15.9.2015 | 15:09
Eygló Harðardóttir: okkar fullvalda ríki ræður sjálft, á eigin forsendum, hve mörgum flóttamönnum það tekur við
Vitaskuld leyfist Evrópusambandinu ekki að miðstýra því hve mörgum flóttamönnum Ísland tekur við, hvað þá heldur að hóta landinu neinu. Það er einfaldlega princíp fullvalda ríkis að hafna slíkri ágengni.
Nú hefur Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, einmitt tekið á þessu máli með myndarlegum hætti með skeleggum orðum sínum í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun.
Ríkisstjórnin hefði vilja til þess að taka á móti fleiri flóttamönnum en það yrði að vera á forsendum Íslands sem fullvalda ríkis.
Við viljum taka þátt í þessu með nágrannalöndum okkar, Evrópuríkjunum, en hins vegar gerum við það náttúrulega á okkar forsendum. Og það kom til dæmis mjög skýrt fram í máli núna innanríkisráðherra sem sat fund í Brussel með öðrum evrópskum innanríkisráðherrum að við viljum sannarlega gera okkar, en við gerum það sem sagt á okkar forsendum sem fullvalda ríki en ekki vegna þess að Evrópusambandið segir okkur að gera það, sagði Eygló.
Og hér hnykkir hún á þessu:
Spurð hvort ríkisstjórninni hugnaðist ekki sú aðferðafræði, að því væri miðstýrt af Evrópusambandinu hversu mörgum flóttamönnum Ísland tæki við, svaraði Eygló því játandi.
Hún benti jafnframt á frammistöðu landsins hingað til og stefnu ríkisstjórnarinnar (sem á þó eftir að mótast í umfangi aðgerða, enda að mörgu að hyggja):
Ríkisstjórnin hefði fullan hug á því að taka á móti fleiri flóttamönnum og leggja meira af mörkum. Ísland færi ekki varhluta af flóttamannavandanum í Evrópu. Aukinn fjöldi hefði sótt um hæli hér á landi og fleiri umsóknir verið afgreiddar. Tekið hefði verið við tvöfalt fleiri flóttamönnum á fyrstu tveimur árum þessa kjörtímabils en gert var allt síðasta kjörtímabil.
Þetta síðastnefnda er athugunar vert fyrir háværa vinstri flokkana!
En fagna ber staðfestu Eyglóar í fullveldismálum okkar.
Jón Valur Jensson.
Hugnast ekki miðstýring frá ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 17:14 | Facebook
Athugasemdir
Þetta eru gleðileg tíðindi og Eygló missir nafnbótina Kæra Eygló sem er góðsviti. :-)
Valdimar Samúelsson, 15.9.2015 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.