Baktjaldamakk Samfylkingar um ESB-umsóknina þarf að koma algerlega upp á yfirborðið

Árni Páll: "Við byggðum aðildarumsókn að ESB á flóknu baktjalda­samkomu­lagi, sem aldrei hélt, í stað þess að fá skýrt umboð frá þjóðinni til að fara í aðildar­viðræður, sem hefði bundið alla flokka við umsóknar­ferlið." Hann flokkar því Össurar­umsóknina sem "mistök".*

Merkilegt að uppgötva þetta svona eftir á. Og nú á Árni það eftir, eins og bent var á í leiðara Morgunblaðsins í dag, að lýsa því fyrir okkur með nákvæmum, sannsöglum hætti, hvernig þetta mikla baktjalda­samkomu­lag varð til, hverjir voru þar aðalleikendur, innlendir eða erlendir, og hvort einstaklingar úr öðrum flokkum en Jóhönnustjórnarinnar komu þar við sögu; ennfremur út á hvað þetta baktjaldasamkomulag gekk – hvort til dæmis skyldi fyrir alla muni forðazt, að þjóðin yrði spurð ráða.

Ennfremur var þetta meðal þeirra helztu mistaka sem Árni Páll nefndi í frægu bréfi sínu í gær:

"Skuldir heimilanna Þegar fólk var að drukkna í skuldafeni tókum við að okkur í of ríkum mæli að útskýra fyrir fólki að það ætti að borga skuldir sínar, í stað þess að taka okkur stöðu með fólki gegn fjármálakerfi.

Icesave  Við studdum samning um Icesave sem varði ekki ítrustu hagsmuni þjóðarinnar og mæltum gegn þjóðaratkvæðagreiðslu um hann."

Sannarlega var kominn tími til sannleiksuppgjörs í Samfylkingunni við hennar arfaslappa feril í Icesave- og ESB-málum. En seint mun Árna Páli takast að fá samþingmenn sína í SF alla til að iðrast. Hætt er við, að nú verði hangið í þögn að hætti Oddnýjar Harðardóttur og afneitun á borð við undanfærslur og nýskáldskap Steingríms J. Sigfúsonar í Icesave-málinu og raunar í fleiri mjög viðkvæmum fjármálum fyir hann.

Árni Páll hefur óneitanlega hreinni skjöld í sumum þessum málum en sam­ráðherrar hans fyrrverandi. Þannig léði hann fyrstur manna í stjórnarliði Jóhönnu máls á því að snúa við blaðinu í Icesave-málinu eftir á.

* Reyndar var Árni Páll einn meðal fárra sem gerðu sér grein fyrir því, að Össurar-umsóknin var, eins og á henni var haldið, beint stjórnarskrárbrot, sbr. hér: Árni Páll Árnason minnir óvart á að ESB-umsókn Össurar og hans eigin flokks var ólögmæt!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Bréf Árna Páls kom á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er ekki flókið. Baktjaldamakkið folst í að treysta á lélegt akammtímaminni þjóðarinnar og ýta undir misminnið m.a. Með því að láta líta svo út fyrir að Stjórnarskrármálið og ESB umsóknin væru aðskilin mál.

http://www.visir.is/stjornarskra-breytt-fyrir-esb-adild/article/200938564492

Þetta var þó sama mál frá upphafi.

Árið 2009 átti að ganga í sambandið að undangengnum breytingum á stjórnaskrá þar sem krækt yrði framhjá ákvæðum sem krefjast tveggja þinga samþykkis, með því að láta breytingarnar vera háðar þjóðaratkvæði. Leitað var til Feneyjanefndarinnar um álit á því hverju þyrfti helst að breyta og var það álit klárt 2010. Í millitíðinni kom framsókn með skilyrði fyrir stuðningi við stjórnina sem boðuðu að stjórnlagaþing yrði haldið og að grasrótin reði breytinum. Við þekkjum svo öll sirkusinn sem á eftir fylgdi.

Til að hægt væri að opna kafla er vörðuðu framsal valds og að gera okkur gjaldgeng til inngöngu þurfti að breyta ákvæðum í stjórnarskrá er þetta varðaði. (Þetta aðalatriði var aldrei nefnt í svokölluðum kosningum um stjornarskrá, en var forpantað atriði (7) í lögum um stjórnlagaráð)

eftir mikið drama og svíningar þar sem m.a. Var litið framhjá úrskurði hæstaréttar um kosningar til stjórnlagaþings, þá var skipað stjornlagaráð sem síðar kom með tillögur að breytingum, sem áttu að vera samkvæmt nefndri forskrift Feneyjanefndarinnar. Þessi drög voru send Feneyjanefndinni til yfirferðar og skilaði hún áliti sínu á þeim 2013 sem í stuttu máli sagði drögin omöguleg og engu betri en gamla stjórnarskráin hvað varðar lykilþætti um framsal valds. Þ.e. Of margir fyrirvarar á framsalsákvæðum.

meðan svo var, var ekki hægt að opna kafla er framsalið vörðuðu og því voru aðlögunarviðræður sjálfkrafa stopp. Þetta varð til þess að bæði málin féllu dauð í sömu andrá og stjornin runnin út á tíma.

Þetta var aldrei viðurkennt og aðeins rætt um hlé. Reynt var að halda áfram í þá von að fólk tryði því að þetta væru tvö aðskilin mál. Það virðist hafa heppnast því enn er þrasað um nýja stjórnarskrá vitandi það að án valdaframsals í stjórnarskrá er ekki hægt að halda aðlögunarviðræðum áfram.

Til að sjá í gegnum þennan moðreyk lýðskrums verður fólk að muna og vita að ESB umsóknin og stjörnarskrármálið eru sama mál.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.2.2016 kl. 18:43

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Menn geta svo spurt sig af hverju ESB vildi ekki birta rýniskýrslur sínar og af hverju mönnum var ekki mikið í mun að fá þær fram. Þar hefði nefnilega komið fram á hverju steytti, nefnilega framsals valds í stjórnarskrá.

Öll gögn á að vera hægt að finna á vef utanríkisráðuneytisins, framvinduskýrslur sem og álit stjórnarskrárnefndar ESB feneyjanefndarinnar 2010 og 2013. Þar vantar þó enn rýniskýrslurnar. Þær hefur Össur séð ásamt fleirum, en þær eru of eldfimar til opinberunnar af því að þær spyrða þessi tvö mál saman svo ekki verður um villst. Áherslur á stjórnarskrárbreytingar má þó enn finna í áfangaskýrslum innan um torf skriffinskumáls.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.2.2016 kl. 19:12

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eitt af þessu baktjaldamakki var eftir því sem Atli Gíslason sagði að á sama tíma og Steingrímur Joð varð að fullvissa kjósendur sína um að þeir myndu aldrei samþykkja inngöngu í ESB var hann á sama tíma að makka við Jóhönnu um að samþykkja inngöngu. Ef þetta er ekki kosningasvik og lygamörður þá veit ég ekki hvað. En gott að fá þetta svona algjörlega upp á yfirborðið, því alltaf eru kjánar sem trúa öllu sem við þá er sagt, og svo kemur þetta bara i ljós eins svo við vorum að reyna að segja.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.2.2016 kl. 20:24

4 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Heilar þakkir, Jón Steinar, fyrir þín mjög svo athyglisverðu innlegg hér.

Þakkir líka, Ásthildur, fyrir þín orð, samanber pistil hér í janúar sl.: Steingrímur J. Sigfússon sveikst aftan að þjóðinni með kosningaloforði sínu í Sjónvarpi kvöldið fyrir kjördag 2009 (myndband afhjúpar hann!)

JVJ.

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 12.2.2016 kl. 20:47

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Héraðsdóms og Hæstaréttar-lögmenn verða að læra þá siðferðisverjandi lögleið, að fara eftir stjórnarskrá ríkisins.

Ef lögmannaklíkan og dómaraklíkan lærir ekki að fara eftir stjórnarskrá ríkis, þá er sama hvað sú stjórnarskrá heitir.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.2.2016 kl. 23:20

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jón Steinar.

Takk fyrir að negla naglann á höfuðið.

Hafðu hamarinn tilbúinn í þeirri umræðu sem er framundan.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.2.2016 kl. 00:21

7 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

 Já,við þurfum að sjá við ""klækjarefunum"" bros.

Halda fast í bann við valdaframsali.

Grasrótin er komin á netið.

Leita að góðum gildum, þá finnast þau.

Egilsstaðir, 13.02.2016  Jónas Gunnlaugsson

http://jonasg-egi.blog.is

Jónas Gunnlaugsson, 13.2.2016 kl. 08:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband