12.12.2015 | 04:44
Ætlum við að lúta því, eftir 97 ára fullveldi, að ESB taki yfir landamæri Íslands?
Segi Ísland ekki senn upp Schengen-samningnum, sem ráðamenn í ESB kalla eins og svissneskan ost og að hluta í dauðadái, er líklegt að framkvæmdastjórn ESB fái hér fullveldis-skerðandi inngripsvald í landamæragæzlu,*
"telji hún að eitthvert aðildarríkja Schengen-samstarfsins sé ekki að sinna eftirliti á ytri landamærum svæðisins nægjanlega vel. Til þess mun landamæralögreglan ekki þurfa samþykki viðkomandi ríkja og ríkin munu ekki geta komið í veg fyrir það. Ísland er eitt aðildarríkja Schengen-samstarfsins en tillögurnar gera ráð fyrir að lokaorðið í þessum efnum verði hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins,"
segir Hjörtur J. Guðmundsson, sem hefur tvær háskólagráður í Evrópufræðum, í vandaðri grein sinni á Mbl.is í gær.
Þetta hljómar í raun sem ofurróttækar fullyrðingar, en ekkert verður þó um þær efazt, því að m.a. greindu Financial Times og Wall Street Journal frá málinu í fyrradag, og einnig var um það fjallað á fréttavefnum Euobserver.com í gær. Og takið eftir þessu (undirstrikun jvj):
Fram kemur í fréttum blaðanna að ljóst sé að tillögurnar feli í sér verulegt framsal á fullveldi frá Schengen-ríkjunum til Evrópusambandsins. Hugsanlega það mesta innan sambandsins síðan evrunni var komið á laggirnar, segir í Financial Times. Hin nýja landsmæralögregla kæmi í staðinn fyrir landamærastofnun sambandsins, Frontex.
Við ættum ekki annað eftir, þegar styttist í aldarafmæli sjálfstæðs og fullvalda ríkis á þessu landi, en að afsala ákveðnum fullveldisréttindum í hendur erlendu lögreglu- og stjórnvaldi!
Er það þetta, meðal annars, sem stjórnmálamenn okkar, innan og utan ríkisstjórnar, eru að sverma fyrir, þegar þeir eru hvað eftir annað að ámálga það og undirstrika, að breyta þurfi stjórnarskránni, t.d. með því að taka upp heimild til framsals ríkisvalds?!
Við höfum orðið mjög slæma reynslu af því Íslendingar í seinni tíð, að ráðamönnum er ekki treystandi í sumum mestu þjóðarhagsmunamálum. Það átti t.d. bæði við um Icesave-málið, hina ólögmætu ESB-umsókn Össurar, fleiri stjórnarskrárbrot og hugsanlega stærstu banka-, skulda- og gjaldeyrismál eftir hrun ekki síður en fyrir það.
Látum þessa menn vita, að þjóðin þarfnast ekki fullveldisframsals í hendur þessu stórveldabandalagi handan Atlantsála, sem veit varla, í hvorn fótinn það á að stíga í innflytjendamálum, hefur reist sér risavaxna hurðarása um öxl og er komið með eigið regluverk í ónothæft ástand, eins og vitnað var til hér í bak og fyrir.
* Það var sjálfur forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jean-Claude Juncker, sem sagði 25. nóv. sl. í ræðu í Evrópuþinginu, að Schengen-svæðið væri að hluta til í dauðadái, skv. fréttinni.
E.t.v. verður aukið við þessa færslu, er líður á daginn, því að mun meira bitastætt er í fréttargreininni sjálfri, m.a. um það tengda áform, að komið verði á fót strandgæzlu Evrópusambandsins sem sjái um landamæragæzlu á hafi úti -- smellið á tengilinn hér fyrir neðan!
Jón Valur Jensson.
Tekur ESB yfir landamæri Íslands? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Fullveldi og sjálfstæði Íslands, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 05:08 | Facebook
Athugasemdir
Menn gæti hér skilmála innleggja (efst t.v.): "Athugasemdir skrifist hér, vinsamlegast, undir fullu nafni, og gæti menn fyllstu kurteisi. Rakalaust persónuníð ekki liðið hér." Óskar nokkur átti hér firnagrófar persónuárásir á ríkisstjórnina í innleggi sínu, sem verður nú fjarlægt. Ekki bar hann þjóðhollustu sjálfs sín gott vitni, þegar hann hóf það ótrúlega ljóta innlegg á þessari almennu stefnuyfirlýsingu: "Bezt væri ef ESB tæki bara við stjórn á þessu landi." Ekki er á góðu von, þegar menn hugsa þannig!
Jón Valur Jensson.
Samtök um rannsóknir á ESB ..., 12.12.2015 kl. 11:27
Það er of seint að byrgja bruninn eftir að barnið hefur dottið í bruninn.
Ísland misti fulveldið þegar að EES og Schengen samningarnir voru samþykktir á háttvirtu Alþingi í atkvæðagreiðslu.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 13.12.2015 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.