að tafir myndu leiða til tjóns.[250] Loks ber að nefna að aðildarríkjum er heimilt að grípa til ráðstafana sem miða að verndun og stjórnun fiskistofna þegar um er að ræða fiskistofna sem eru staðbundnir og varða eingöngu skip frá viðkomandi aðildarríki. Þessar ráðstafanir verða þó að vera í samræmi við markmið sameiginlegu sjávar­útvegs­stefnunnar og mega ekki ganga lengra en löggjöf ESB segir til um."[251]

NEÐANMÁLSGREINAR við tilvitnaða textann hér fyrir ofan, í sama riti:

244 Sbr. m.a. 5. gr., 6. gr. og 7. gr. reglugerðar ráðherraráðsins nr. 2371/2002.

245 Sbr. 2. mgr. 37. gr. Rómarsáttmálans. Hingað til hafa eingöngu verið settar reglugerðir á sviði sjávarútvegs, en ekki tilskipanir. Það er meginregla að stofnanir ESB hafa valdheimildir til að setja reglur á sviði sjávarútvegs. Í dómi gegn Bretlandi nr. 804/79 kom fram að þótt ráðið hefði ekki sett reglur á því sviði sem valdframsal aðildarríkjanna tekur til hefðu aðildar­ríkin ekki heimild til að setja reglur á viðkomandi sviði. Því var einnig slegið föstu að vald til þess að setja reglur um verndar­ráðstafanir á hafinu féllu að öllu leyti undir valdsvið stofnana ESB en ekki undir valdsvið aðildar­ríkjanna.

246 Sbr. 17. gr. reglugerðar ráðherraráðsins nr. 2371/2002.

247 Óttar Pálsson og Stefán Már Stefánsson (2003), bls. 53-54.

248 Sbr. 1. mgr. 9. gr. og 2. mgr. 17. gr. reglugerðar ráðherraráðsins nr. 2371/2002.

249 Sérstakar reglur gilda t.d. í kringum Hjaltlandseyjar og Orkneyjar og um veiðar í Miðjarðarhafi og Eystrasalti.

250 Sbr. 8. gr. reglugerðar ráðherraráðsins nr. 2371/2002. Þessar ráðstaf­anir mega ekki vara lengur en 3 mánuði og þarf aðildarríki m.a. að tilkynna þær til framkvæmda­stjórnarinnar, sem þarf að samþykkja verndar­aðgerðirnar, breyta þeim eða hafna innan 15 vinnudaga frá tilkynningu.

251 Sbr. 10. gr. reglugerðar ráðherraráðsins nr. 2371/2002." (Tengsl Íslands og Evrópusambandsins, með undirtitlinum "Skýrsla Evrópunefndar um sam­starf­ið á vettvangi EES og Schengen og um álitaefni varðandi hugsan­lega aðild Íslands að Evrópu­sambandinu", forsætis­ráðuneytið, Rv. 2007, bls. 96-97, allar feitletranir mínar, JVJ.)

Og hér er margt fyrir Esb-sinnana að læra og tileinka sér!

Svo mæta hér Esb-erindrekar frá Möltu sem reyna að "heilaþvo" fullveldis-sinnaðan alþingismann, Vigdísi Hauksdóttur, með þeim orðum, að "Íslendingar þyrftu ekki að óttast neitt; lausn myndi finnast á sjávarútvegsmálum"!!!

En það er í 1. lagi ljóst, að "samkvæmt meginreglunni um jafnan aðgang hafa öll aðildarríki ESB ótvíræðan rétt fyrir fiskiskip sín til veiða á öllum miðum aðildarríkjanna innan 200 mílna markanna," í 2. lagi, að sú hugmynd sumra, að fiskveiðilögsaga, sem snerti ekki lögsögu annarra Esb-ríkja, sé alveg sér á báti og falli ekki undir þessa meginreglu, er einfaldlega villuhugmynd, sem hvergi sér stað í lögum Esb., og í 3. lagi, að Malta fræðir okkur ekkert um að óhætt sé að sogast inn í Evrópusambandið.

VIÐAUKI

Í þessu mikilvæga plaggi: FISKVEIÐISTEFNA ESB OG KVÓTAHOPP (utan­ríkis­ráðuneytið, ágúst 2008), kom m.a. þetta fram (auðk. hér, jvj):

  • "Jafn aðgangur að hafsvæðum og auðlindum hafsins er megin­regla í fiskveiði­stefnu Evrópusambandsins. Meginreglan um jafnan aðgang (equal access) hefur gilt frá árinu 1970 þegar fyrsta reglugerð ESB um sjávar­útvegs­mál var samþykkt, [Nmgr.1: Reglugerð 2141/70 um sameiginlega stefnu í uppbygg­ingu sjávar­útvegsins, 5. gr.] en hún kemur nú fram í 1. mgr. 17. gr. grunnreglugerðar 2371/2002. [Nmgr.2: 1. mgr. 17. gr. grunn­reglugerðar 2371/2002 segir: Fiskveiðiskip sambandsins skulu hafa jafnan aðgang að haf­svæð­um og auðlindum á öllum haf­svæð­um sambandsins öðrum en þeim sem vísað er til í 2. mgr. (sérregla sem gildir innan 12 sjómílna lögsögu aðildar­ríkjanna) að virtum þeim reglum sem settar eru samkvæmt 2. kafla (hér er vísað til hvers konar verndar­ráðstafana).] Eftir 1983 hefur meginreglan um jafnan aðgang sætt verulegum takmörkunum en það ár var heildarstefna í sjávar­útvegs­málum lögfest með þremur reglu­gerðum ..." [Bls. 2, nánar þar, en þessar reglu­gerðir myndu ekki veita okkur neinn einka­rétt hér, þær horfa aðeins til stofn­verndunar og fiskveiði­takmarkana Esb. (innsk. JVJ)]
  • "Við aðild Íslands að ESB yrðu fjárfestingar annarra ESB borgara og fyrirtækja í íslenskum sjávarútvegi heimilar. Ekki mætti mismuna erlendum aðilum í óhag, enda ættu allir að sitja við sama borð." (Bls. 9.)
  • Með brezkri löggjöf árið 1983 var í varnarskyni fyrir sjómenn þar kveðið á um, að a.m.k. 75% hverrar fiskiskips-áhafnar "skyldi vera búsett í Bretlandi. Á þetta reyndi í Agegate-málinu," og var farið með það í Evrópudómstólinn, sem taldi "að með þessu væri brotið gegn ESB-rétti því þetta færi gegn tilgangi og markmiðum landskvótakerfisins." (Bls.5.)
  • "Evrópudómstóllinn úrskurðaði í s.k. Factortame-máli að umrædd skilyrði bresku laganna [annarra brezkra laga, innsk. jvj] um búsetu eða ríkisfang væru andstæð lögum Evrópusambandsins, einkum 43. gr. Rs. (áður 52. gr.)[Rs. = Rómarsáttmálinn] um rétt þegns og fyrirtækja til að stofna og starfrækja sjálfstæðan atvinnurekstur í öðru aðildarríki og einnig 294. gr. Rs. (áður 221. gr.) sem varðar jafnan rétt til fjárfestinga í félögum. Dómstóllinn tók jafnframt fram að heimilt væri að setja reglur um fiskiskip sem gerð eru út frá aðildarríkjunum, en óheimilt væri að tengja þær á einhvern hátt lögheimili eða þjóðerni eigenda útgerðar." (Bls. 6.)
  • "Rétturinn til að búa, starfa og fjárfesta hvar sem er í Evrópu­sambandinu er grundvöllur samstarfs aðildar­ríkjanna og því gefst lítið svigrúm til að banna einstakl­ingum og fyrir­tækjum að fjárfesta í sjávar­útvegs­fyrirtækjum annarra aðildar­ríkja." (Bls. 7.)

Um allt þetta má lesa mun nákvæmar og í fleiri atriðum í nefndri samantekt, sem er nú ekki nema tæplega 8 bls. texti + efnisyfirlit + heimildaskrá. Ég tel þó ekki nógu varlega ályktað þar sums staðar um áhættuna af því að Ísland láti sogast í Evrópusambandið.

Jón Valur Jensson.

Áður birt á Moggabloggi höfundar 13. marz 2012, en er í jafngóðu gildi og þá.

Varðandi könnun MMR (sjá fréttartengil á Mbl.is hér neðar) má geta þess, að MJÖG hlynntir "aðild" að Evrópusambandinu eru nú í maí 2016 einungis 9,5% landsmanna skv. þeirri skoðanakönnun, en MJÖG andvígir eru 31,7%, meira en þrefalt fleiri. Þess vegna er þeim mun furðulegra að forsetaframbjóðandinn Guðni Th. Jóhannesson ljái máls á því að Ísland verði partur af þessu stór­veldi og nefni ranglega sem "kost", að þá getum við losnað við krónuna!* (Sjá hér: Guðni Th. Jóhannesson er ekki einarður verjandi landsréttinda.)

* Margir segjast hafa það á móti krónunni, að henni fylgi háir vextir, en það er ekkert lögmál, að svo hljóti að vera, heldur er bankastjórn Seðlabankans (og þar með ríkisstjórn og Alþingi) ábyrg fyrir okurvaxtastefnunni, sbr. einnig upp­lýsingar frá Má Wolfgang Mixa í þessari samantekt: Hærri raunvextir hér en í nágrannaríkjum hafa ekkert með gjaldmiðil okkar að gera. -JVJ.


mbl.is Rúmur helmingur á móti inngöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband