Alþingi vanrækir sitt brýnasta mál!

Styrmir Gunnarsson á heiður skilinn fyrir að minna í tveimur nýjustu greinum á nauðsyn þess að jarða Össurarumsóknina formlega og endanlega. Í þeirri fyrri, Ætlar enginn þingmaður að spyrja um afturköllun aðildarumsóknar fyrir þinglok? ritar hann:

"Engin formleg staðfesting liggur fyrir frá Evrópusambandinu um að það líti á bréf utanríkisráðherra frá því í marz sem afturköllun aðildarumsóknar.

Hið eina sem hefur gerzt er að Ísland er ekki lengur skráð sem umsóknarríki á tveimur síðum á heimasíðu ESB. Á annarri þeirra er það hins vegar enn merkt á korti sem umsóknarríki."

Og hann spyr:

Getur verið að enginn þingmaður - ENGINN - úr röðum þingflokka stjórnarflokkanna, sem andvígir eru aðild ætli að standa upp á Alþingi fyrir þinglok og krefjast skýrra svara frá utanríkisráðherra um stöðu málsins?

Í annarri grein í dag, Alþingi: Þegjandi samkomulag um að þegja um aðildarumsóknina að ESB?, ritar hann m a.:

"Það verður fróðlegt og forvitnilegt að fylgjast með því, hvort í gangi er þegjandi samkomulag allra þingflokka um að nefna ekki á nafn fyrir þinglok stöðuaðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu.

Getur verið að allur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins sé búinn að gefast upp við að ljúka þessu máli með afgerandi hætti?

Getur verið að allur þingflokkur Framsóknarflokksins sé búinn að gefast upp með sama hætti?"

Og hann bendir á augljósar hætturnar sem í þessu felast:

"Auðvitað blasir við að það hentar hagsmunum Samfylkingar að málið sé í þeirri stöðu, sem það er nú. Það þýðir að komist sá flokkur í ríkisstjórn getur hann hafizt handa þar sem frá var horfið."

Og það er augljóst að meirihluti þingflokks VG er orðinn aðildarsinnaður flokkur."

Og knýjandi er þessi spurning hins reynda stjórnmálaritara:

"Hvað ætli forsætisráðherra segi um málið í stefnuræðu sinni í haust? Verður þá enn þagað?"

Er hugleysið orðið einkenni þessarar ríkisstjórnar og þingmanna hennar? Aðhróp og samfelldan áróður 365 fjölmiðla Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og hlutdrægra starfsmanna á Rúv, auk stjórnarandstæðinga á þingi, hefur þetta stjórnarlið látið stjórna sér með hræðslugæðum, lyppazt niður í ráðleysi, þannig að fullveldissinnar geta, að því er virðist, engum treyst lengur á þingi.

Og hafa stjórnarflokkarnir tveir misst allt samband við grasrót sína? Styrmir ritar (leturbreytingar allar á orðum hans eru hans sjálfs):

"Hver ætli verði niðurstaða landsfundar Sjálfstæðisflokksins í haust? Verður því haldið fram í ályktunum þess fundar að aðildar­umsóknin hafi verið dregin til baka með fullnægjandi hætti?!"

En það dugar greinlega ekki. Íslenzkir þjóðarhagsmunir eiga ekki að þurfa að líða fyrir það, að síðar komist í valdastóla menn sem þræti fyrir það, að uppsögn ráðherrans á  ESB-umsókninni hafi verið lögleg, og að þeir finni samstöðu með þeirri afstöðu sinni hjá klækjafullum útþenslusinnum í Brussel, mönnum sem sjálfir, á bak við töldin, kunna að hafa stjórnað þessari áróðursumræðu fjölmiðla JÁJ og samherja hans. 

Af öllum ástæðum er aðgerða þörf án tafar! 

PS. Og enn heldur Styrmir uppi merkinu, meðan stjórnarþingmenn bregðast hver um annan þveran:

Eldhúsdagsumræður: Enginn þingmaður stjórnarflokkanna ræddi aðildarumsóknina

Jón Valur Jensson.


mbl.is Afgreiða á hátt í 70 þingmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband