26.4.2016 | 02:24
Sundurlyndi meðal brezkra íhaldsmanna í Brexit-málum kemst á nýtt stig
Theresa May, innanríkisráðherrann, segir Mannréttindasáttmála Evrópu draga úr öryggi Bretlands og að Bretar ættu að segja sig frá honum.
Hún bendir á viss skaðleg áhrif sáttmálans:
May sagði að það væri mannréttindasáttmálinn frekar en Evrópusambandið sem hafi tafið brottvísun öfgamannsins Abu Hamza frá Bretlandi um fleiri ár og kom næstum því í veg fyrir brottvísun íslamistans Abu Qatada.
Mannréttindasáttmálinn getur bundið hendur þingsins, hann bætir engu við hagsæld okkar, hann gerir okkur minna örugg með því að koma í veg fyrir brottvísun hættulegra erlendra ríkisborgara og hann gerir ekki til að breyta viðhorfum ríkisstjórna eins og þeirrar í Rússlandi þegar kemur að mannréttindum, sagði May í ræðu sem var ætlað að tala fyrir áframhaldandi veru Breta í ESB.
May hefur verið nefnd sem eftirmaður Davids Cameron forsætisráðherra, sem leiðtogi Íhaldsflokksins. Er ræða hennar talin hafa verið átt að vera mótvægi við baráttu Camerons fyrir því að Bretar haldi sig í ESB. (Mbl.is)
En hún fullyrðir að Bretar ættu ekki að ganga úr ESB, heldur segja sig frá Mannréttindasáttmálanum og lögsögu hans. En þar með myndi reyndar Bretand hætta að uppfylla kröfu ESB um að meðlimaríkin viðurkenni sáttmálann.
Þótt ummæli hennar hafi mætt harðri gagnrýni, einkum úr Verkamannaflokknum, er vitað, að fjölda manns ofbýður, hvernig jafnvel þekktir öfga- og æsingamenn í röðum múslima hafa fengið að þrífast á brezka velferðarkerfinu í skjóli lagaverndar og þiggja mörg hundruð þúsunda króna í húsnæðis- og barnabætur.
JVJ.
Bretar segi sig frá mannréttindasáttmálanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 02:32 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.