Hneyksli á Fréttablaðinu

Annaðhvort er ritstjóri Esb-Fréttablaðsins vísvitandi að skrökva að þjóðinni eða ævintýralega fáfróður, þegar hann ritar í leiðara:

  • "Segja má að þeir sem harðast sækja að ríkisstjórninni, um að hún fari á móti straumnum og dragi umsóknina til baka, séu sama fólk og á mestra hagsmuna að gæta í að kvótalögin breytist sem minnst, og helst ekkert."

Það er ófyrirleitni að birta svona tilhæfulausar dylgjur, eins og Sigurjón M. Egilsson gerði í morgun. Hvernig getur hann til að mynda bendlað okkur félagana í Samtökum um rannsóknir á Evrópusambandinu og tengslum þess við Ísland (samtökum sem halda úti þesari vefsíðu, Fullveldisvaktinni) við einhverja eiginhagsmunagæzlu í kvótamálum?! Þar eru engir kvótahafar (en þó einn trillukarl, nægir hann kannski SME til að "sanna" sitt mál?!).

Sigurjón á að birta afsökunarbeiðni í blaði sínu STRAX í fyrramálið. Það er fjöldinn allur af þjóðhollum mönnum, sem er því fylgjandi að draga þessa Össurarumsókn til baka, stór hluti þjóðarinnar.*

En er Sigurjón M. Egilsson með þessum orðum sínum hugsanlega að þjóna vilja Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, eiginmanns eiganda 365? – Það er ástæða til að spyrja, því að JÁJ er einmitt yfirlýstur ES-sinni.

* Af þeim, sem afstöðu taka meðal aðspurðra í nýrri Capacent Gallup-könnun fyrir ESB-samtökin "Já Ísland" (sic!), vilja 68% þeirra, sem styðja Sjálfstæðis­flokkinn, að umsóknin að Evrópusambandinu verði dregin til baka, en 85% þeirra, sem styðja Framsóknar­flokkinn, vilja að umsóknin verði dregin til baka (og þetta eru ekki kvótahafar!). ––Þessi afstaða stuðningsmanna ríkisstjórn­ar­flokkanna gefur því enga minnstu ástæðu til að efast um, að þeir geri rétt í því að flytja sem fyrst frumvarp um slíka afturköllun Össurar-umsóknarinnar frá 2009, umsóknar sem var reyndar beinlínis GRÓFT STJÓRNAR­SKRÁR­BROT, eins og sannað hefur verið hér á vefsetrinu og endurtaka má í frekari umræðum. 

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband