25.6.2015 | 14:29
Brezk heimili yrðu betur sett utan Evrópusambandsins
Þau myndu spara 200.000 kr. á ári ef landið segði sig úr ESB. Matvæli fengjust ódýrari frá ríkjum utan ESB (nú ókleift vegna tollmúra), auk þess sem kostnaðarsamt regluverk ESB yrði lagt til hliðar, en það er "til þess fallið að hækka verð til neytenda." Hugveitan Business for Britain fann þetta út, og birzt hefur það í Daily Telegraph og á mbl.is.
Tollmúrar Evrópusambandsins bitna mjög á þriðja heiminum, t.d. er reynt að níðast á sykurframleiðslu þeirra ríkja með styrkjum og verndartollum fyrir sykurrófuframleiðslu Ítala. En hrámeti og matvæli eru ekki aðeins ódýrari í Suður-Ameríku og Asíu en í ESB, heldur eru þau langtum ódýrari í Bandaríkjunum en í Vestur- og Norður-Evrópu og úrvalið og gæðin ekki síðri.
Við Íslendingar þurfum að ganga miklu lengra í þá átt að lækka eða fella niður tolla og vörugjöld á vörum frá Bandaríkjunum, þ.m.t. á bílum og tæknivörum -- og skoða það einnig, frá þjóðhagslegu sjónarmiði og með traustum útreikningum, hvort rétt gæti verið að ganga í NAFTA-viðskiptasambandið, ef við nytum þá velvildar til þess -- en alls ekki í hið valdfreka Evrópusamband, sem heimtar af okkur æðsta og ráðandi löggjafarvald og önnur fullveldisréttindi!
Sigríður Á. Andersen alþm. hefur sérstaklega beitt sér í þessu máli, þ.e.a.s. fyrir lækkun/niðurfellingu tolla og vörugjalda, og er skynsöm kona í þessu sem ýmsu öðru (var t.d. ein á móti því í þinginu að kasta 500M kr. út um gluggann í femínismafræðinga och dylika).
Jón Valur Jensson.
Heimilin betur sett utan ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Kjaramál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:36 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.