Bjarni Benediktsson, þú verður ekki látinn í friði, fyrr en þú gerir skyldu þína!

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki ennþá (15 mánuðum eftir heitstrengingu landsfundar 2013) búinn að loka "Evrópustofu". Hvað veldur þínu seinlæti, Bjarni Benediktsson? Hefurðu bitið það í þig að óvirða vilja flokksmanna þinna? Skipta Samfylkingaratkvæðin meira máli? Dettur þér í alvöru í hug, að þau falli þér og þínum í skaut? Hve langt ætlarðu að ganga í meðvirkninni? Eða ertu að vinna fyrir einhverja allt aðra hagsmuni en þinna landsmanna og flokksmanna?

Hér skal vísað á fyrri, rökstudda grein um þetta grundvallarmál: 

Hvenær ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að efna sitt kosningaloforð að loka "Evrópustofu"?

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Svarið er einfalt; aldrei.

Ekki i firsta skipti að BB gengur i þveröfuga att fra stefnuskrá Landsfundar.

Hvenær ætli menn fari að skilja þetta.

Kveðja fra Houston

Jóhann Kristinsson, 21.5.2014 kl. 16:54

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Páfadjöfsins virðist hafa heljartök á Bjarna. Evrópustofa er bara útibú frá Vítiskaninu!

Enda er Skúlagötufógetinn í gluggalausu og frímúruðu flokkseigendahöllinni, Páfaskipaður einræðisherra Íslands.

Þetta er ekki svo flókið!

Sannleikurinn og réttlætið er einungis virkt fyrir sanntrúaðar og heiðarlegar utan-páfagarðs-sálir.

Það þarf fyrst að segja sig úr páfaflokknum, ef trúverðugleikinn á að virka. Það gildir um öll flokkseigendafélög í öllum löndum.

Hvenær hefur eitthvað gott komið frá Páfaveldinu glæpsamlega og heimsráðandi?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.5.2014 kl. 23:02

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég næ nú engum þræði í það, sem þú skrifar hér, fr. Anna Sigríður.

Hver er t.d. Skúlagötufógetinn? Og ertu að gefa hér í skyn tengsl milli Bjarna Ben. og Páfagarðs og Frímúrarareglunnar? Sú síðastnefnda tengist nú hreint ekki Vatíkaninu.

Jón Valur Jensson, 21.5.2014 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband