Ráðherra og prófessor í hagfræði ráðast á sjávarútveginn með hótunum og niðrandi tali!

Gunn­ar Bragi segir út­gerðar­menn, sem andvígir eru viðskiptastríðinu, taka "eigin­hags­muni fram yfir heild­ar­hags­muni" og að þá væri "rétt að velta því fyr­ir sér hvort þeir væru beztu menn­irn­ir til að fara með auðlind­ina"!!!

Þetta er ekkert minna en HÓTUN ráðherrans, í beinni útsendingu á Sprengisandi, og alls óhafandi af hálfu fulltrúa lýðveldisins.

Ennfremur vitnaði hann í grein eft­ir Pawel Bartoszek í Frétta­blaðinu í gær, las þar m.a.s. orðrétt upp ögrandi loka­orðin (sjá tengil neðar), en þar gerir Bartoszek því skóna, að ef Ísland hætti stuðningi við viðskiptabann á Rússa, þá sé fiskveiðilögsaga okkar ekki lengur örugg (eins og aðrir en Landhelgisgæzlan hafi gætt hennar!), aðrar þjóðir séu þá ekki reiðubúnar að tryggja, að við fáum áfram að eiga okk­ar fisk í friði, og Bartoszek endar á orðunum: "Við get­um ekki ætl­ast til að þær geri það um­hugs­un­ar­laust ef við sjálf erum ekki til í að færa nein­ar fórn­ir"! Og fórnirnar þær eru þó a.m.k. fimmfalt þungbærari en á nokkra aðra þjóð á Evrópska efnahagssvæðinu!!!

Einnig þessi ummæli skriffinnsins, sem ráðherrann vitnaði svo hrifinn til (sagði þetta "kjarna máls­ins"!), eru bein hótun um harðar refsiaðgerðir bannsinna, hér af hálfu ESB-ríkja, en í fyrri ummælum ráðherrans var um að ræða hótun af hálfu hans sjálfs eða ríkisstjórnarinnar gegn útgerðarmönnum.

Hefur ráðherrann ekki misst öll tök á málum? Er Sigmundi Davíð og samþingmönnum hans í alvöru óhætt að hafa svo óvarkáran ráðherra við stjórnartaum, með ómæld áhrif á atvinnu yfir þúsund sjómanna og reiðubúinn að fórna árum saman 35-40 milljarða gjaldeyristekjum landsins árlega eins og ekkert sé? Og af hvaða réttlætanlegum ástæðum?

En það vantar ekki, að utanríkisráðherrann fljótfæri líti stórt á sig:

Gunn­ar Bragi vék einnig orðum sín­um að Gunnþóri Ingvars­syni, for­stjóra Síld­ar­vinnsl­unn­ar, sem hef­ur gagn­rýnt ís­lensk stjórn­völd harðlega og bent á að þau eigi að gæta hlut­leys­is í mál­inu og ein­beita sér að því að gæta hags­muna ís­lenskra fyr­ir­tækja.

Ut­an­rík­is­ráðherra sakaði hann um óheiðarleg­an mál­flutn­ing og hvatti Síld­ar­vinnsl­una til þess að taka sér eng­an arð á aðal­fundi sín­um í næstu viku til að tak­ast á við þá al­var­legu stöðu sem er kom­in upp. (Mbl.is)

Hér ræðst Gunnar Bragi af hörku gegn andmælum Gunnþórs gegn hinu stór­skaðlega viðskiptabanni, snuprar hann og fer að segja honum fyrir verkum um hvernig fyrirtæki hans skuli haga aðalfundagjörðum sínum! Utanríkis­ráð­herrann gerði jafnframt lítið úr útflytj­end­um, sagði þá "fyrst og fremst að hugsa um næsta árs­reikn­ing. Hann bað þá um að sýna sam­fé­lags­lega ábyrgð í þessu máli"! En hvar er sam­fé­lags­leg ábyrgð ráðherrans sjálfs í málinu? Eiga atvinnusviptir sjómenn að sækja sárabætur í vasa hans?

Þórólfs þáttur Matthíassonar

Vinur undirritaðs hlýddi á framlag Þórólfs prófessors Matthíassonar á Stöð 2 í gærkvöldi, þar sem hann með lítilli virðingu talaði niður til sjávarútvegsins og nauðsynjar hans á makrílveiðum. "Guð minn góður, að þessi maður skuli vera hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands!" sagði vinurinn. Þórólfur hefði gert lítið úr viðskiptabanninu fyrir sjávarútveginn, og er hann þó sífellt kvartandi yfir margfalt minni útgjöldum þjóðarbúsins vegna landbúnaðarmála. "Og hann gleymir allri loðnunni!" kvað vinurinn, þ.e.a.s. loðnuútflutningi til Rússlands, og við má bæta síld, þorski o.fl. fisktegundum. En ekki taldi hann við miklu að búast af þessum hagfræðingi til að ráða okkur heilt, enda vildi það loða við hagfræðina að vera "eftirávísindi" fremur en að hún hafi komið okkur til hjálpar í stefnumörkun stórmála.

Sannarlega er undarlegt að skoða þetta viðtal við Þórólf á Stöð 2 (fyrsta viðmælanda þar í gærkvöldi), en þeim mun betra að hlusta þar á snjöll mótrök Jens Garðars Helgasonar, formanns Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (hlustið!). Fjarri fari því, telur Jens, að atvinnugreinin geti bara tekið því að hverfa aftur til sama ástands og var fyrir okkar makrílveiðar, það væri sambærilegt og að ferðaþjónustan þyrfti að taka á sig fækkun ferðamanna til jafns við þann miklu minni ferðamannastraum, sem þá var hingað. (Reyndar mun lokast á ferðamenn hingað frá Rússlandi vegna bannsins, en þeir hafa eytt hér einna mestum gjaldeyri allra ferðamanna!). 

Mikla fjárfestingu segir Jens Garðar hafa verið lagða í tæknibúnað vegna makrílveiðanna og viðauki þeirra veiða frá 2009 hafi því langt frá því verið útlátalaus. Þá nefndi hann, að 80% af frystri loðnu fer á Rússlands­markaðinn. Þar verði mörg hundruð störf í hættu, því að mjög erfitt verði að finna aðra markaði fyrir þessar loðnuafurðir. Þetta verði mjög þungt högg á staði sem eru með uppsjávarfrystihús, fyrir Fáskrúðsfjörð, Vopnafjörð, Neskaupsstað, Vestmannaeyjar o.fl. útgerðarstaði, þar sem þau verði á litlum afköstum og ekki mikillar driftar að vænta þar á loðnuvertíðinni, ef loðnan fer mestöll í bræðslu.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Útgerðin sýni samfélagslega ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband