Meginmarkmið Samfylkingar eru í Brussel, ekki á Íslandi

Athyglisvert er, að Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingar, talar um að þrátt fyrir að nýtt framboð ESB-sinna myndi reyta fylgi af flokki hans líti hann á það sem bandamenn frekar en andstæðinga, "vegna þess að við höfum auðvitað það aðalbaráttumál að ljúka aðildarviðræðunum ... og þarna gæti verið bandamaður fyrir okkur til að ná því megin-markmiði okkar."

Viðtal þetta var á Eyjunni. Ánægður með sitt Evrópusamband kippir Helgi sér ekki upp við að flokkur hans virðist kominn niður í ca. 10,8% fylgi, það gerir ekkert til, svo lengi sem tíðni Evrópusambandsfylgispektar í samfélaginu minnkar ekki, heldur eykst jafnvel.

Hann er sem sagt meiri ESB-maður en Samfylkingarinnar. Hans ær og kýr eru í Brusel, meginmarkmiðin eru þar, ekki á Íslandi, enda yrði landið okkar bara lítið peð á skákborði "alvörustjórnmála" þegar komið yrði inn í ESB.

EN ÞAÐ SKAL ALDREI VERÐA!

JVJ. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband