Fimm fyrrv. ráđherrar hafa veriđ nefndir í tengslum viđ forsetaframbođ, en enginn ţeirra bođiđ sig fram

Guđni Ágústsson er einn ţessara manna, Katrín Jakobsdóttir, for­mađur VG, er önnur, en hinir Davíđ Oddsson, Jón Bjarnason og Ragn­ar Arnalds.
 
Í ljósi ţess, ađ dýrmćtast er ađ fá fullveldissinna á forsetastól, verđur ađ segjast eins og er, ađ úr ţessum hópi koma fjórir hikstalaust til greina, ţ.e. allir utan Katrín, sem tók ţátt í ESB-umsókn Össurar og Steingíms J., ţvert gegn ótvírćđu kosningaloforđi ţess formanns Vinstri grćnna á ţeim tíma. Sá dýrkeypti verknađur Steingríms er ţó engin ástćđa til ađ útiloka fyrir fram alla vinstri menn sem óalandi og óferjandi í fullveldismálum, og ţess vegna er ţeim mun ánćgjulegra ađ geta nefnt hér tvo öfluga fullveldissinna af vinstra kanti stjórnmála, Ragnar Arnalds og Jón Bjarnason. Eru báđir afar vel máli farnir og hvorugur ţeirra mjög langt til vinstri.
 
Af hćgri síđu hefur Davíđ Oddsson trúlega mesta reynslu sem stjórn­mála­mađur, ţ.e. sem borgarstjóri og sem forsćtisráđherra lengst allra Íslendinga. Mjög eindregin, margítrekuđ afstađa međ fullveldisréttindum landsins í leiđurum Morgunblađsins, ţar sem Davíđ er ađalritstjóri, tekur af öll tvímćli um afstöđu hans gegn inntöku lands og ţjóđar og fiskimiđa landsins í Evrópusambandiđ. Jafnvel í nýafstađinni netkönnun Útvarps Sögu, sem á sér marga vinstri sinnađa hlustendur og ţar sem agiterađ hafđi veriđ fyrir einum slíkum sérstaklega, sem jafnframt býđur sig fram, fćr Davíđ ţó nćstflest atkvćđi (og án frambođs!).
 
Hér til mćtti einnig nefna fleiri fyrrverandi ráđamenn, s.s. tvo fyrrv. mennta­málaráđherra, Ingvar Gíslason og Björn Bjarnason, en sá síđarnefndi varđ síđar dóms- og kirkjumálaráđherra, og ţađ var einnig Sólveig Péturs­dóttir, sem helzt kvenna kemur hér til greina úr ţessum hópi.
 
Vitaskuld koma margir ađrir en ráđherrar til greina í embćttiđ á Bessa­stöđum, og ekki hefur veriđ skortur á tilnefningum slíkra og tilkynningum um frambođ, en hitt er rangt, sem sumir telja, ađ bakgrunnur frambjóđenda megi ekki vera pólitískur. Góđ dćmi sanna annađ: Sveinn Björnsson, fyrsti forset­inn (1944-1952), hafđi ungur veriđ ţingmađur Reykjavíkur, og bćđi Ásgeir Ásgeirsson (forseti 1952-1968) og Ólafur Ragnar Grímsson (1996-2016) höfđu starfađ, hvor um sig, í tveimur stjórnmála­flokkum og gegnt ţar leiđandi stöđum. Njóta ţeir allir, auk Kristjáns Eldjárns (1968-1980) og Vigdísar Finnbogadóttur (1980-1996), virđingar vegna starfa sinna sem ţjóđhöfđingjar landsins.

Meginmál er aftur á móti hitt, ađ hér verđi ekki samţykkt stjórnarskrár­breyting sem geri framsal ríkisvalds til Evrópu­sambandsins auđvelt, á sama tíma og ţar sé tekiđ fyrir, ađ ţjóđin geti krafizt ţjóđaratkvćđis um ađ ganga úr ţví evrópska stórveldi. Ţađ slys má ekki verđa á nćsta kjörtímabili forseta Íslands, ađ ráđamenn landsins geti međ neinum hćtti fyrirgert fullveldisréttindum ţess í hendur erlends stórveldis. Ţá hefđu ţeir ţar međ gengiđ ţvert gegn baráttu Jóns Sigurđssonar fyrir landsréttindum okkar.
 
Ekki ţarf heldur ađ efast um, ađ ţorri ţjóđarinnar vill viđhalda lýđveldi okkar óskertu. Réttindi ţess, m.a. ţjóđréttarlega séđ, hafa líka veriđ grunnurinn ađ útfćrslu fiskveiđilögsögunnar hér úr ţremur í 200 mílur á ađeins 23 árum! (1952-1975). Eins og Ragnar Arnalds hefur mćlt svo réttilega, ţá sannađi ţađ, ađ "sjálfstćđiđ er sístćđ auđlind." Og ţetta hefur enn sannazt í makrílmálinu.
 
En viđ höfum nú ţegar reynslu af ţví, ađ ráđamenn á Alţingi hafa gengiđ ţvert gegn eindregnum ţjóđarvilja og ţjóđarhag: ţađ gerđu 3/4 ţeirra, ţegar kosiđ var um síđasta Icesave-frumvarpiđ. Ţess vegna mega menn ekki taka öryggi landsins og sjálfstćđi sem gefiđ, ţegar ţeir ganga til kosninga um nýjan ţjóđhöfđingja á ţessu ári. Ţađ ber ađ halda ţessari baráttu uppi á tveimur vígstöđvum: međ ţví ađ ganga tryggilega eftir ţví, hver afstađa frambjóđenda er til fullveldisréttinda landsins, og međ ţví ađ sporna gegn varhugaverđum breytingum á stjórnarskránni í ţví efni.
 
INNSKOT: Í ţessu birtist einnig ţjóđarvilji:
 
 
Sú var allan tímann afstađa herra Ólaf Ragnars forseta, ađ ţjóđinni er bezt borgiđ utan viđ Evrópusambandiđ. Megi sú heilbrigđa afstađa einnig fylgja nćsta eftirmanni hans á Bessastöđum.
 
Og ţetta eru dćmi um hina heilbrigđu ţjóđarafstöđu (sbr. einnig hér!):
 
Ţarna eru 7% nokkuđ andvíg + 67% mjög andvíg inngöngu Íslands í ESB, en 8% nokkuđ hlynnt + 15% mjög hlynnt inngöngu landsins í ESB. 74% standa ţannig međ fullum landsréttindum okkar, en ađeins 23% međ alvarlegri skerđingu ţeirra. Takiđ líka eftir hinum ólíku hlutföllum hinna mjög ákveđnu í báđum hópunum; einnig ţađ sýnir stađfestu ţjóđarinnar (mjög hlynntir inngöngu í ESB eru ţannig 4,5 sinnum fćrri en ţeir, sem eru mjög andvígir henni).
 
Jón Valur Jensson.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bjarni

Ţú veist ađ ţessar kannanir eru 4 ára gamlar er ţađ ekki?

Jón Bjarni, 7.1.2016 kl. 17:01

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ţriggja og hálfs árs.

Jón Valur Jensson, 7.1.2016 kl. 17:46

3 Smámynd: Jón Bjarni

Vćri ekki skynsamlegra ađ nýtast viđ nýrri kannanir?

Jón Bjarni, 7.1.2016 kl. 18:49

4 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Ţetta sýndi nú afstöđuna ađ fenginni rúmlega ţriggja ára reynslu af gjörđum og stefnu Jóhönnustjórnar. En ţađ er vissulega hćgt ađ birta hér niđurstöđur nýrri kannana. -JVJ.

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 7.1.2016 kl. 19:30

5 Smámynd: Jón Bjarni

Afhverju gerir ţú ţađ ţá ekki Jón?

Ţessi 67% eru t.d. komin niđur undir 50% síđan ţá.. Eđa skiptir ţađ ekki máli?

http://kjarninn.is/frettir/taepur-helmingur-landsmanna-a-moti-inngongu-i-evropusambandid/ 

Jón Bjarni, 8.1.2016 kl. 02:02

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband