11.9.2015 | 11:05
"Reglan" óstöðuga um "hlutfallslegan stöðugleika" (relative stability) í fiskveiðum ESB-ríkja
Svo tryggur hefur meirihlutinn verið í sex ár gegn inngöngu í Evrópusambandið, að ætla mætti, að flestum sé ljós sú staðreynd, að sjávarútvegsstefna þess og "reglan um hlutfallslegan stöðugleika" eru EKKI í þágu okkar og ekkert til að byggja á, enda er Evrópusambandið með fulla heimild til að endurskoða sínar reglur, eins og talsmenn sambandsins hafa sjálfir viðurkennt.
Tengdar fréttir Umsókn um aðild að ESB
Hér er nú endurbirt grein undirritaðs:
Reglan óstöðuga um hlutfallslegan stöðugleika (relative stability) í fiskveiðum ESB-ríkja
Hlutfallslegi stöðugleikinn* er eins og Hið heilaga rómverska keisaradæmi þýzkrar þjóðar sem á hnignunarárum sínum var hvorki heilagt né rómverskt né sérlega þýzkt!
Þannig er þessi hlutfallslegi stöðugleiki fjarri því að vera stöðugur. Hann er ekki einu sinni bundinn í traust lög, ekki frekar en veiðireynslu-árafjölda-reglan, sem er forsenda hans og viðmið, og hann verður ekki hlutfallslegur frekar en valdinu sýnist með tímanum.
Brusselmenn eru sjálfir búnir að hugleiða það í útgefinni bók sinni að afnema þessa reglu og setja einhverja aðra í staðinn, þótt þeim henti að vísu að bíða, svo að ýmsir asnar hér uppi á Íslandi ani áfram á eftir þessari gulrót sinni því að okkar 758.000 ferkílómetra fiskveiðilögsaga skiptir þá svo sannarlega máli!
- Þeim til upplýsingar, sem eru ekki vel inni í þessu máli, skal upplýst hér, að í reglunni felst að veiðiheimildum er úthlutað til aðildarríkjanna með þeim hætti að hverju aðildarríki séu tryggðar hlutfallslega stöðugar veiðar úr hverjum stofni eða fyrir hverjar veiðar miðað við sögulega veiðireynslu þeirra og þarfir svæða sem sérstaklega eru háð fiskveiðum.
- (Tengsl Íslands og Evrópusambandsins, með undirtitlinum Skýrsla Evrópunefndar um samstarfið á vettvangi EES og Schengen og um álitaefni varðandi hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu, Rv. 2007, bls. 98. Vísa má á þessa kafla þar: 4.5. Íslensk sjávarútvegsmál og Evrópusambandið. Fyrstu undirkaflar þar: 4.5.3.1. Úthlutun aflaheimilda og meginreglan um hlutfallslegan stöðugleika, bls. 97. 4.5.3.2. Söguleg veiðireynsla, bls. 99. 4.5.3.3. Kvótahopp, bls. 99. 4.5.3.4. Fjárfestingar í sjávarútvegi, bls. 100.)
Í nefndri skýrslu segir ennfremur:
- Fram kom á fundi nefndarinnar með sjávarútvegssérfræðingum framkvæmdastjórnar ESB að hægt væri að víkja frá meginreglunni um hlutfallslegan stöðugleika með [a] auknum meirihluta í ráðherraráðinu við úthlutun aflaheimilda hverju sinni og [b] hægt væri að breyta reglunni með auknum meirihluta.
Það er sem sé RÁÐHERRARÁÐIÐ, sem hefur EINRÆÐI í þessum efnum. Þar fengjum við Íslendingar atkvæðavægi (skv. Lissabon-sáttmálanum, sem tekur að fullu gildi að þessu leyti árið 2014) upp á heilar 0,06 prósentur!!! Miklu hægt að ráða með slíku atvæðavægi eða hitt þó heldur! (sjá nánar hér: Evrópubandalagið leggur snörur sínar. Hér eru YFIRRÁÐ STÆRSTU RÍKJANNA afhjúpuð!)
Þetta er athyglisvert í kaflanum 4.5.3.1:
- Ráðherraráð ESB tekur ákvörðun um leyfilegan hámarksafla aðildarríkjanna á grundvelli tillagna frá framkvæmdastjórninni, sem byggir sínar tillögur á ráðleggingum nefndar sem í sitja vísindamenn aðildarríkjanna. [Sjá aths. 1 neðar.] Framkvæmdastjórnin getur einnig leitað eftir ráðgjöf frá sérstökum svæðisbundnu ráðgjafaráðum (Regional Advisory Councils). Nokkuð er um það að farið sé fram úr tillögum vísindamanna, aðallega á grundvelli félags- og efnahagslegra ástæðna. Ráðherraráðið skiptir hámarksaflanum á milli aðildarríkjanna á grundvelli meginreglunnar um hlutfallslegan stöðugleika, en aðildarríkjunum er í sjálfsvald sett hvernig þau ráðstafa sínum aflaheimildum.
Aths. 1: Um þetta sagði í neðanmálsgrein 253 í sama riti: Sjá: http://ec.europa.eu/fisheries/faq/resources_en.htm. Væri Ísland í ESB mætti gera má ráð fyrir að tillögur að hámarksafla í íslensku lögsögunni myndu fyrst og fremst byggjast á ráðleggingum íslenskra vísindamanna.
En hér er of mikið fullyrt! Það er ekki á neinu traustu byggjandi um þetta! Það er í megintextanum hér ofar talað um nefnd [í eintölu] sem í sitja vísindamenn aðildarríkjanna, ekki nefndir. Það lægi beint við, að hlustað yrði á íslenzka vísindamenn um þetta (eins og við höfum nú haft mikið gagn að Hafró-mönnum síðustu áratugina!). En það er engin trygging fyrir því, að þeirra ráð myndu ein ráða úrslitum.
Takið eftir setningunni: Nokkuð er um það að farið sé fram úr tillögum vísindamanna, aðallega á grundvelli félags- og efnahagslegra ástæðna. Við sjáum fyrir okkur gráðuga sjómenn og útgerðarmenn Spánar og Frakklands, langþreytta á sínu langvarandi atvinnuleysi og eilífu, vanvirðandi bótaþega-lífi, þegar þeim (tugþúsundum manna) loksins býðst tækifæri til að komast í feitt á Íslandsmiðum og finna loksins til sín aftur sem alvöru sjómenn. Þeir hafa svo sannarlega félags- og efnahagslegar ástæður og það margar, ekki færri en börnin þeirra!
Þar að auki yrðu ESB-fiskveiðiríkin mjög á varðbergi gagnvart hugsanlegri viðleitni íslenzkra vísindamanna til að takmarka sem mest veiðisóknina í fiskistofna hér við land og myndu einfaldlega bregðast við slíkum grunsemdum með sinni heavy hand, bæði með handstýringu og með því að fela eigin vísindamönnum (sem eru hundruðum fleiri en okkar!) ráðandi hlut í öllu slíku stofnmati og veiðisóknarráðgjöf.
12 EÐA 200 MÍLUR?
Lesið þessa almennu reglu (skýrslan, s. 96):
- Samkvæmt meginreglunni um jafnan aðgang hafa öll aðildarríki ESB ótvíræðan rétt fyrir fiskiskip sín til veiða á öllum miðum aðildarríkjanna innan 200 mílna markanna. [Og í neðanmálsgrein 246 við þessi orð stendur:] Sbr. 17. gr. reglugerðar ráðherraráðsins nr. 2371/2002.
Það er sem sé RÁÐHERRARÁÐIÐ, ekki ESB-þingið i Strassborg, sem aftur ræður mestu um þessa meginstefnu!
Og hér er eitt, sem er vert að skoða (í kafla 4.5.3 í nefndri skýrslu):
- Aðildarríkjunum er einnig heimilt að takmarka veiðar á svæðinu út að 12 mílum við eigin skip, [sjá aths. hér á eftir!] auk þess sem veiðar á nokkrum öðrum svæðum eru takmarkaðar vegna verndarsjónarmiða.
Það eru ýmsar reglur þarna vegna meintrar nauðsynjar á vernd svæða og stofna, en þegar mikill vöxtur og ríkidæmi er í þeim stofnum, þá myndu allar varnir okkar bresta!
En svo er einnig á hitt að líta, að þrátt fyrir heimildina (ekki lagaregluna!) sem fjallar um að takmarka [megi] veiðar á svæðinu út að 12 mílum við eigin skip, þá myndum við þar geta goldið þessa tvenns:
- Samkvæmt 248. neðanmálsgrein (við orðin Aðildarríkjunum er einnig heimilt að takmarka veiðar á svæðinu út að 12 mílum við eigin skip) í fyrrnefndri skýrslu lesum við eftirfarandi: Sbr. 1. mgr. 9. gr. og 2. mgr. 17. gr. reglugerðar ráðherraráðsins nr. 2371/2002. TAKIÐ EFTIR ÞESSU! Enn og aftur er það RÁÐHERRARÁÐIÐ (ekki þingið í Strassborg) sem hefur EINRÆÐI um þessa reglugerð og hve lengi hún fær að gilda!
- Aftur yrði okkar 0,06% atkvæðahlutur harla lítill og hjáróma, þegar stóru risarnir í ráðherraráðinu (t.d. Spánn með 9,17%, Þýzkaland með 16,41%, Bretland með 12,33% og Frakkland með 12,88% jafnvel öfundsjúka Írland með 0,89%, nær 15 sinnum meira en við!) færu að taka sínar ákvarðanir um þessa 12-mílna sérstöku fiskveiðilögsögu fyrir Ísland. Ef einhver ímyndar sér, að tillitssemi við litla Ísland myndi fremur ráða ákvörðun stjórnmálamanna þessara ríkja heldur en háværir þrýstihópar þeirra heima við, þá skjátlast þeim. Jafnvel samanlagður hlutur hinna þriggja Norðurlandanna í ESB (samanlagt 4,02% atkvæðavægi í ráðherraráðinu) og Eystrasaltsríkjanna þriggja til viðbótar (1,39%) myndi ekki ná nema 5,47% áhrifahlut (að okkar 0,06% meðtöldum) í ráðherraráðinu, talsvert minni atkvæðahlut en Borgarahreyfingin náði í síðustu Alþingiskosningum, og sjá allir, hve valt er að treysta á slíkt fjöregg frelsis okkar, lifibrauðs og atvinnuréttinda.
- Þá er ennfremur fráleitt að treysta á, að útlendingum yrði bannað að gera út héðan frá Íslandi og öðlast þannig rétt til að fiska innan 12 mílna! Þau ákvæði íslenzkra laga, að útlendingar megi ekki eignast meira en fjórðung beint í sjávarútvegsfyrirtækjum hér, en geta þó eignast meira óbeint, lög sem eru í raun allt of götótt nú þegar (sbr. þessa Rúv-frétt í dag: Jón [ráðherra Bjarnason] telur málið grafarvarlegt) , þau varnarlög okkar myndu jafnvel (ef við álpumst á að láta innlimast) verða að víkja fyrir Evrópubandalags-ákvæðum um atvinnufrelsi manna á öllu ESB-svæðinu. Í landi, þar sem kvóti gengur nú þegar kaupum og sölu með frjálsu framsali, þar er þetta kerfi lífshættuleg snara viðkomandi þjóð, ef hún býður upp á það með frákasti fullveldis síns í eigin málum, að útlendingar í nálægu stórveldi (sem teldust jafnvel borgarar hér, þótt án íslenzks ríkisfangs væru) geti keypt upp kvótana. Það gætu t.d. spænskar útgerðir gert fyrir þá ómældu ESB-styrki sem hafa safnazt upp hjá þeim fyrir að halda sig frá útgerð á eigin miðum!
REGLAN UM HLUTFALLSLEGAN STÖÐUGLEIKA ER SJÁLF ÓSTÖÐUG OG AUÐVELT AÐ BREYTA FYRIR VALDAKJARNANN Í BRUSSEL
Um þetta hef ég þegar skrifað allnokkuð hér í byrjun. Meginreglan um hlutfallslegan stöðugleika er REGLUGERÐARÁKVÆÐI eingöngu. Sjá um hana neðanmálsgrein 257 í nefndri skýrslu, s. 98:
- Óttar Pálsson og Stefán Már Stefánsson: Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins. Reykjavík: Bókaútgáfa Orators, 2003, bls. 65. Úthlutun aflaheimilda byggist á 20 gr. reglugerðar ráðherraráðsins nr. 2371/2002 on the conservation and sustainable exploitation of fisheries resources under the Common Fisheries Policy. Greinin er svohljóðandi: Article 20. Allocation of fishing opportunities: The Council, acting by qualified majority on a proposal from the Commission, shall decide on catch and/or fishing effort limits and on the allocation of fishing opportunities among Member States as well as the conditions associated with those limits. Fishing opportunities shall be distributed among Member States in such a way as to assure each Member State relative stability of fishing activities for each stock or fishery. [Feitletrun mín til að vekja athygli á réttarheimildinni, JVJ.]
Enn einu sinni er það RÁÐHERRARÁÐIÐ, ekki ESB-þingið í Strassborg, sem ræður ÖLLU um þessa stefnu í einföldu reglugerðarákvæði, sem sama ráðherraráð getur afnumið með einu pennastriki! Geta Íslendingar treyst slíku valdi fyrir giftu sinni og framtíð?!
Hér myndu að vísu einhverjir benda á, að treysta megi stöðugleika stöðuugleikareglunnar sjálfrar með því að binda hana fastmælum í aðildarsamningi. Það hafi t.d. Norðmenn gert.
Lítum á margnefnda skýrslu, þar segir (hornklofainnskot eru mín, JVJ):
- Fram kom á fundi nefndarinnar með sjávarútvegssérfræðingum framkvæmdastjórnar ESB að hægt væri að [a] víkja frá meginreglunni um hlutfallslegan stöðugleika með auknum meirihluta í ráðherraráðinu við úthlutun aflaheimilda hverju sinni og [b] hægt væri að breyta reglunni með auknum meirihluta, en það væri ólíklegt að slíkt yrði gert í reynd þar sem reglan væri mikilvægur hluti af sameiginlegu sjávarútvegsstefnunni og aðildarríkin væru sátt við hana. Noregur hefði í sínum aðildarsamningi brugðist við þessum möguleika með því að fá samþykkta sérstaka yfirlýsingu um mikilvægi reglunnar um hlutfallslegan stöðugleika. [Neðanmáls, í nmgr. 258, er nánar sagt frá því, hér:] Yfirlýsingin er svohljóðandi: Declaration on relative stability. The Union recognises the major importance to Norway and Member States of maintaining the principle of relative stability as the fundament in achieving the goal of a permanent system of distribution of fishing possibilities in the future.
Ekki voru fleiri orð höfð um það! En hér skal hugað að þessum mikilvægu atriðum:
- Noregur er og var miklu voldugra ríki en Ísland og gat því náð inn þessum skilmála. Fyrir fram væri því ekki treystandi að nákvæmlega sami skilmáli yrði settur inn að beiðni (kröfu?!) samninganefndar íslenzkra stjórnvalda.
- Það er alls ekki útilokað, að form skilmálans gefi Evrópubandaaginu samt færi á því að óvirða hann síðar meir, af því að aðstæður hafi t.d. breytzt, það sé t.a.m. ekki lengur of major importance fyrir meðlimaríkin að halda í princípið um hlutfallslegan stöðugleika, þvert á móti sé það þeim mörgum afar mikilvægt að víkja því frá! Ástæðan gæti þá t.d. verið aflaleysi við meginlandið eða stækkandi neytendamarkaður og/eða erfiðari innkaup fiskmetis frá öðrum heimshlutum. Allt mögulegt má finna sér til réttlætingar, og stórveldi víla slíkt ekki fyrir sér, enda eru valdahlutföllin að breytast í ESB: risarnir munu ráða þar mestu, gömlu nýlenduveldin, frá og með árinu 2014!
- Þar að auki eru svo hin afdrifaríku atvinnuréttindi ESB-borgara hér á landi og réttur þeirra til að kaupa íslenzk útgerðarfyrirtæki, ef við göngum í bandalagið, sbr. 3. lið í fyrri inndregnum texta hér ofar!
- Sjálft veiðireynslu-tímabils-viðmiðið er EKKI partur af orðalaginu í þeirri yfirlýsingu (Declaration on relative stability) sem gefin var út í tengslum við inngöngusamnng Norðmanna. Það tímabil, sem miðað er við, þegar talað er um veiðireynslu á tilteknum miðum, er klárlega ekki höggvið í stein, heldur getur bandalagið breytt árafjöldanum að vild og þegar nægur þrýstingur skapast á það í þá átt um það bera ummæli æðsta sjávarútvegsstjóra Spánar vitni! (Ég mun setja texta um það inn hér ofar.)
Það er vert í lokin að endurtaka hér orð mín og tilvitnanir í annarri grein frá liðnu ári:
Stefán Már Stefánsson, prófessor í Evrópurétti við Háskóla Íslands, segir, að þar sem reglan um hlutfallslegan stöðugleika sé ekki hluti af lagalegum grundvelli Evrópusambandsins, heldur afleiddri löggjöf, þá megi taka hana upp og breyta henni hvenær sem er. Sú ákvörðun yrði alfarið í höndum Evrópusambandsins, ekki Íslendinga einna.*
* Sjá þessa grein: Íslendingar gætu þurft að greiða skaðabætur vegna þorskastríðanna, sem byggir á frétt í Ríkisútvarpinu 9. febrúar 2007. Fréttin er öll afar athyglisverð og langt frá því að vera úrelt, heldur kannski einmitt tímabærari lesning nú en nokkru sinni fyrr. Menn lesi hana alla, sér til upplýsingar (raunar er hún stutt), en ég tek hér upp lokaorð hennar:
- Reglan um hlutfallslegan stöðugleika fjallar um fiskveiðiréttindi miðað við veiðireynslu þjóða en einnig um skaðabætur vegna tapaðra veiða. Stefán segir hugsanlegt að gangi Íslendingar í Evrópusambandið krefjist aðrar fiskveiðiþjóðir skaðabóta vegna tapaðra veiða þegar Íslendingar færðu út fiskveiðilögsögu sína.
Grein þessi er (að mestu) endurbirt af Vísisbloggi undirritaðs (enda nauðsynlegt, þar sem allt Vísisbloggið var lagt niður með ofríki 365 miðla og þar með freklega brotið á höfundarrétti hundraða manna sem þar höfðu skrifað um árabil!). -- Enn er þó eftir að bæta hér fróðlegum hlutum við um hugtakið veiðireynslu!
Jón Valur Jensson.
Fleiri á móti í sex ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Fiskveiðar, sjávarútvegur | Aukaflokkar: Evrópumál, Skoðanakannanir, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:12 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Fullt nafn samtakanna er: Samtök um rannsóknir á Evrópusambandinu (ESB) og tengslum þess við Ísland (smellið hér!) Athugasemdir skrifist hér, vinsamlegast, undir fullu nafni, og gæti menn fyllstu kurteisi. Rakalaust persónuníð ekki liðið hér.
Efni
Nýjustu færslur
- Boris Johnson hefst strax handa við að löggilda Brexit-niðurs...
- FÁKEPPNI í fjölmiðlun: ESB-maðurinn Helgi Magnússon, sem á Fr...
- Stórsigur Íhaldsflokksins blasir við í brezku þingkosningunum...
- Löngu tímabær þingsályktunartillaga komin fram um að draga t...
- Kolbrún Bergþórsdóttir þæfist við í sínum ESB-predikunum sem ...
- Óhjálpfús Björn Bjarnason við leitina að sannleikanum um EES
- Nú er Fréttablaðið alfarið eign Helga Magnússonar, ESB-innli...
- Endanlegur samningur um úrsögn Breta úr Evrópusambandinu...
- Gott til upprifjunar: Afstaða þingmanna til umsóknar um að Ís...
- Ein EU Liebesgedicht
- Skýrslan um EES-samninginn og áhrif hans virðist í mörgu till...
- Skýrsla 3ja manna nefndar utanríkisráðherra um meinta kosti o...
- Sjálfstæðisflokkurinn á erfitt uppdráttar með ótryggan Bjarna...
- Áberandi meirihluti Breta vill að Brexit-ákvörðunin verði vir...
- Orkupakka-gróðaáform undirbúin með margra ára fyrirvara! Helm...
Færsluflokkar
- Auðlindir og orkumál
- Bloggar
- Bretland (UK)
- Dægurmál
- English, blogs in
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fiskveiðar, sjávarútvegur
- Fjármál
- Fullveldi og sjálfstæði Íslands
- Hermál, varnarmál
- Innflytjendamál
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Norræn málefni
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Spilling í stjórnmálum
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Spurt er
Tenglar
EVRÓPUSAMBANDIÐ
- NEI við ESB vefsetur samtaka gegn ESB-aðild Lítið á fróðlega vefsíðuna!
- Nei við ESB Facebókarsíða samtakanna
- EVRÓPUSTOFA - Jón Valur Jensson er ekki sáttur við Evrópustofu Viðtal við JVJ á Bylgjunni (Í Bítið) 27. jan. 2012
Mínir tenglar
- Fréttaknippi Mbl.is um ESB-mál Fjöldi frétta um fullveldismálin og hið ágenga stórveldi, sambræðslu gamalla nýlenduvelda umfram allt
- Evrópuvaktin, öflugur vefur færra manna Björn Bjarnason og Styrmir Gunnarsson reka þessa vefsíðu, sem fylgist afar vel með öllum hræringum ESB-málefna
- ESB og almannahagur Mjög athyglisverð vefsíða Páls H. Hannessonar félagsfræðings sem hefur lengi starfað fyrir verkalýðshreyfinguna og sem blaðamaður, m.a. á danska blaðinu Notat.dk sem sérhæfir sig í skrifum um ESB.
- Heimssýn, heimasíðan
- Moggablogg Heimssýnar
- Vinstrivaktin gegn ESB Mjög góður vefur
Bloggvinir
- jonvalurjensson
- zumann
- halldojo
- gunnlauguri
- maeglika
- hhraundal
- bassinn
- ragnhildurkolka
- asthildurcesil
- benediktae
- bjarnihardar
- westurfari
- alyfat
- eggertg
- einarbb
- ea
- vidhorf
- bofs
- falconer
- gmaria
- alit
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gustaf
- halldorjonsson
- diva73
- hjorleifurg
- isleifur
- jaj
- fiski
- islandsfengur
- ksh
- krist
- pallvil
- rosaadalsteinsdottir
- samstada-thjodar
- tibsen
- viggojorgens
- postdoc
- vinstrivaktin
- thjodarheidur
- ornagir
- arnarstyr
- axelaxelsson
- bjarnijonsson
- diddmundur
- egill
- bjartsynisflokkurinn
- sunna2
- esbogalmannahagur
- gudjonelias
- gudjul
- hreinn23
- coke
- gustafskulason
- heimssyn
- kliddi
- thjodfylking
- johanneliasson
- jonbjarnason
- prakkarinn
- jvj
- koala
- kristjan9
- lifsrettur
- maggiraggi
- predikarinn
- ragnargeir
- undirborginni
- seinars
- thflug
- skolli
- doddidoddi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Eldri færslur
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.