ESB-jámenn fá ekki forskot fram yfir nei-menn í þjóðar­at­kvæðagreiðslu Breta um Evrópusambandið

Sanngjarn og löghlýðinn er David Cameron, for­sætis­ráðherra Breta, með því að láta breyta spurn­ing­u sem lögð verður fyrir kjósendur í þjóðar­at­kvæða­greiðslu um veru lands­ins í Evr­ópu­sam­band­inu. Gert er ráð fyr­ir að kosn­ing­in fari fram á næsta ári. (Mbl.is segir frá og byggir á Guar­di­an.)

Lög sem samþykkt voru á breska þing­inu fyrr á þessu ári gera ráð fyr­ir því að spurt verði hvort Bret­land eigi að vera áfram í Evr­ópu­sam­band­inu með svar­mögu­leik­un­um já eða nei. Kosn­ingaráð Bret­lands, sem er sjálf­stæð stofn­un ábyrg gagn­vart breska þing­inu, gerði at­huga­semd við það fyr­ir­komu­lag og taldi það hygla þeim sem vildu vera áfram í sam­band­inu.

Stofn­un­in lagði þess í stað til að spurt yrði hvort Bret­land ætti að yf­ir­gefa Evr­ópu­sam­bandið eða vera áfram inn­an þess. (Mbl.is; auðk. hér)

Þetta er mjög athyglisverð afstaða og einarðleg stefnumörkun þessa kosn­inga­ráðs Bretlands og reyndar í fullu samræmi við eðli máls og það, sem sanngjarnt getur heitið. Löngum hefur það nefnilega verið ávinningur fyrir þá, sem fylgja öðrum svarkosti í spurningu í skoðanakönnum, ef sá kostur felur í sér JÁið. JÁ virkar oft ósjálfrátt jákvæðara en NEIið. (Frá þessum sérstöku spurningar­háttar-áhrifum eru þó góðkunnar undantekningar, sbr. Icesave-kosningarnar okkar báðar, enda var NEIið þá áberandi ákall þjóðarinnar gegn ranglætinu.)

Talsmaður Ca­merons sagði við fjöl­miðla að rík­is­stjórn­in hefði í hyggju að fara að ráðlegg­ing­um Kosn­ingaráðsins og breyta spurn­ing­unni. (Mbl.is)

Klapp fyrir Cameron hér. Hann reynir ekki að halda í eitthvert hálmstrá í viðleitni til að knýja fram sinn vilja í þessu væntanlega kosningamáli.

Hugsanlega gæti þetta nýákveðna fyrirkomulag haft úrslitaáhrif um niðurstöðu kosninganna, þó að raunar væri óskandi, að sem stærstur meirihluti Breta myndi hafna Evrópusambandsaðild. Það gæti t.d. rutt veginn fyrir kröfu um sér-tollasamninga í staðinn, líkt og Svisslendingar njóta nú þegar.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Cameron breytir spurningunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband