26.3.2014 | 01:10
Það, sem Bretar geta ekki í ESB, getum við enn síður
Brezk stjórnvöld hafa greitt atkvæði gegn 55 málum í ráðherraráði ESB sl. 18 ár. ÖLL hafa þau samt náð fram að ganga þrátt fyrir þá andstöðu og orðið að lögum í Bretlandi. Þetta kemur fram hér í frétt á Mbl.is (sjá tengil neðar), þ.e. niðurstöður rannsóknar samtakanna Business for Britain sem birtar voru í dag.
Já, tökum eftir þessu! Hversu lítilfjörlegt yrði þá ekki atkvæði okkar í ráðherraráði ESB í löggjafar-ákvörðunum sem varða okkar eigin hag! JVJ.
PS. Fyrir alla muni lesið greinina Fjárhagur Evrópustofu margfaldur á við það sem sagt var í upphafi?! Styrkir hennar (ætlaðir til áróðurs) fara víða til að hafa áhrif á hugi manna! ef þið hafið ekki lesið hana nú þegar! Og tengið á Facebók!
Höfnun Breta engu skilað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 01:15 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Fullt nafn samtakanna er: Samtök um rannsóknir á Evrópusambandinu (ESB) og tengslum þess við Ísland (smellið hér!) Athugasemdir skrifist hér, vinsamlegast, undir fullu nafni, og gæti menn fyllstu kurteisi. Rakalaust persónuníð ekki liðið hér.
Efni
Nýjustu færslur
- Boris Johnson hefst strax handa við að löggilda Brexit-niðurs...
- FÁKEPPNI í fjölmiðlun: ESB-maðurinn Helgi Magnússon, sem á Fr...
- Stórsigur Íhaldsflokksins blasir við í brezku þingkosningunum...
- Löngu tímabær þingsályktunartillaga komin fram um að draga t...
- Kolbrún Bergþórsdóttir þæfist við í sínum ESB-predikunum sem ...
- Óhjálpfús Björn Bjarnason við leitina að sannleikanum um EES
- Nú er Fréttablaðið alfarið eign Helga Magnússonar, ESB-innli...
- Endanlegur samningur um úrsögn Breta úr Evrópusambandinu...
- Gott til upprifjunar: Afstaða þingmanna til umsóknar um að Ís...
- Ein EU Liebesgedicht
- Skýrslan um EES-samninginn og áhrif hans virðist í mörgu till...
- Skýrsla 3ja manna nefndar utanríkisráðherra um meinta kosti o...
- Sjálfstæðisflokkurinn á erfitt uppdráttar með ótryggan Bjarna...
- Áberandi meirihluti Breta vill að Brexit-ákvörðunin verði vir...
- Orkupakka-gróðaáform undirbúin með margra ára fyrirvara! Helm...
Færsluflokkar
- Auðlindir og orkumál
- Bloggar
- Bretland (UK)
- Dægurmál
- English, blogs in
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fiskveiðar, sjávarútvegur
- Fjármál
- Fullveldi og sjálfstæði Íslands
- Hermál, varnarmál
- Innflytjendamál
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Norræn málefni
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Spilling í stjórnmálum
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Spurt er
Tenglar
EVRÓPUSAMBANDIÐ
- NEI við ESB vefsetur samtaka gegn ESB-aðild Lítið á fróðlega vefsíðuna!
- Nei við ESB Facebókarsíða samtakanna
- EVRÓPUSTOFA - Jón Valur Jensson er ekki sáttur við Evrópustofu Viðtal við JVJ á Bylgjunni (Í Bítið) 27. jan. 2012
Mínir tenglar
- Fréttaknippi Mbl.is um ESB-mál Fjöldi frétta um fullveldismálin og hið ágenga stórveldi, sambræðslu gamalla nýlenduvelda umfram allt
- Evrópuvaktin, öflugur vefur færra manna Björn Bjarnason og Styrmir Gunnarsson reka þessa vefsíðu, sem fylgist afar vel með öllum hræringum ESB-málefna
- ESB og almannahagur Mjög athyglisverð vefsíða Páls H. Hannessonar félagsfræðings sem hefur lengi starfað fyrir verkalýðshreyfinguna og sem blaðamaður, m.a. á danska blaðinu Notat.dk sem sérhæfir sig í skrifum um ESB.
- Heimssýn, heimasíðan
- Moggablogg Heimssýnar
- Vinstrivaktin gegn ESB Mjög góður vefur
Bloggvinir
- jonvalurjensson
- zumann
- halldojo
- gunnlauguri
- maeglika
- hhraundal
- bassinn
- ragnhildurkolka
- asthildurcesil
- benediktae
- bjarnihardar
- westurfari
- alyfat
- eggertg
- einarbb
- ea
- vidhorf
- bofs
- falconer
- gmaria
- alit
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gustaf
- halldorjonsson
- diva73
- hjorleifurg
- isleifur
- jaj
- fiski
- islandsfengur
- ksh
- krist
- pallvil
- rosaadalsteinsdottir
- samstada-thjodar
- tibsen
- viggojorgens
- postdoc
- vinstrivaktin
- thjodarheidur
- ornagir
- arnarstyr
- axelaxelsson
- bjarnijonsson
- diddmundur
- egill
- bjartsynisflokkurinn
- sunna2
- esbogalmannahagur
- gudjonelias
- gudjul
- hreinn23
- coke
- gustafskulason
- heimssyn
- kliddi
- thjodfylking
- johanneliasson
- jonbjarnason
- prakkarinn
- jvj
- koala
- kristjan9
- lifsrettur
- maggiraggi
- predikarinn
- ragnargeir
- undirborginni
- seinars
- thflug
- skolli
- doddidoddi
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Eldri færslur
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bretar eiga mun stærra svæði við hið margumtalaða ESB-borð en við myndum nokkru sinni fá. Samt er ekki hlustað á þá af stórabróður í Brussel. Svo telja menn hér á landi að við munum hafa eitthvað að segja við þetta borð. Hvílík fásinna, hvílík rökleysa.
Tómas Ibsen Halldórsson, 26.3.2014 kl. 09:54
Laukrétt hjá þér, Tómas, og þakka þér gott innleggið.
En Bretar eru samt sem áður einnig að kvarta yfir því, að atkvæðahlutur þeirra haf minnkað verulega í ESB-þinginu í Strassborg og Brussel -- þeir hafi haft þar 20% atkvæðavægi árið 1973, en vegna fjölgunar ESB-ríkjanna hafi þeir ekki nema 9,5% atkvæðavægi þar nú. 1979 höfðu þeir 81 sæti af 410 á þinginu, en nú ekki nema 73 af 766. (Sjá forsíðufrétt Mbl. í dag og grein á bls. 21.)
Bretar geta reyndar huggað sig við það, að vegna Lissabon-sáttmálans, sem breytir hlutfallslegu vægi ríkjanna í valdastofnunum ESB og gengur í gildi að því leyti 1. nóvember næstkomandi, þá mun atkvæðavægi Bretlands í hinu löggefandi og mun voldugra ráðherraráði i Brussel (hefur meiri völd en ESB-þingið) aukast úr núverandi 8,41% í rúmlega 12% (átti að aukast í 12,33%, áður en samþykkt var að taka Króatíu inn). Við fengjum þar aðeins 0,06% atkvæðavægi, og sjá allir nema staurblindir, hve skammt það dygði okkur til að hafa áhrif á stefnuna þar í sjávarútvegs- og öðrum málum.
Jón Valur Jensson, 26.3.2014 kl. 11:46
Bretland myndi þar með verða með 205 sinnum meira atkvæðavægi í ráðherraráðinu heldur en við! Sjá nánar þessa töflu um breytingu á atkvæðavægi ESB-ríkja í ráðherraráðinu og leiðtogaráði ESB (en þarna er Króatía ekki kominn inn á listann og myndi raska tölunum, en sáralítið þó):
Heimild: Haraldur Hansson: Ísland svipt sjálfsforræði.
Jón Valur Jensson, 26.3.2014 kl. 11:51
Þetta er nú bara eitthvert andsinna bull. Þetta var ekkert gegn hagsmunum Bretlands. Það er meir að segja sérstaklega tekið fram að engin afstaða er tekin til þess. Sennilegast hefur umrædd ,,no" afstaða sem er eitthvað brotabrot í tilfelli Breta verið hluti af strategíu og tilgangurinn aldrei verið að koma í veg fyrir viðkomandi löggjöf.
http://forbritain.org/measuring_britains_influence_council_ministers.pdf
Næsta mál.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.3.2014 kl. 14:21
Ómar Bjarki
Þú og aðrir ESB sinnar ættuð að taka leppinn frá heila auganu og setja hann yfir blinda augað. Þá kannski mynduð þið sjá að Ísland hefur ekkert að segja, í besta falli mjög veika rödd, við ESB borðið svokallaða og þar fengjum við engu áorkað í þeirri viðleitni að standa vörð um íslenska hagsmuni.
Tómas Ibsen Halldórsson, 26.3.2014 kl. 15:00
Allaveg meira en núna þar sem áhrif íslendingar er núll, zero, nada - en þurfa samt að taka upp allt laga og regluverk ESB.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.3.2014 kl. 15:31
Aðalmálið snýst um að tengjast stærra HAGKERFI
önnur mál eru kannski bara auka-atriði.
Það gæti verið fróðlegt að telja upp þessi 55 mál sem um er rætt.
Jón Þórhallsson, 26.3.2014 kl. 16:34
Jón Valur og Tómas,
"Ísland hefur í besta falli mjög veika rödd"
Það er sem sagt betra að hafa enga rödd en að hafa veika rödd...?
Það minnir mig á einn son minn: ef það er bara 1 Prins Póló eftir, þá vill hann frekar fá ekki neitt heldur en að þurfa að deila því með bróður sínum.
Jean Rémi Chareyre, 26.3.2014 kl. 17:05
Jón Valur,
Þegar þú ferð að kjósa næst í Alþingiskosningum þá er vægi atkæðis þín u.þ.b. 0,000005%. Ætlarðu þá að hætta að kjósa og flytja úr landi?
Jean Rémi Chareyre, 26.3.2014 kl. 17:09
Þetta eru allsendis fánýt rök frá þér, Monsr. Chareyre.
Ísland yrði algerlega undir í atkvæðagreiðslum um eigin hagsmunamál.
Þá yrði okkur það lítil huggun, að eitthvað hafi ámáttlega heyrzt í okkur.
Jón Valur Jensson, 26.3.2014 kl. 19:48
Atkvæðavægið sáralitla í valdastofnunum Evrópusambandsins hefði afgerandi áhrif til að svipta okkur völdum yfir eigin málum. Skoðum það hér í samhengi við orð Jóns forseta Sigurðssonar í hliðstæðu máli. Danir buðu okkur með hinum illa þokkuðu stöðulögum að fá hlutdeild í stjírn alls ríkisins. Um það tilboð ritaði ritaði Jón í I. árg. Andvara árið 1874 (s. 116-117, hornklofainnskot JVJ):
Sjá menn ekki hliðstæðuna? Esb.-innlimunarsinnar láta eins og það yrði til góðs fyrir okkur að fá atkvæði um „málefni Evrópu“ og að sá mikilvægi ávinningur réttlæti það að gefa þingfulltrúum og ráðherrum hinna 28 þjóðanna „hlutdeild í“ (= allsráðandi vald yfir) okkar löggjafarmálum, okkar eiginmálum, ef fulltrúum þeirra sýnist svo.
En hliðstæðan er ekki fullkomin. Í stað þess að við hefðum fengið 25. hvern þingmann á þingi Dana skv. áðurgreindu fengjum við u.þ.b. 125. hvern þingmann á 750 manna Esb.þinginu í Strassborg og Brussel og einungis um 1/1666 (0,06%) atkvæðavægis í hinu volduga ráðherraráði í Brussel – því sem t.d. fer með virkustu löggjöf um sjávarútvegsmál í Esb., m.a. „regluna“ óstöðugu um hlutfallslegan stöðugleika fiskveiða.
Og lítið gagn væri að tilstyrk hinna Norðurlandaþjóðanna (ef hann þá byðist) í atkvæðgreiðslum þarna. Hinn 1. nóv. næstkomandi hrapar nefnilega atkvæðavægi þeirra (Svíþjóðar, Danmerkur, Finnlands) í ráðherraráðinu úr samanlögðum 6,96% niður í 3,92% eða minna (sjá töfluna hér ofar). Og enn myndi hlutur þeirra (og Íslands) minnka við innkomu Úkraínu og Tyrklands!
En ég er viss um, að Ómar Bjarki blessar þetta allt í bak og fyrir.
Jón Valur Jensson, 26.3.2014 kl. 20:06
Þetta er allt vel athugað hjá þér. Mér finnst þú samt ekki fara nógu langt í rökfærslunni. Eyjamenn eru bara með einum þingmanni á móti 62 þingmönnum á Alþingi Íslendinga. Þeir ættu að segja sig úr Íslandi eftir að hafa sent Alþingi þetta bréf:
„Um hitt, sem einungis snertir Íslandi, höfum vér aldrei óskað að hafa neitt atkvæði; það eru Íslendingar sjálfir, sem hafa verið að ota að oss þessum málum og bersýnilega til þess að ávinna með því fullkomið yfirvald yfir oss í vorum eiginmálum, því að þá er það eftir þeirra áliti jafnrétti, að þegar vér erum til dæmis 62 sinnum færri en þeir, þá skulum vér hafa einungis eitt atkvæði móti 62 í hverju máli sem er. Þeir [Íslendingar] eru íhaldnir [= skaðlausir], þó að þeir gefi oss eitt atkvæði af 63, þótt það sé í þeirra eiginmálum, en vér getum ekki staðizt við að hafa ekki meira en 63. part atkvæða í vorum eiginmálum. Oss finnst því auðsætt, að í þessari grein sé mikill óréttur falinn, er vér ættum sem fyrst að fá rétting á.“
Jean Rémi Chareyre, 26.3.2014 kl. 20:37
Hér ruglar hr. Chareyre. Vestmannaeyingar eru Íslendingar, allir ættaðir ofan af landi (fjöldi forfeðra t.d. úr Landeyjum og Skaftafellssýslum, en víðar að) og stór hluti þeirra venzlaður fólki á landi, enda tala allir sömu þjóðtunguna og hafa þurft að hlíta sömu lögum, sækja skóla á landi eftir þörfum og njóta sömu menningar og aðrir landsmenn, fjölmiðla o.s.frv. Vestmannaeyingar hafa aldrei verið með sjálfstætt ríki og aldrei gert kröfu til þess.
Chareyre nefnir ekki hitt, sem felst þó undir niðri í orðum hans, sem forsenda hans: að hann óvirðir sérstakt þjóðerni Íslendinga, sögu okkar og tungu og sérstöðu, sjálfstæði okkar á miðöldum, glæsta eigin menningu, sem er íslenzk, ekki dönsk og ekki bara eitthvað samevrópskt.
Honum finnst það því ekkert mál, að við rennum bara inn í evrópskt stórríki og höfum þar ótrúlega aumlegt atkvæðavægi og ekki ráð yfir okkar æðstu og ráðandi lögum og verðum þannig EKKI okkar eigin gæfu smiðir að þessu leyti, heldur tannhjól í stórveldi.
Chareyre hefur talað: Hann er slíkur talsmaður samlögunar að evrópsku, valdfreku stórveldi sem gefur hvorki Bretum né (hvað þá heldur) Íslendingum vald yfir eigin málum.
Af orðum og ávöxtum slíkra málpípa sem Chareyre skuluð þér þekkja þá!
Jón Valur Jensson, 26.3.2014 kl. 23:10
Jón Þórhallsson segir að "aðalmálið sé að tengjast stærra hagkerfi" Eins og ÍSland sé algerlega ótengt við önnur hagkerfi heimsins. Þvílík rökleysa, staðreyndin er að Ísland er mjög vel tengt við hagkerfi Evrópu í gegn um EES samninginn og EFTA þar sem við erum fullgildir aðilar og svo við allan heiminn með því að vera sjálfsstæður og fullgildur aðili að WTO Alþjóða viskiptamálastofnuninni og öllum alþjóða viðskiptasamningum þess. ÞAnnig hefur ÍSland góð og öflug viðskipti um allan heim sem nýtast enn betur vegna sjálfsstæðis okkar og öflugra sjálfsstæðra viðskiptasamninga við yfir 80 ríki heims, m.a. við efnahagsveldið Kína einir Evrópuþjóða.
Geta má þess að Alþjóða lyfja stórfyrirtækið Alvogen valdi nýlega ÍSland til að byggja upp margra milljarða hátækni lyfjaþróunarfyrirtæki vegna góðra samgangna og alþjóðlegs umhverfis og traustrar innri umgjarðar. Ísland var valið eftir mikla yfirlegu stjórnenda og sérfræðinga Alvogen og skoðun á fjölda annarra landa þar á meðal ESB ríkja vegna þess að Ísland stæði þar framar þegar allt var lagt saman. Varla væri svona alþjóðlegt hátækni stórfyrirtæki að fjárfesta hér fyrir tugi milljarða ef landið væri ekki eða mjög illa tengt við hagkerfi heimsins.
Þetta útnára tal úrtöluliðsins nær engri átt og mun fljótlega hitta þau sjálf illilega.
Gunnlaugur I., 26.3.2014 kl. 23:26
Þakka þér, Gunnlaugur, þetta öfluga, upplýsandi innlegg þitt og góðu svör við hugmyndum nafna míns Þórhallssonar.
Jón Valur Jensson, 26.3.2014 kl. 23:49
Takið eftir því á töflunni, að atkvæðavægi smæsta ríkisins í ESB, Möltu, þ.e.a.s. í ráðherraráðinu og leiðtogaráðinu, skreppur saman í haust (1/11) um 90,8%!
Jón Valur Jensson, 27.3.2014 kl. 01:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.