Brezkur almenningur fráhverfur ESB

Sumar þjóðir hafa skriðið inn í Evrópusambandið á naumari meirihluta en þeir Bretar hafa nú, sem eru fylgjandi úrsögn úr sama yfirríkjasambandi (53%:47%). Yrði kosning nú, væri þó viðbúið, að gríðarlegt áróðursfé myndi streyma bæði inn í Bretland og frá hagsmunaaðilum þar til að koma í veg fyrir úrsögn landsins.

En það er ekki frækileg frammistaða Evrópusambandsins sem er ástæða niðurstöðu þessarar nýju skoðanakönnunar sem fyrirtækið Survation gerði fyrir Mail on Sunday, enn einnar könnunar sem staðfestir sömu þróun.

Undarlegt er, að enn skuli vera uppi þeir menn á Íslandi sem vilja smeygja landsmönnum sínum undir klafa þessa ofurríkjabandalags sem hefur t.d. stofnun hers og skattahækkanir á verkefnaskrá sinni nú um stundir, sem og stórlega íþyngjandi og hættulegt innistæðutryggingakerfi sem sumir sofandi þingmenn hérlendis virðast jafnvel vilja innfæra í íslenzka löggjöf. Það má aldrei gerast.

20% aðspurðra tóku ekki afstöðu í þessari könnun dag­ana 14.-16. janú­ar.

JVJ.


mbl.is 53% vilja úr Evrópusambandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband