Ísland ekki lengur umsóknarríki að ESB, er haft eftir ráðherraráði sambandsins

Frétt barst nú um að Evrópu­sam­bandið hafi tekið Ísland af lista yfir umsóknarríki. Er haft eftir Klem­ens Ólaf­i Þrast­ar­syni, að sú ákvörðun hafi verið samþykkt á vett­vangi ráðherr­aráðs Evr­ópu­sam­bands­ins (en Klemens hinn ungi, fyrrverandi blaðamaður á ESB-Fréttablaðinu, er upp­lýs­inga­full­trúi sendi­nefnd­ar Evr­ópu­sam­bands­ins á Íslandi, hefur þá farið svipaða leið og Auðun Arnórsson, sem starfar fyrir sendiráð ESB).

Þetta eru ánægjulegar fréttir, ef treysta má þeim að fullu. Það er mikilvægt, að hér verði engum vélabrögðum verði beitt eins og þeim, að Össurarumsóknin sé með einhverjum hætti ennþá gild og brúkleg fyrir nógu ósvífna aðila síðar meir í stjórnarráði Íslands og höllunum í Brussel.

Við þurfum t.d. að fá að sjá formlega samþykkt ráðherraráðsins fyrir þessu. Fróðlegt væri einnig að sjá, hvernig atkvæði féllu um málið.

Ekki var Klemens Ólafur (sonur Þrastar Ólafssonar hagfræðings, mikils ESB-predikara) mjög áreiðanlegur í umfjöllun um málefni Evrópusambandsins, meðan hann var á ESB-Fréttablaðinu. Kom það fram í því að þegja um mikilvægar staðreyndir, eins og undirritaður upplýsti um í grein 27. júní 2011: Á Fréttablaðið að komast upp með að þegja í þágu ESB um meginstaðreynd um valdaleysi Íslands í ráðherraráðinu?

Nú er bara eftir að losa okkur við "Evrópustofu". Utanríkisráðherra þarf að fylgja því máli eftir af festu. Gleðilegt verður að sjá þau pakka niður og halda úr höfn með allt sitt hafurtask. Var talsvert um það mál fjallað nú í vikunni vegna fyrirspurnar Jóhönnu Maríu Sigmarsdóttur, alþm. og formanns Heimssýnar, til ráðherrans um málið: "Hvenær verður Evrópustofu, sem stækkunardeild ESB rekur hér, formlega lokað og starfsemi hennar lögð niður?" Sbr. einnig hér: Og þótt fyrr hefði verið! - Þar var reyndar talað um, að 400 milljónir króna hafi farið í rekstur "stofunnar", en þær reyndust vera 500 milljónir, þegar betur var að gáð. Og er mál að linni þessari áróðurs- og undirróðursstarfsemi gegn sjálfum tilvistargrunni fullveldis okkar.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Ísland af lista yfir umsóknarríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Á Facebók minni birti ég tengil á þessa færslu; 21 hefur lækað hana á þremur klst., og þaðan langar mig að taka þessi innlegg, sérstaklga vegna þess að Ásgeir Geirsson úr Reykholti kemur þarna með aðra og öllu lakari fregn af netinu:

     

    EU ber States, candidate countries and other European countries.EUROPA.EU

     

    Ásgeir Geirsson frown emoticon

     

     

    Tholly Rosmunds Samkvæmt linknum sem Ásgeir deilir hér að ofan þá er Ísland ennþá á lista umsóknarríkja - ásamt Tyrklandi og fleirum frown emoticon

     

     

    Jón Valur Jensson Það er nefnilega það! Eru þetta ennþá eintómar refjar og skollaleikur þessa stórveldis gagnvart okkur? Og ég var hissa á því, eins mikil stórfrétt og þetta virtist, að það var ekki minnzt einu orði á hana í 18-fréttum Rúvsins rétt áðan! Hvað er eiginlega í gangi? Við eigum heimtingu á skýringum. En réttast hefði verið að fara með málið í gegnum Alþingi, það var alveg þingmeirihluti til að hætta þar formlega við þingsályktunina frá 2009, nema mönnum hafi beinlínis verið mútað til að standa ríkisstjórninni fyrir þrifum í málinu. Af afstöðu 365-ara í þjónustu ESB-mannsins Jóns Ásgeirs, sem og vinnusvikara á Fréttastofu Rúv, var hins vegar vel vitað allan tímann.

     

     

    Kristjan Fridriksson Þessi farsi er sennilega með þeim heimskari sem hefur verið í boði.

     

     

    Eggert Sigurbergsson smile emoticon smile emoticon smile emoticon

     

    Jón Valur Jensson, 29.5.2015 kl. 20:51

    2 Smámynd: Jón Valur Jensson

    Morgunblaðið er með frétt, eins dálks, af þessu máli á bls. 2 í dag, og þar er rætt við Gunnar Braga utanríkisráðherra.

      • "Segir Gunnar Bragi að með þessari aðgerð sambandsins sé ferlinu endanlega lokið, þrátt fyrir að enn séu fleiri listar og vefsíður innan sambandsins sem bíða uppfærslu."

      Einkennilegur seinagangur það, eru ekki þúsundir starfsmanna þarna sem ráða við annað eins?

      Jón Valur Jensson, 30.5.2015 kl. 07:31

      3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

      Framganga Gunnars Braga í þessu máli er að því sköpulagi sem vel sæmir rolum.  Hann skrifar bréf sem andstæðingurinn  gat túlkað að sínum vilja.  Þvílíkur moðhaus.

      Að lokum þurfti hann að fara bónveg að andstæðingunum og betla af þeim svar sem hann gæti sýnt  uppi á Íslandi. Ekki hef ég traust á þesskonar meldingum og lít þannig til að verkinu sé enn ekki lokið.

      Hrólfur Þ Hraundal, 30.5.2015 kl. 08:25

      4 Smámynd: Jón Valur Jensson

      Heilar þakkir fyrir innleggið, Hrólfur landvarnarmaður.

      Sjá líka þennan pistil eftir Styrmi Gunnarsson í dag: 

      Það verður að koma formleg yfirlýsing frá framkvæmdastjórn um að Ísland sé ekki umsóknarríki.

      Jón Valur Jensson, 30.5.2015 kl. 14:49

      5 Smámynd: Jón Valur Jensson

      Styrmir segir þarna meðal annars:

      "Það þarf auðvitað að koma formleg yfirlýsing frá framkvæmdastjórn ESB þess efnis að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki.

      Komi slík formleg yfirlýsing ekki getur Evrópusambandið vísað til þess ef ný ríkisstjórn á Íslandi vill taka upp þráðinn á ný, á þann veg sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar lýsti í samtali við eyjuna að slík yfirlýsing hafi aldrei verið gefin, skrár á heimasíðu hafi enga þýðingu í því sambandi og framkvæmdastjórn þess tíma líti svo á að umsóknin sé í fullu gildi.

      Þegi Árni Páll þrátt fyrir þau tíðindi sem bárust í gær og haldi stjórnarandstaðan að sér höndum á þingi er það vísbending um að hann og stjórnarandstöðuflokkarnir búi yfir upplýsingum um að þetta sé "allt í plati".

      Nú má gera ráð fyrir að fjölmiðlar hér leiti eftir staðfestingu framkvæmdastjórnarinnar í dag eða næstu daga um að hún líti svo á að aðildarumsóknin hafi verið dregin til baka.

      Þá verður að ætla að utanríkismálanefnd Alþingis vilji hafa það á hreinu.

      Það er því ekki ástæða til að fagna um of, fyrr en punkturinn hefur verið settur yfir i-ið."

      Jón Valur Jensson, 30.5.2015 kl. 14:54

      6 Smámynd: Jón Valur Jensson

      30 manns hafa nú á 22 klst. lækað við ofangreinda Facebókar-færslu mína,* þar sem ég sagði, að þetta væri "vonandi sönn frétt og afgerandi endapunktur á öllum ESB-umsóknar-tilraunum í bráð og lengd."

      * https://www.facebook.com/jonvalur.jensson/posts/867227610017505

      Jón Valur Jensson, 30.5.2015 kl. 15:38

      7 Smámynd: Jón Valur Jensson

      Sigurður Ragnarsson ritaði á Facebók JVJ aðfaranótt 1. júní 2015: "Þegar ég 1. júní skoðaði þennan tengil ESB, var Ísland talið á meðal umsóknarríkja: http://europa.eu/about-eu/countries/index_en.htm Ætli ég verði ekki að trúa mínum eigin augum."

       

      EUROPA.EU

      Jón Valur Jensson, 1.6.2015 kl. 03:27

      8 Smámynd: Jón Valur Jensson

      Undirritaður bætti þessu við, s.st.*:

      Já, þar á vefsíðunni stendur þetta (þvílíkt og annað eins!) : "On the road to EU membership

      Candidate countries

      Albania

      Iceland

      Montenegro

      Serbia

      The former Yugoslav Republic of Macedonia

      Turkey

      Potential candidates

      Bosnia and Herzegovina

      Kosovo"

      * https://www.facebook.com/jonvalur.jensson/posts/867227610017505

      Jón Valur Jensson, 1.6.2015 kl. 03:32

      Bæta við athugasemd

      Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

      Innskráning

      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

      Hafðu samband