ESB-vísa af Jóni Baldvin Hannibalssyni

Er ekki um að gera að gera að gamni sínu í góða veðrinu? Þar varð til þessi bragur í tilefni af viturlegum ummælum JBH um Evrópusambandsmál:

    

  • Bragð er að þá Jón Baldvin finnur,
  • Brussel skammar og Össur með.
  • Eitt sinn var hann þó yfrið stinnur
  • ESB-maður, en hefur nú séð
  • ljósið, horfandi´ á Híberníu
  • hafandi skaðazt af evrómaníu;
  • og ekki´ eru skárri ófarir Spánar,
  • „Evrópuvonirnar“ dánar ...
  • ef enginn þeim lengur lánar!

 

Híbernía er, eins og allir vita, gamalt nafn á nágrannalandi okkar Írlandi. Þar öfunda menn Íslendinga vegna okkar sveigjanlega gjaldmiðils, sem hefur komið sér vel fyrir útflutningsatvinnuvegina og stórauknar ferðaþjónustutekjur. Sjálfir eiga Írar orðið tiltölulega lítinn part í íbúðum sínum.

Og ekki er ástandið á Spáni að hrópa húrra fyrir. Jón Baldvin spáir því, að senn komi að „uppreisn almennings" á Spáni, rétt eins og í Grikklandi.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Fórnarlömb sjúks fjármálakerfis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband