Vanhagar okkur um ESB-umsóknarkonu á Bessastaði? Katrín Jakobsdóttir snuðaði þjóðina og sveik kosningaloforð í ESB-máli

Vilji menn eitilharða fylgiskonu þess að Ísland stefni inn í Evrópu­sam­bandið, geta þeir kosið Kat­rínu. Í einu og öllu þjónaði hún Stein­grími J. og Jóhönnu í því máli 2009 þvert gegn auglýstri stefnu eigin flokks, Vinstri grænna, fyrir kosn­ing­arnar 2009. Harka hennar í þágu Össurar-umsókn­arinnar sést af þessu:

1) Um breytingar­tillögu Vigdísar Hauksdóttur: að hagsmunir al­menn­ings og atvinnulífs yrðu tryggðir í aðildar­viðræðum, sérstaklega sjávar­útvegs og land­búnaðar, og að fullveldi og óskorað forræði Íslend­inga yfir auðlindum þjóðar­innar yrði grund­vallar­krafa í viðræð­unum, um þetta greiddi Katrín atkvæði þvert á móti.

2) Um breytingartillögu Bjarna Benediktssonar og Þorgerðar Katrínar Gunn­ars­dóttur um þjóðaratkvæða­greiðslu innan þriggja mánaða um þings­álykt­unar­tillöguna greiddi Katrín Jakobsdóttir atkvæði á móti. Hún vildi sem sé ekki leyfa þjóðinni að segja álit sitt á því að hefja þetta umsóknarferli, sem hefur bæði kostað okkur mikið og sett störf Alþingis í uppnám og herkví á stundum og er enn til vandræða og hangir eins og sverð yfir fullveldis­hagsmunum þjóðarinnar.

3) Um þingsályktunartillöguna sjálfa, um aðildarumsókn að Evrópu­sambandinu,* greiddi Katrín atkvæði með henni.

Katrín Jakobsdóttir flutti ræðu á fullveldis­hátíð Heimssýnar í Gerðarsal í Kópavogi 1. desember 2008, að því er virtist til að gefa þar í skyn, að hún væri býsna mikið á línu með þeim samtökum gagnvart ESB og að vert væri fyrir fundarmenn að gefa henni atkvæði í komandi alþingis­kosningum. Í ljósi gerða hennar rúmu hálfu ári síðar virðist sem hún hafi þar verið að narra fundarmenn eða slá ryki í augu þeirra um raunverulega stöðu hennar. Hafi hún þá verið á móti ESB-umsókn, er ljóst, að hún sýndi enga sjálfssamkvæmni né trúnað í því máli, þegar á reyndi, þvert á móti gekk hún þveröfuga leið og tók þar ekki einu sinni í mál að bera þessa umsókn undir þjóðina fyrir haustið 2009!

Katrín er því enginn valkostur fyrir fullveldissinna að styðja, ekki frekar en Steingrímur J. Sigfússon, fyrrum formaður hennar, sem gekk á undan með ljótu fordæmi um að svíkja sín kosningaloforð með greypilegum hætti sumarið 2009.

Það er því öfugsnúið í hæsta máta að ímynda sér, að upplýstir, þjóðhollir Íslendingar, trúir fullveldi landsins, geti fengið það af sér að styðja Katrínu Jakobsdóttur til embættis forseta Íslands. Við kjósum ekki stjórnmálamenn til mestu ábyrgðarstarfa út á bros þeirra, heldur orð og efndir og tryggð við lýðveldið.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Katrín nýtur mestra vinsælda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Já, betra forsetaefni ætti að finnast í þjóðardjúpinu en litlausa, hentistefnukonu sem hugsar fremst um eigin hag.

Þá er önnur kona álitlegri, Lilja Mósesdóttir, margir mundu hana vilja kveðið hafa bjóði hún þjóðinni krafta sína.

Gústaf Adolf Skúlason, 24.1.2016 kl. 14:21

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Heill og sæll, félagi. Já, ég hefði haldið, að treysta mætti Lilju betur en Katrínu í þessum málum, en að athuguðu máli, varðandi afstöðu þingmanna til málsins í reynd í júlí 2009, um atriði 1) til 3) hér ofar, þá kemur í ljós, að um allar þær þingtillögur greiddi Lilja Mósesdóttir atkvæði á nákvæmlega sama hátt og Katrín Jakobsdóttir!

Ég hef því sjálfur ennþá þriðju konuna, ónefnda, miklu fremur í huga sem góðan frambjóðanda til forsetakjörs.

Jón Valur Jensson, 24.1.2016 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband