Ætlar ríkisstjórnin að heykjast á afturköllun ESB-umsóknar vegna flokkshagsmuna?

Ljóst er að með óbilgjarnri sókn tveggja vinstri flokka með 20% fylgi, en með ótrúverðuga fjölmiðla með sér hafa þeir sett Sjálfstæðisflokk í varnarstöðu í málinu. Nú er komin frétt um að formaður utanríkismálanefndar, Birgir Ármannsson alþm., telji " ólíklegt á þessari stundu að þingsályktunartillaga Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að afturkalla umsókn Íslands að Evrópusambandinu verði afgreidd á þessu þingi." (Mbl.is.)

„Utanríkismálanefnd var að koma saman eftir páskafrí og við erum að funda um önnur mál eins og stendur en þingsályktunartillaga utanríkisráðherra er næst á dagskrá," segir hann, en bætir þó við:

  • "Eins og staðan er í dag tel ég ólíklegt að málið klárist fyrir þinglok 16. maí,“ segir Birgir en segir það þó enn óljóst hvort þingið muni funda strax eftir sveitarstjórnarkosningar. (Mbl.is.)

Ekki lítur þetta vel út fyrir tillögu utanríkisráðherrans, sem hefur þó notið stuðnings ríkisstjórnarflokkanna (að tveimur þingmönnum undanskildum, en jafnmargir úr stjórnarandsöðu eru þó líklegir til að styðja hana, a.m.k. Ögmundur Jónasson).

Þeim mun verr lítur þetta út sem forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, "segir engin áform vera um sumarþing enn sem komið er. „Ég hef skipulagt allt starf í samræmi við að þingið ljúki störfum 16. maí,“ segir Einar," og er fjallað nánar um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Ætlar ríkisstjórnin að heykjast á afturköllun ESB-umsóknar vegna flokkshagsmuna? Er það veik staða Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, sem veldur því, að flokkurinn þorir ekki að afgreiða málið af snerpu í þinginu af ótta við áróðursstarfsemi Fréttastofu Rúv og 365 fjölmiðla og tilkallaðra álitsgjafa, stjórnarandstöðu og fárra, en óbilgjarnra aðila í Sjálfstæðiflokki eins og Ragnheiðar Ríkharðsdóttur? (Vert er að benda þeim, sem hlustað hafa á árásir hennar í sunnudagsþætti Gísla Marteins, á að lesa seinni leiðara Moggans í dag. Þar er hún spurð ágengrar spurningar, sem mundi, ef svarað yrði, leiða í ljós allan hennar ótrúverðugleik í því máli.)

Eins og Hjörtur J. Guðmundsson blm. og Bergþór Ólason fjármálastjóri hafa bent á i nýlegum greinum í Morgunblaðinu, er hið eðlilegasta mál, sem liggur beint við, að afgreidd sé þessi tillaga utanríkisráðherrans á sitjandi þingi. Grein Hjartar, sem tengist umræðu um gjaldeyrismálin og EES, birtist sl. föstudag, 25. apríl, og verður væntanlega rædd hér síðar, en snilldargrein Bergþórs, Öllu snúið á hvolf, birtist í sama blaði sl. laugardag (og var að verðleikum rædd í forystugrein blaðsins í gær). Og hrein snilld er hún út í gegn og vert endurtekningar.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Óljóst hvort ESB-tillaga klárast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér er ýmislegt rakið úr grein Bergþórs Ólasonar á vef Heimssýnar: Öllu snúið á hvolf.

Jón Valur Jensson, 30.4.2014 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband