17.10.2015 | 14:15
Evrópusambandið nálgast óðfluga það markmið að stofna til eigin hers!
Juncker, forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, sagði fyrr á árinu, að það þyrfti á eigin her að halda sem mótvægi m.a. við Rússland. Við stefnum mun hraðar en fólk grunar í áttina að Evrópuher, sagði Joseph Daul, forseti stærsta þingflokksins á ESB-þinginu, European People's Party (EPP) við blaðamenn sl. fimmtudag.
- Flokksþing EPP verður haldið í næstu viku en búist er við að þar verði samþykkt að stefnt verði að því að Evrópusambandið verði varnarbandalag.
- Greint er frá þessu á fréttavefnum EurActiv.com en forystumenn EPP, sem er stærsti þingflokkur mið- og hægrimanna á Evrópuþinginu, [telja] að nauðsynlegt sé að taka þetta skref í ljósi þeirra vandamála sem komið hafi upp í nágrannaríkjum Evrópusambandsins, og er þar meðal annars vísað til átakanna í Úkraínu og flóttamannavandans. (Mbl.is)
Ýmsar málpípur Evrópusambandsins hér á landi hafa þráfaldlega þrætt fyrir, að ESB stofni nokkurn tímann til eigin hers. Var þó vitað fyrir um áhugann í þessa átt í Brussel, enda valdheimildir til slíks í Lissabon-sáttmálanum. Draumurinn er raunar eldri en svo:
- Fram kemur í fréttinni að hugmyndir um Evrópuher séu ekki nýjar af nálinni. Þannig hafi slíkar hugmyndir fyrst verið settar fram árið 1950. Þær hafi hins vegar ekki náð fram að ganga. (Mbl.is)
En sú stund nálgast óðfluga, það sést hér á öllu!
Jón Valur Jensson.
Stefna hratt að Evrópuher | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Hermál, varnarmál | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:21 | Facebook
Athugasemdir
Spurning um á hvaða stigi öllum löndum ESB verði skylt að skaffa byssufóður í herinn eða hljóta viðskiptarefsingar að launum . Það virðist vera orðið vinsælt hjá ESB að hóta meðlimaríkjum í ESB og EES eldi og brennisteini ef þau hlýða ekki ólýðræðislega kjörnum fulltrúum í Brussel.
Eggert Sigurbergsson, 17.10.2015 kl. 16:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.