9.4.2015 | 00:35
Minnkandi spenningur yfir ESB-áróðursbrellum svikulla fjölmiðla
Þrátt fyrir krónískan áróður fjölmiðla ESB-fylgjandans Jóns Ásgeirs og ódyggra ríkisstarfsmanna á Rúv vilja einungis 51% halda í Össurar-umsóknina skv. nýrri Gallupkönnun, lækkun frá í febrúar þegar hlutfallið var 53,2%.
- "Að sama skapi fjölgar þeim sem eru hlynntir því að draga umsóknina til baka. Þeir voru 35,7% í febrúar en mælast nú 39%. Könnunin nú var gerð dagana 19. - 25. mars eftir að ríkisstjórnin tók þá ákvörðun um miðjan síðasta mánuð að tilkynna Evrópusambandinu að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki að sambandinu," ritar Hjörtur J. Guðmundsson blm. á Mbl.is.
Ennfremur hefur orðið veruleg fækkun í hópi þeirra sem vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald umsóknarferlisins að Evrópusambandinu, samkvæmt nýrri könnun Gallup, en 65% sögðust styðja, að slík kosning færi fram. Þetta virðist hátt hlutfall, en er þó talsvert lægra en í sambærilegri Gallup-könnun fyrir ári - þá vildu 72% þjóðaratkvæði um framhald málsins. Fyrir ári voru 21% andvíg því að slík þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin, en nú eru 24% andvíg því samkvæmt þessari nýjustu könnun Gallup og Mbl.is (tengill neðar).
Já, þessi umtalsverða breyting í rétta átt er mjög athyglisverð, miðað við allan hamaganginn og falsáróðurinn rammhlutdræga hjá nefndum fjölmiðlum, sem og, að hvaða lekabytta sem var hafði verið dregin á flot til að bera vitni með þeim um nauðsyn framhalds málsins, þar á meðal ýmsir Icesave-spámennirnir, sem brugðizt höfðu þjóð sinni á átakatímum (þótt þeir hefðu sem betur fer ekki haft sitt fram).
Hér verður því spáð, að þessi stefnubreyting haldi áfram í vaxandi mæli, þar sem sýnt hefur sig og mun áfram sýna sig, að við höfum einskis í misst með því að stefna frá því að ánetjast Evrópusambandinu; og jafnvel háðustu aðilar geta ekki endalaust haldið áfram með sína áráttuhegðan í helztu fréttatímum án þess að almenna furðu veki og vantraust.
Jón Valur Jensson.
Fækkar sem vilja þjóðaratkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Skoðanakannanir | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.