Eygló­ Harðardóttir: okkar fullvalda ríki ræður sjálft, á eigin forsendum, hve mörgum flóttamönnum það tekur við

Vitaskuld leyfist Evr­ópu­sam­bandinu ekki að miðstýra því hve mörg­um flótta­mönn­um Ísland tekur við, hvað þá heldur að hóta landinu neinu. Það er einfaldlega princíp fullvalda ríkis að hafna slíkri ágengni.

Nú hefur Eygló­ Harðardóttir, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra, einmitt tekið á þessu máli með myndarlegum hætti með skeleggum orðum sínum í morg­un­útvarpi Rás­ar 2 í morg­un. 

Rík­is­stjórn­in hefði vilja til þess að taka á móti fleiri flótta­mönn­um en það yrði að vera á for­send­um Íslands sem full­valda rík­is.

„Við vilj­um taka þátt í þessu með ná­granna­lönd­um okk­ar, Evr­ópu­ríkj­un­um, en hins veg­ar ger­um við það nátt­úrulega á okk­ar for­send­um. Og það kom til dæm­is mjög skýrt fram í máli núna inn­an­rík­is­ráðherra sem sat fund í Brus­sel með öðrum evr­ópsk­um inn­an­rík­is­ráðherr­um að við vilj­um sann­ar­lega gera okk­ar, en við ger­um það sem sagt á okk­ar for­send­um sem full­valda ríki en ekki vegna þess að Evr­ópu­sam­bandið seg­ir okk­ur að gera það,“ sagði Eygló.

Og hér hnykkir hún á þessu: 

Spurð hvort rík­is­stjórn­inni hugnaðist ekki sú aðferðafræði, að því væri miðstýrt af Evr­ópu­sam­band­inu hversu mörg­um flótta­mönn­um Ísland tæki við, svaraði Eygló því ját­andi.

Hún benti jafnframt á frammistöðu landsins hingað til og stefnu ríkisstjórnar­inn­ar (sem á þó eftir að mótast í umfangi aðgerða, enda að mörgu að hyggja):

Rík­is­stjórn­in hefði full­an hug á því að taka á móti fleiri flótta­mönn­um og leggja meira af mörk­um. Ísland færi ekki var­hluta af flótta­manna­vand­an­um í Evr­ópu. Auk­inn fjöldi hefði sótt um hæli hér á landi og fleiri um­sókn­ir verið af­greidd­ar. Tekið hefði verið við tvö­falt fleiri flótta­mönn­um á fyrstu tveim­ur árum þessa kjör­tíma­bils en gert var allt síðasta kjör­tíma­bil.

Þetta síðastnefnda er athugunar vert fyrir háværa vinstri flokkana!

En fagna ber staðfestu Eyglóar í fullveldismálum okkar.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Hugnast ekki miðstýring frá ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta eru gleðileg tíðindi og Eygló missir nafnbótina Kæra Eygló sem er góðsviti. :-)

Valdimar Samúelsson, 15.9.2015 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband