Utanríkisráðherra réttlætti refsiaðgerðir gegn Rússum með EES-samningnum!

Gunnar Bragi Sveinsson sagði 17. marz 2014: 

"Ísland getur á grundvelli EES-samningsins tekið þátt í aðgerðum ESB. Ég tel að Ísland eigi að taka þátt í slíkum aðgerðum og mun ég því eiga lögbundið samráð við utanríkismálanefnd á morgun." Þetta sagði hann í frétt á heimasíðu utanríkisráðuneytisins -- og hóf þessa málsgrein með orðunum: "Alþjóðasamfélagið þarf að senda skýr skilaboð til stjórnvalda í Rússlandi." (Fréttabl. í dag, s.8.)
 
Merkilegt: hann vísar til EES-samningsins sem forsendu aðgerðanna í takt við stefnu ESB! Ætli utanríkismálanefnd hafi verið sammála því, að eitthvað í EES-samningnum skuldbindi Ísland til slíks? -- Og hvernig er með þessa utanríkismálanefnd, vinnur hún nógu vel og djúptækt og skipulega að málum?

Það væri fróðlegt að fá afrit af fundargerð utanríkismálanefndar um þetta mál um 18. marz 2014 eða á næsta fundi á eftir, hvort t.d. einhver hafi gert aths. við þetta hjá ráðherranum – eða hvort þeir hafi ekki tekið eftir neinu!

Hefur þjóðin nokkurn tímann verið frædd um, að eitthvað (loðið eða hálf-leynilegt) í EES-samningnum geti lagt svona gífurlegar skyldur á Íslendinga? –– og það margfaldar skyldur, hlutfallslega, á við það sem ESB-þjóðir þurfa að þola!

Í fréttaskýringu Kolbeins Óttarssonar Proppé í Fréttabl. í dag, s.8, kemur fram, að Gunnar Bragi lýsti yfir stuðningi Íslands við þvingunaraðgerðirnar 17. marz 2014 með útgáfu reglugerðar, og sagt að sú ákvörðun byggðist á ákvörðun Evrópuráðsins frá 6. marz, og svo var bætt við þessu ofangreinda um að ákvörðun "Íslands" hafi verið "á grundvelli EES-samningsins".

Hvaða gögn styðja það? Hvað er það í EES-samningnum, sem skyldar okkur til þessara aðgerða? Ef svo íþyngjandi skyldur fylgja þeim samningi, sem geta jafnvel kostað okkur 35-40 milljarða gjaldeyristekjur á ári hverju, er það þá ekki viðbótar-röksemd með því, sem ýmsir telja, að okkur væri hagstæðast að segja upp EES-samningnum?

Við þetta má bæta undirtektum við orð Sig­urðar Inga Jó­hanns­sonar sjáv­ar­út­vegs­ráðherra (sem segist á Mbl.is vilja ræða nýja nálg­un við stjórn­un veiða á upp­sjáv­ar­teg­und­um), að 

"ákveðin ógn fel­st í því ef strand­ríki ná ekki samn­ingi og vax­andi þrýst­ing­ur er, ekki síst í Evr­ópu og þá um leið Evr­ópu­sam­band­inu, um að yfirþjóðlegt vald af ein­hverj­um toga taki jafn­vel yfir stjórn­un fisk­veiða."

Sannarlega er það ekki óskastaða fyrir Ísland að verða sett undir yfirþjóðlegt vald Evrópusambandsins yfir stjórn­un fisk­veiða okkar!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Ógn af umræðu um yfirþjóðlegt vald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Í EES-samningnum er hvergi að finna stafkrók um það að aðildarríki samningsins hafi nokkra skyldu til að fylgja ESB í utanríkismálum.  Svo Utanríkisráðherra er á algjörum villigötum þarna, eins og á svo mörgum sviðum.

Jóhann Elíasson, 19.8.2015 kl. 13:04

2 Smámynd: Samstaða þjóðar

Árlega fær Ísland um 50 fyrirskipanir frá Evrópusambandinu, um að Ísland skrifi uppá alþjóðlegar aðgerðir og yfirlýsingar ESB. Yfir 90% þessara fyrirskipana samþykkir utanríkisráðuneyti Íslands umyrðalaust.

 

Nýleg dæmi um slíkar fyrirskipanir eru: viðskiptabann á Rússland og aðgerðir í loftlagsmálum. Báðar þessar aðgerðir byggja á lognum forsendum og munu hafa kostnað fyrir Ísland í för með sér og ómælda erfiðleika.

 

Ríkistjórn sem heldur svona á málum mun gufa upp, ekki ósvipað og mun ské í Ragnarökum. Ísland þarfnast sjálfstæðrar utanríkisstefnu, svo að hægt sé að tala um sjálfstætt ríki á Íslandi.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 19.8.2015 kl. 17:07

3 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Við erum að missa okkar sjálfstæði- vegna fávita sem eru hresstir upp í stöður sem þeir hafa ekki vit til að sinna.

Erla Magna Alexandersdóttir, 19.8.2015 kl. 22:04

4 Smámynd: Snorri Hansson

 Höfum í stjórnarskrá að það sé óheimilt  að veita stuðning fyrir hönd þjóðarinnar við árás á aðra þjóð eða kúgun hver konar, viðskiptalega eða hernaðarlega.

Snorri Hansson, 20.8.2015 kl. 01:37

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Fjögur vitni hér auk höfundar,um gjörsamlega vitfyrrta stjórnvaldsaðgerð utanríkisráðherra,sem áréttar að eiga lögbundið (eina skiptið sem hann vísar til íslenskra laga)-samráð við utanríkismálanefnd,er ekki að vinna af heilindum fyrir Ísland.Liðsmaður í Heimsýn liggur flatur fyrir yfirþjóðlega valdinu,því sem við verðum af öllum mætti að varast. Ég fæ ekki betur séð,en það séu seinustu forvöð að safna liði til að taka við stjórninni. Þar eru mergjaðir kraftar sem munu reisa Ísland til fyrirmyndar ríkis.

Helga Kristjánsdóttir, 20.8.2015 kl. 03:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband