21.3.2015 | 14:18
Skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir EKKI fylgi við Evrópusambandið
Hefði undirritaður verið spurður af Fréttablaðinu hvort hann væri ánægður með störf utanríkisráðherra eður ei, hefði svarið verið: mjög óánægður! Þannig er um fleiri fullveldissinna.
Menn verða því að varast að draga rangar ályktarnir af þessari skoðanakönnun blaðsins. Yfirgnæfandi fjöldi þeirra, sem voru óánægðir með störf Gunnars Braga, voru langt frá því allir einhverjir þjóðaratkvæðissinnar, hvað þá Evrópusambands-innlimunarsinnar!
Stjórnarflokkarnir hafa EKKI staðið sig vel í Esb-málinu, frá sjónarhóli harla margra fullveldissinna, sem vilja hreinar línur og að þingsályktunartillagan með Össurar-umsókninni verði dregin formlega til baka, svo að enginn vafi leiki á og ekki verði einfaldlega hægt með refjum að "halda viðræðunum bara áfram" eftir fá eða mörg ár.
Þess var ennfremur gætt á Esb-Fréttablaðinu hans Jóns Ásgeirs Esb-vinar að spyrja ekki, hvort menn væru ánægðir með viðbrögð Evrópusambandsins. Mættu menn taka þennan pistil Björns Bjarnasonar til góðrar athugunar í því efni:
- Sannar annars drottnunargirni ESB
- 14:12 Mái ESB ekki Ísland af skrá sinni um umsóknarríki sannar tregðan til þess aðeins drottnunargirni valdamanna ESB í Brussel og svik þeirra við fyrri yfirlýsingar um að það sé á valdi íslenskra stjórnvalda að ákveða stöðu lýðveldisins Íslands gagnvart Evrópusambandinu annaðhvort eru ríki umsóknarríki eða ekki, Ísland er það ekki.Meira
Jón Valur Jensson.
Móttakandinn skilur ekkert í bréfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Skoðanakannanir, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt 24.3.2015 kl. 14:35 | Facebook
Athugasemdir
Önnur skoðanakönnun á vísi í gær sýnir að 80% vilja kjósa um áframhald viðræðna, en í sömu könnun kemur líka fram að 70% eru andvígir inngöngu í sambandið.
Það segir manni að þetta þjóðaratkvæðamál snýst um rétt til þjóðaratkvæða per se en ekki um vilja til inngöngu.
úr könnunninni má jafnvel lesa að fólk vilji fá að nýta þennan rétt til að kjósa þetta mál út af borðinu. Þversögnin er það stór að það er varla hægt að komast að annarri niðurstöðu.
Það er ólíklegt að kosið verði um framhald nú af stjórn sem er á móti frekari viðræðum og ekki er líklegt í ljósi þessa að vinstrimenn vilji stökkva á þennan kost í ljósi þessa, komist þeir að völdum.
Það er ljóst að oddamál þeirra í næstu kosningum verður að koma stjórnarskrármálinu á koppinn aftur og þá með það að markmiði að eyna að útmá fyrirvara um framsal í 8. Kafla 111. Grein.
Slagurinn mun standa um þessa grein og ákvæði um atkvæðavægi. Verði greinin samþykkt með þeim fyrirvörum, sem í henni eru þá er sjálfhætt að hugsa um inngöngu vegna þeirra fyrirvara. Þá fyrirvara gagnrýndi einmitt Eftadómstóllinn, sem varð jú til þess að stjórnarskrármálinu var lagt.
Hér eru stjórnarskrárdrögin sem ESA hafnaði og eiga eftir að ræðast á þingi áður en þjóðaratkvæði verða haldin um málið.
http://stjornlagarad.is/starfid/frumvarp/
Jón Steinar Ragnarsson, 22.3.2015 kl. 09:28
Þessi niðurstaða Fréttablaðsins sýnir einfaldlega að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er opin fyrir því að skoða kosti þess og galla að ganga í ESB en er ekki tilbúin til að gera það á hvaða forsendum sem er. Þess vegna vilja þeir fá að sjá aðildarsamning áður en þeir taka afstððu en ef þeir þurfi að taka afstöðu án þess að sjá hann þá eru þeir ekki tilbúnir til að samþykkja aðild. Höfum í huga að ári fyrir þjoðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning í Svíþjóð studdu 26% kjósenda aðild samkvæmt skoðanakönnunum. Þegar þeir fengu hins vegar að sjá samninginn skipti rúmur fjórðungur þeirra um skoðun og aðildarsamningurinn var samþykktur. Það sem gerist þegar samningurinn liggur á borðinu er að mikið af innistæðulausum hræðsluáróðri andstæðinga aðildar afhjúpast sem einmitt innistæðum hræðsluáróðri. Má þar nefna atriði eins og að við missum einhverjar auðlindir okkar sem er hið mesta kjaftæði. Einnig þarf að skilgreina sjálfstæði og fullveld ansi þröngt til að fá út missi á slíku með ESB aðild.
Sigurður M Grétarsson, 22.3.2015 kl. 11:51
SMG, sem árum saman hefur skrifað eins og ófyrirleitin málpípa Evrópusambandsins, heldur hér áfram sinni aumu blekkingariðju. Hann ætlar kannski að þræta fyrir það hér, að í ríkjum eins og Svíþjóð, Bretlandi, Slóveníu og Möltu komist veiðiskip frá öðrum Evrópusambands-ríkjum harla langt inn í þeirra gömlu fiskveiðilögsögu?
Jón Valur Jensson, 22.3.2015 kl. 22:33
Hér var náttúrlega átt við: til fiskveiða.
SMG vísar í innleggi sínu til þess, að einu ári fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um "aðildarsamning" í Svíþjóð hafi 26% kjósenda stutt aðild samkvæmt skoðanakönnunum, en svo hafi rúmur fjórðungur Svía skipt um skoðun (málið endaði: 52% já, 48% nei), og eignar hann það því, að "aðildarsamningurinn" hafi þá "legið á borðinu", og bætir við: "Það sem gerist þegar samningurinn liggur á borðinu er að mikið af innistæðulausum hræðsluáróðri andstæðinga aðildar afhjúpast sem einmitt innistæðum [sic] hræðsluáróðri [sic]."
En breytingin hefur örugglega ekki komið til af því, að Svíar hafi almennt lesið frá orði til orðs þennan inntökusáttmála [accession treaty heitir þetta á ensku, ekki "-samningur", enda er ekki verið að semja um neitt af löggjöf ESB, því að hún er "not negotiable", ekki umsemjanleg, eins og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir sjálf*]. Breytingin tengist hins vegar hinu óneitanlega, að Evrópusambandið dældi gífurlegu fjármagni í áróður fyrir samþykkt inntökusáttmálans, og það sama gerðu líka sænskir hagsmunaaðilar, auk þess sem stjórnmálastéttin brást þar rétt eins og í Noregi (þótt Nei-hreyfingin og þjóðin hefðu vit fyrir pólitíkusunum í síðarnefnda landinu). Þetta um áhrif stjórnvalda sést t.d. af þessu:
"... Another yes-serving application of government power [Sem sé: Annað dæmi um það, hvernig beiting sænska ríkisstjórnarvaldsins þjónaði já-stefnunni í þjóðaratkvæðagreiðslunni] was the composition of six special commissions on the consequences of EU membership for such basic issues as social welfare, foreign policy and the economy. It just so happened that 98 percent-- ninety-eight percent-- of the commission members were self-declared supporters of EU membership, and they submitted reports to the nation in full accordance with their predilections. Naturally, all of the reports were given extensive coverage by the mainstream press and cited frequently as authoritative sources." [Sem sé: Sérnefndirnar sex, sem áttu að skila áliti um það, hvort gott væri að ganga í stórveldið, voru skipaðar þannig af stjórnvöldum, að 98% meðlima þeirra voru fyrir fram ESB-sinnar, og útgefin álit þeirra voru eftir því ! Svo fengu þessi álit feikimikla kynningu í fjölmiðlum og til þeirra ítrekað vitnað sem traustra heimilda! ––Við getum bara séð það fyrir, hve Rúvið og 365 miðlar færu létt með að gera það sama hér!]
"In the end, most voters [í Svíþjóð 1994] seized on one or two issues of particular interest or ease of comprehension. For some it was the perceived threat to democracy, for others it was the promise of reduced unemployment." [Menn létu flestir eitt eða tvö hagsmunaatriði ráða afstöðu sinni eða þau atriði sem þeim fannst auðveldast að skilja ...!]***
Og takið eftir, að SMG þegir alveg um, að ekki mörgum mánuðum eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna hafði meirihluti Svía aftur snúizt frá Evrópusambandinu, og: "At the start of 2001, as the government of Göran Persson takes over the presidency for the next six months, 43 percent of Swedes have a negative image of the EU while 26 percent have a positive image."****
* Sjá hér: '"Aðildarviðræður" - straight from the horse's mouth (ESB)' = http://fullveldi.blog.is/blog/fullveldi/entry/1267916/ – Þar segir m.a. í tilvitnuðum texta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins 27.7. 2011: "Inntökuviðræður varða hæfni umsækjandans [umsóknarríkisins] til að taka á sig skyldurnar sem fylgja því að verða meðlimur [í Evrópusambandinu]. Hugtakið "viðræður" getur verið misvísandi. Inntökuviðræður beinast sérstaklega að (focus on) skilyrðum og tímasetningu á því, að umsóknarríkið taki upp, innfæri og taki í notkun reglur Evrópusambandsins, um 100.000 blaðsíður af þeim. Og þessar reglur [... acquis ...] eru ekki umsemjanlegar (not negotiable). Fyrir umsóknarríkið er þetta í kjarna sínum mál sem snýst um að samþykkja hvernig og hvenær ESB-reglur og ferli verði tekin upp og innfærð. Fyrir ESB er mikilvægt að fá tryggingar fyrir dagsetningu og virkni hvers umsóknarríkis í því að innfæra reglurnar."
** http://www.nnn.se/n-model/eu/vote2.htm
*** http://www.nnn.se/n-model/eu/vote1.htm
**** http://www.nnn.se/n-model/eu/vote2.htm
Jón Valur Jensson, 22.3.2015 kl. 23:23
Tilvitnunin alllanga, sem endaði á: "... and cited frequently as authoritative sources." átti síðan að enda á tveimur stjörnum, **, sem vísa í http://www.nnn.se/n-model/eu/vote2.htm
Jón Valur Jensson, 22.3.2015 kl. 23:30
Hég heldur Jón Valur Jensson áfram að bulla um ESB eins og hanns er vo og vísa. Það fær engin að veiða innan landhelgi ESB ríkja nema hafa kvóta. Það eina sem breytist er að í þeim tilfellum sem tvö eða fleiri ríki eiga saman fiskistofna þá opnast fyrir það að útgerðir sem eru með kvóta í þeim tegundum geta valið í hvaða landhelgi þeir taka sinn kvóta úr þessum sameiginlega stofni. En kvótin þeirra eykst ekki við það að fara í aðra landhelgi og heildarveiðin úr viðkomandi stofni eykst ekki. Það er því ekkert ríki að láta frá sér fiskistofna við að ganga í ESB og á það jafnt við um Svíþjóð og Möltu eins og önnur ESB ríki.
Fullyrðingin um að við þurfumað láta frá okkur fiskiauðlindinga eða bara einhverja auðlind er því gott dæmi um þann innistæðulausa hræðsluráróður ESB andstæðinga sem settur er fram til að fá fólk til fylgislags við þá hugmynd að vera utan ESB með blekkingum og rangfærslum. Almennt eru blogg Jóns Vals full af slíkum blekingum og þeir sem koma þar inn og leiðrétt þær eru í flestum tilfellum útilokaðir frá síðun hans. Hann er nefnilega einn af þeim sem rekur gímulausa áróðurssíðu á sínu bloggi og lokar á þá sem leiðréta rangærslur hans.
Hvað varðar hina blekkinguna um að við séum í aðlögunarviðræðum en ekki aðildarviðræðum þá er það staðrend að þó við séum búnir að loka mörgum köflum þá höfum við ekki þurft að setja nein lög til aðlögunar að ESb vegna aðildarumsóknar okkar og það eru engar kröfur uppi í neinum öðrum köflum um að við gerum það fyrr en eftir þjóðaratkvðagreiðslu um aðild og þá aðeins ef aðild er samþykkt. Þessi rangfærsla með aðlögunarviðræðurnar er því einfaldlega blekking af hálfu ESB andstæðinga til þess ætlað að koma í veg fyrir að þjóðin fái að sjá aðildarsamning vegna hræðslu ESB andstæðinga við að fá þjóðin að sjá hann þá muni neirihluta hennar vel líka.
ESB ástundar ekki áróður í umsóknarríkjum og hefur aldrei gert. Þeir kynna hins vegar sig og koma fram með staðreyndir ásamt því að leiðréttta rangfærslur sem fram koma frá hendi ESB andstæðinga. Aðild Svíþjóðar fékkst því ekki samþykkt með áróðri heldur með því að koma fram með réttar upplýsingatr um ESB og hrekja rangrærslur ESB andstæðinga. Það er líka væntanlega það eina sem þarf hér til að fá meirihluta þjóðarinar til að vilja ganga í ESB,
Og Jón Valur. Þegar þú talar um aðra sem "málpípur einhverra" þá ert þú svo sannarlega að kasta steini úr glerúsi. Þú er sérlag málpípa þeirra sérhagsmunaafla sem hafa hag af því að við stöndum utan ESB og ert þá í laiðað berjast gegn hagsmunum almennings á Íslandi sem hefur hag af aðild.
Sigurður M Grétarsson, 24.3.2015 kl. 07:41
Ég var fyrst nú að veita því athygli, að þessi síðasta aths. hafði borizt, á eftir að lesa hana til fulls og svara því sem SMG fer hér augljóslega rangt með, enda málpípa stórveldis sem vill koma Íslandi undir veiðiheimildir fyrir einkum stærstu þjóðirnar í Evrópusambandinu.
Jafnvel þótt langt sé liðið síðan Spánverjar stunduðu hér veiðar, eins og þeir gerðu um aldir, höfum við fulla ástæðu, vegna reglna Evrópusambandsins, til að óttast ágengni þeirra, því að þer eiga (eða áttu árið 2006) tæp 60% af þeim fiskveiðiflota ESB sem er við veiðar í höfum annarra ríkja (sjá grein Gústafs Adolfs Skúlasonar: Hver gefur ESB undanþágu frá ofveiði og útrýmingu fiskistofna? - grein í Mbl. 23. ág. 2011 sem birta þarf hér bráðlega).
Jafnvel eftir að Grænlendingar kusu, strax þegar þeir fengu valdið til, að ganga úr Evrópusambandinu, þurfa þeir enn að þola spænsk fiskiskip í lögsögu sinni, svo erfiðlega gekk þeim að losa sig út úr þessu stórveldi útlátalaust.
Jón Valur Jensson, 24.3.2015 kl. 14:01
Svo sé ég, að SMG heldur hér uppi lyga- og rógsherferð um undirritaðan með eftirfarandi orðum:
"Almennt eru blogg Jóns Vals full af slíkum blekingum og þeir sem koma þar inn og leiðrétt þær eru í flestum tilfellum útilokaðir frá síðun hans. Hann er nefnilega einn af þeim sem rekur gímulausa áróðurssíðu á sínu bloggi og lokar á þá sem leiðréta rangærslur hans."
Þetta eru LYGAR, og er SMG varaður við því í síðasta sinn að fara með slíkar mannorðsmeiðandi lygar hér. Það er meira en hálft þúsund greina eða pistla eftir mig á mínum tveimur Moggabloggum, þar sem andmælendur hafa getað lagt inn gagnrýnisorð sín, rökrætt málin og á stundum hreytt í mig illindum án þess að slíkt hafi verið útilokað frá vefsíðunum, en einungis því eytt út eða á það lokað, sem augljóslega brýtur fyrir fram tilkynnta skilmála innleggja þar.
Vefsíður mínar eru báðar opinn vettvangur umræðu, ólíkt því sem á sér stað um sum önnur Moggablogg, þar sem aldrei er unnt að leggja inn athugasemd. Og fjarri fer, að ég sé einn um að hafa skilmála fyrir innleggjum. Fjöldinn allur af ESB-sinnum hefur líka lagt inn athss. hjá mér og einnig á öðrum vefsíðum, sem ég á hlut að, m.a. með aðgangsstjórn, svo sem hér og á Krist.blog.is.
SMG ætti í raun að sýna þakklæti í verki, að hann fær að koma sínum lyga-áróðri að hér á þessari vefsíðu. Kem ég betur að því máli fljótlega, þótt tíminn sé mér óhentugur.
Jón Valur Jensson, 24.3.2015 kl. 14:14
Ennfremur hef ég ALDREI verið það, sem SMG kallar: "málpípa þeirra sérhagsmunaafla sem hafa hag af því að við stöndum utan ESB." Ég skrifa hér sem algerlega óháður borgari þessa lands og hef aldrei þegið eina einustu krónu til neinna bloggskrifa minna.
Hins vegar vil ég og félagar mínir hér vera talsmenn íslenzku þjóðarinnar í þessum málum öllum, á sama tíma og ofurvoldug fjölmiðlasamsteypa, 365 miðlar, er í höndunum á forríkum ESB-innlimunarsinnanum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, sem hefur það að iðju sinni að stýra Fréttablaðinu, Bylgjunni og Stöð 2 af efsta lofti í bæikistöð þeirra við Skaftahlíð (í Lídó-húsinu gamla). Hygg ég, að fjölmiðlakóngar eins og William Hearst, Axel Springer og Rupert Murdoch hafi aldrei öðlazt jafn-afgerandi áhrif í fjölmiðum í löndum sínum eins og þessi eini Jón Ásgeir (sbr. Esb-Fréttablaðið, dreift hér daglega ókeypis að hvers manns dyrum).
En til viðbótar er svo Ríkisútvarpið, sem hefur verið misnotað látlaust og miskunnarlaust í þágu ESB-innlimunarstefnunnar árum saman.
Hér hefur því þeim mun fremur vantað málsvara þjóðarinnar sjálfrar, og það hlutverk taka ýmsir einstaklingar og félög að sér: Heimssýn, Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB-aðild, Herjan » Félag stúdenta við HÍ gegn aðild að ESB, og þessi Samtök um rannsóknir á Evrópusambandinu (ESB) og tengslum þess við Ísland (smellið hér!).
En samanlagt vega þessi samtök harla lítið gegn hundraða milljóna króna fjáraustri "Evrópustofu", áróðursapparats sem Jóhönnustjórnin hleypti inn á okkur Íslendinga og ríkisstjórn Sigmundar og Bjarna hefur enn ekki gert alvöru úr að leggja niður. Þá þurfum við ennfremur að kljást við "Já Ísland" og fjársterka stuðningsaðila þeirra samtaka.
Samtök um rannsóknir á ESB ..., 24.3.2015 kl. 14:35
Þetta innlegg var frá undirrituðum.
Jón Valur Jensson.
Samtök um rannsóknir á ESB ..., 24.3.2015 kl. 14:36
Mun svara hér við tækifæri, hef bara verið of upptekinn og þreyttur.
Jón Valur Jensson, 24.3.2015 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.