19.2.2016 | 13:34
Gott að Samfylking sjái ljósið - eða a.m.k. smá-skímu
Nú hafa tveir forystumenn Samfylkingar, formaðurinn Árni Páll og Helgi þingflokksformaður, sem fýsir að verða formaður, viðurkennt mistök flokksins með einhliða ofuráherzlu á ESB og evruna ásamt hlutdrægum bölmóði um íslenzkt efnahagslíf.
Mistök eru til þess að læra af. Kreppa stjórnmála og ekki síst okkar jafnaðarmanna er ekki séríslensk þótt hún djúp sé hér. Hún er sprottin af þeirri tilfinningu fólks að peningaöflin ráði, stjórnmálamenn séu í stjórnmálum bara sjálfra sín vegna og flokkarnir svíki gefin loforð, segir Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, í yfirlýsingu sem hann hefur sent til fjölmiðla í kjölfar þess að hann tilkynnti framboð til formennsku í flokknum (leturbr. jvj).
Það dugar ekki að bíða eftir evrunni, heldur þarf Samfylkingin skýra stefnubreytingu. Við eigum að halda aðildarumsókninni að ESB á lofti, segir Helgi, en hætta að segja að allt sé ósanngjarnt og verði áfram óhóflega dýrt á meðan við höfum okkar veikburða gjaldmiðil.
Takið eftir, að enn hangir hann í því að tíunda meintan veikleika krónunnar, í stað þess að viðurkenna a.m.k. sveigjanleika hennar um leið, og vill halda aðildarumsókninni áfram, NOTA BENE: ekki viðurkenna, að hún hafi verið dregin til baka! Við vitum sem sé, hvernig Helgi myndi reynast í því máli, yrði hann foringi Samfylkingarinnar gera allt til að liðka fyrir sem sneggstri innlimun í stórveldið!
Við megum ekki fresta því að breyta kerfinu þangað til við fáum alvöru gjaldmiðil [sic], segir Helgi ennfremur í sömu yfirlýsingu.
En þótt það sé prýðilegt að Samfylking sjái a.m.k. smá-skímu þessa dagana og ætli sér ekki að halda áfram gamla söngnum um að nánast allt sé hér ómögulegt, eins og það hafi verið rök fyrir innlimun í stórveldabandalag, þá skulum við samt hafa auga með því, hvað valdamenn í þessum hnignandi flokki ætla sér og ekki þá síður vegna þess, að nýja formannsefnið vill sameinast Pírötum og "Bjartri framtíð" og trúlega véla það fólk inn í Brusseláhugamál sitt.
Engin Evrópusambands-innlimunarstefna má eiga hér upp á pallborðið hjá íslenzkri þjóð; við stefnum sjálf að okkar eigin björtu framtíð með vinnusemi og okkar ágætu krónu sem smám saman hefur gert Ísland að alvöru-ferðamennskulandi, ríkissjóði og sveitarfélögum og okkur öllum til mikils tekjuauka. Með tímanum (eins og hefur sýnt sig) getum við svo vel sniðið marga agnúana af okkar efnahags- og peningamálum og gefið almenningi miklu betri hlut í batanum með því að útdeila gróða nýju bankanna af því að hafa keypt kröfur hrundu bankanna á spottprís. Og nú þegar, frá síðustu áramótum, hefur ríkisstjórnin fært niður verðlag á ýmsum vörum með niðurfellingu tolla en það er nokkuð sem við værum ekki sjálfráð um, ef við værum í Evrópusambandinu!
Jón Valur Jensson.
Ekki hægt að bíða eftir evrunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:11 | Facebook
Athugasemdir
Mikið er nú gott að Helgi skuli ætla að hætta að níða niður land og þjóð og allt sem íslenskt er og nota það ásamt verðtryggingunni sem svipu til að knýja okkur nauðug inn í Evrópusambandið.
Með yfirlýsingu Helga ásamt útspili Árna Páls hefur nú verið viðurkennt að þetta eru bullrök sem Samfylkingin hefur verið að nota í þeim tilgangi einum að reyna að plata fólk til að halda að ESB sé einhver lausn.
Guðmundur Ásgeirsson, 19.2.2016 kl. 13:43
Þakka þér mjög gott innlegg sem oftar, Guðmundur.
Samtök um rannsóknir á ESB ..., 19.2.2016 kl. 13:55
Það hefur nú aldeilis tekið tímana tvenna fyrir forustulið Samfylkingarinnar að átta sig á því að það sem þeir eru búnir að vera berjast fyrir frá því sá flokkur var stofnaður er eitt stórt klúður. Nú þurfa leifarnar af SF að átta sig á því að flokkurinn þeirra, sem hefur haft eitt málefni á stefnu skrá sinni, er búinn að glata stefnu sinni.
Hugsið ykkur ef við hefðum nú álpast inn í ESB fyrir tilstilli og þrýstni forystu Fylkingarinnar, hvar ætli við sem þjóð stæðum í dag mitt í öllu ESB klúðrinu og þeirri upplausn sem þar á sér stað akkúrat núna?
Við höfum, blessunarlega, enn haft íslensku krónuna okkar sem hefur hjálpað okkur út úr krísunni sem yfir okkur dundi, í stað þess að vera á sama plani og Grikkir sem sjá ekki út úr augum vegna efnahagslegra erfiðleika.
Ég verð nú að segja að það er aðdáunar vert og þó kannski ekki, að nokkur maður vilji taka að sér að gerast formaður í flokki sem hefur klúðrað öllum sínum málum eins og SF hefur gert. Að nokkur vilji taka það að sér að halda áfram á þeirri braut, að búa til nýja stefnu sem klúðra megi. Ekki það að ég óski Helga Hjörvari eða nokkrum öðrum að lenda í slíku feni, en að mínu viti hefur lítið gagnlegt komið frá flokki hans, eins og skoðanakannanir benda til að almenningur er farinn að átta sig á. Meira að segja eru vonarstjörnur flokksins farnar að yfirgefa sökkvandi skipið.
Tómas Ibsen Halldórsson, 19.2.2016 kl. 14:04
Þakkir fyrir fróðlegt innleggið, Tómas! Og gleymum ekki nágrönnum okkar, Írum, sem voru af ESB knúnir til að taka á sig fjárhagsbyrðar vegna bankanna, sem töfðu endurreisn þeirrar þjóðar eftir hrunið mun lengur en okkur hér á sjálfstæða Íslandi. --JVJ.
Samtök um rannsóknir á ESB ..., 19.2.2016 kl. 14:17
Já, mér fannst ekki þurfa að telja upp öll hin löndin, en rétt er það að Grikkir eru langt í frá að vera eina þjóðin í ESB sem hefur lent í klóm þeirra sem öllu ráða þar innandyra en enginn hefur kosið til þess að sinna málefnum sambandsins.
Tómas Ibsen Halldórsson, 19.2.2016 kl. 14:29
Þetta er mikil herkænska að slaka á Evrópusambandsdraumum þegar vitað er að þeir eru stopp og munu hvergi komast fyrr en búið er að liða sundur stjórnarskranna til að gera okkur bæði hæf til inngöngu og opna á kafla sem varða framsal.
nú eru þeir komnir með forgangsröðina. Nú mun áherslan lögð á stjórnarskrárbreytingar til að greiða götuna. Þetta hefur alltaf verið sama málið, en þeir byrjuðu á vitlausum enda síðast og urðu heimaskítsmát. Fylgist nú með komandi stjórnarskrárlýðskrumi.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.2.2016 kl. 16:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.