Stiklað á stóru í sögu fullveldis okkar, úr Reykjavíkurbréfi í dag

"... Landhelgismörk voru færð út. Enginn annar hafði haft hugsun á því.* Stórþjóðir höfðu skrapað mið upp í landsteina.** Þær sömu og kjánar treysta nú betur fyrir ís­lensk­um hagsmunum en Íslend­ing­um sjálfum. Lög­gjöf var lög­uð að ís­lensk­um þörfum ..."

Sannarlega er það það engin tímaskekkja hjá höfundi Reykjavíkurbréfs að beina spjótum sínum að þeim Íslendingum, sem vilja treysta forráðamönnum annarra landa betur fyrir okkar hagsmunum heldur en þeim fulltrúum okkar sem við sjálf kjósum til forræðis okkar mála, á Alþingi og þar með á ráðherrastólum og einnig á Bessastöðum. Þeir voldugu ráðamenn innan Evrópusambandsins eru sporgöngumenn valdamanna sem iðulega hafa beitt okkur valdi, með við­skipta­þvingunum, jafnvel hafnbanni íslenzkra fiskiskipa og með hryðjuverkalögum.

En jafnvel nýrri í sögunni eru hótanir og þvinganir Evrópusambandsins sjálfs gagnvart okkur og Færeyingum í makríldeilunni. Einnig í Icesave-deilunni þurftu stjórnvöld hér að kljást við þvinganir ESB og stuðning þess (jafnvel allt inn í EFTA-dómstólinn) við kröfugerð Breta og Hollendinga á móti okkur í því máli.

Það er því greinilega mikil einfeldni á bak við hugsun eða hugsunarleysi þeirra manna, sem vilja leggja öll okkar helztu ráð í hendur valdamanna gömlu, evrópsku stórveldanna og fulltrúa þeirra í Brussel.

* Hér er greinilega átt við Dani.

** Bretar, Frakkar, Þjóðverjar, Belgar (11,2 millj. í dag) og Hollendingar (16,9 millj. í dag).

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband