Ytri landa­mæri Evr­ópu­sambands­ins og Schengen-svæðisins eru ÓTRYGG!

For­sæt­is­ráðherra Ung­verja seg­ir gagn­laust að setja kvóta á hve marga flótta­menn ríki ESB taki að sér á meðan ytri landa­mæri Evr­ópu séu ótrygg. „Svo lengi sem við get­um ekki varið ytri landa­mæri Evr­ópu þá tek­ur því ekki að tala um hversu mörg­um við get­um tekið á móti,“ seg­ir forsætisráðherrann, Viktor Or­ban. (Mbl.is segir frá.)

Þetta er háalvarlegt mál. Meðan NATO sá um varnir Vestur-Evrópu, ásamt herjum og landamæravörðum hinna einstöku ríkja, var unnt að standa gegn allri ásókn 5. herdeildar manna úr austri, að heitið gæti. Nú, með frjálsri för milli Schengen-landa -- fyrirkomulagi sem var sérstakt keppikefli Evrópusambands­ins -- og niðurbroti (viðurkenndu m.a. af Andreu Merkel) á virkri landamæra­vörzlu á ytri landamærum Schengen-svæðisins, þá er Evrópa orðin galopin fyrir útsendurum hryðjuverkasamtaka jafnt úr suðaustri sem suðri, og er engin vöntun á þeim í veröldinni (al-Qaída, Hitzbollah, Islamic Jihad, Ríki islams, Boko Haram, al-Shabaab o.fl. samtök sem einskis svífast í fjöldamorðum).

Fylgismenn Evrópusambandsins hafa ranglega gumað af því, að sambandið hafi tryggt frið í Evrópu. Hafi það nokkurn tímann tekið að sér slíkt hlutverk, er ljóst, að það sinnir því engan veginn með því ástandi sem nú er upp komið, að fólk streymi eftirlitslítið inn á Schengen-svæðið svo að hundruðum þúsunda skipti. Sú hugsun, sem sækir á sum stjórnvöld (m.a. á nefnd um innflytj­enda­mál hér á Íslandi), að hleypa megi inn í lönd þeirra fólki sem fargað hefur vegabréfum sínum, bætir sízt af öllu öryggið.

Með þessum pistli eru Samtök um rannsóknir á Evrópusambandinu og tengslum þess við Ísland ekki að mynda sér neina afstöðu til flóttamannavandamálsins eða gegn mannúðarstarfi. En sú "lausn" að opna ytri landamæri Schengen-svæðisins upp á gátt fyrir aðkomandi fólki, iðulega án vegabréfaskoðunar, rekst með berum hætti á varnarskyldur aðildarþjóða Schengen-samkomulagsins og tryggir því ekki varnir Evrópu gegn árásum utan og innan frá, heldur gerir þær þvert á móti líklegri en ella.

Þetta gerir flóttamenn vitaskuld ekki að hryðjuverkamönnum, en er þó þess háttar vanhugsuð ákvörðun, að hún opnar landamærin fyrir óvissum fjölda fjandmanna vestrænna samfélaga, mönnum sem auðveldlega geta misnotað sér frelsið til að lauma sér inn í Evrópu og framkvæmt þau ætlunarverk gegn saklausum borgurum, sem þeim eru lögð á herðar af foringjum sinna blóði stokknu hryðjuverkasamtaka.

VIÐAUKI: Hér er afar markverð ræða Nigels Farage, formanns UKIP í Bretlandi, þar sem hann minnist m.a. á Schengen-kerfið og kemur inn á það, að fjöldi þessa fólks verður fremur að kallast "economic migrants" heldur en "refugees". Orð forsætisáðherra Slóvakíu (sjá við 1 mín. 30 sek.) eru mjög athyglisverð í því efni: að 95% þessa fólks séu "economic migrants".

 

Jón Valur Jensson.


mbl.is „Smánarblettur á ímynd Evrópu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 Hvað skyldu núverandi stjórnvöld ætla að ráfa oft framhjá þessu Schengen máli án svo mikið að hafa þor til að segja hug sinn. 

Hrólfur Þ Hraundal, 8.9.2015 kl. 07:09

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Réttilega athugað, félagi. Það er eins og þeir hafi gefizt upp á því að fást við grundvallarmál, jafnvel þau sem reynslan er farin að sýna að hafa gefizt illa, einsog þau voru mótuð, og stefna jafnvel á enn varasamari braut.

Með þakklæti og góðri kveðju,

Jón Valur Jensson, 8.9.2015 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband