5.2.2015 | 14:33
Hneyksli á Fréttablaðinu
Annaðhvort er ritstjóri Esb-Fréttablaðsins vísvitandi að skrökva að þjóðinni eða ævintýralega fáfróður, þegar hann ritar í leiðara:
- "Segja má að þeir sem harðast sækja að ríkisstjórninni, um að hún fari á móti straumnum og dragi umsóknina til baka, séu sama fólk og á mestra hagsmuna að gæta í að kvótalögin breytist sem minnst, og helst ekkert."
Það er ófyrirleitni að birta svona tilhæfulausar dylgjur, eins og Sigurjón M. Egilsson gerði í morgun. Hvernig getur hann til að mynda bendlað okkur félagana í Samtökum um rannsóknir á Evrópusambandinu og tengslum þess við Ísland (samtökum sem halda úti þesari vefsíðu, Fullveldisvaktinni) við einhverja eiginhagsmunagæzlu í kvótamálum?! Þar eru engir kvótahafar (en þó einn trillukarl, nægir hann kannski SME til að "sanna" sitt mál?!).
Sigurjón á að birta afsökunarbeiðni í blaði sínu STRAX í fyrramálið. Það er fjöldinn allur af þjóðhollum mönnum, sem er því fylgjandi að draga þessa Össurarumsókn til baka, stór hluti þjóðarinnar.*
En er Sigurjón M. Egilsson með þessum orðum sínum hugsanlega að þjóna vilja Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, eiginmanns eiganda 365? Það er ástæða til að spyrja, því að JÁJ er einmitt yfirlýstur ES-sinni.
* Af þeim, sem afstöðu taka meðal aðspurðra í nýrri Capacent Gallup-könnun fyrir ESB-samtökin "Já Ísland" (sic!), vilja 68% þeirra, sem styðja Sjálfstæðisflokkinn, að umsóknin að Evrópusambandinu verði dregin til baka, en 85% þeirra, sem styðja Framsóknarflokkinn, vilja að umsóknin verði dregin til baka (og þetta eru ekki kvótahafar!). Þessi afstaða stuðningsmanna ríkisstjórnarflokkanna gefur því enga minnstu ástæðu til að efast um, að þeir geri rétt í því að flytja sem fyrst frumvarp um slíka afturköllun Össurar-umsóknarinnar frá 2009, umsóknar sem var reyndar beinlínis GRÓFT STJÓRNARSKRÁRBROT, eins og sannað hefur verið hér á vefsetrinu og endurtaka má í frekari umræðum.
Jón Valur Jensson.
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Skoðanakannanir, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:29 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.