24.3.2014 | 00:55
Gísli Marteinn er líklega ESB-sinni - og Björn Ingi Hrafnsson er það - og af nær algerum ESB-stuðningi fjölmiðla!
Gísli Marteinn valdi þrjá ESB-sinna til viðræðu við sig í sjónvarpsþætti þennan sunnudagsmorgun. Sá harðasti er Ólafur Stephensen, en Kolbrún Bergþórsdóttir er yfirlýstur ESB-sinni, og Björn Ingi Hrafnsson, aðalmaðurinn á Eyjunni og Pressunni, tilkynnti þarna í þættinum, að hann hafi verið fremur með en móti "aðild".
Þetta er fátæklegt "val" (kannski sjálfval?) hjá Gísla Marteini, en mjög er hann grunaður um græsku að vera sjálfur ESB-sinni, eins og skynja mátti á mæli hans, rétt eins og á valinu á álitsgjöfunum.
Fjórir í einni umræðu og allir ESB-sinnar er það ekki ofílagt, jafnvel á Rúv?!
Hvenær ætlar yfirstjórn Rúv að taka fyrir hina augljósu misnotkun Fréttastofu Rúv og annarra starfsmanna á þessari ríkisstofnun í þágu Evrópusambands-málstaðarins? Hefðu þeir verið uppi og haft sitt útvarp og sjónvarp um miðja 13. öld, virðist augljóst af fenginni reynslu, að þeir hefðu lagzt á sveif með Hákoni konungi Hákonarsyni, ekki íslenzka þjóðveldinu, í togstreitu og átökum þeirrar tíðar.
En að Björn Ingi Hrafnsson er ESB-sinni, er, þótt flestir hafi kannski talið það gefið hingað til, af áherzlum Eyjunnar og Pressunnar að dæma, samt sem áður áhyggjuefni með það í huga, að NÆSTUM ALLIR FJÖLMIÐLAR hér á landi eru ESB-inntökusinnaðir. Það á við um 365 fjölmiðla (Bylgjuna, Stöð 2 og Fréttablaðið), DV, Rúv (Rás 1 og 2 og Sjónvarpið, þrátt fyrir eignarhald þjóðarinnar, sem á nú einu sinni þetta lýðveldi og vill halda því, en EKKI fara inn í Brussel-stórveldið), einnig Eyjuna og Pressuna eina undantekningin Morgunblaðið. Jafnvel eigandi Útvarps Sögu er farinn að predika ESB-inntöku landsins fyrir lítt hrifnum hlustendum sínum, en vinnur í því að fá þá á sveif með sínum vægast sagt óskynsamlega málflutningi í þessa veru.
PS. Snilldarhugur Björns Bjarnasonar, fv. ráðherra, sem rannsakanda og greinanda, birtist með afgerandi hætti í ótrúlega afhjúpandi grein hans í Morgunblaðinu í dag: ESB-viðræðunum lauk í mars 2011. Þetta er alger skyldulesning allra með áhuga á ESB-málefnum og "gangi viðræðnanna"! Í raun kemur í ljós, að steigurlæti fyrrv. utanríkisráðherra, Össurar, er ekkert minna en breitt Pótemkíntjald fyrir hans vangetu til að ráða við andstöðu Frakka, Spánverja og Portúgala við skilmála utanríkisnefndar Alþingis í sjávarútvegsmálum, sem góðu heilli voru látnir fylgja umsókn "Íslands" 2009. Í raun er málið strand síðustu þrjú árin og það hlálegasta, að þetta veit Össur Skarphéðinsson, en heldur þó áfram að spraðurbassast með það eins og hann hafi sigurbikarinn í höndunum! -- Lesið hina merku rannsóknargrein Björns, sem er með allt öðru og alvarlegra orðfæri en hér var gripið til í þessari ábendingu. Ennfremur er í blaðinu merkur pistill hins einstaklega skarpa blaðamanns Stefáns Gunnars Sveinssonar, Gíslatakan, og fjallar um ástandið síðustu vikurnar í ESB-umræðunni, einkum varðandi Sjálfstæðisflokkinn.
Jón Valur Jensson.
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 08:29 | Facebook
Athugasemdir
Nei þetta er ekkert ofílagt af hálfu "RÚV". Hallgrímur Thost. hefur iðulega leikið þennan leik í Vikulokunum. Í raun þá var þetta frekar regla en undantekning á síðasta kjörtímabili, enda nutu þá Þorgerður Katrín, Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Benedikt Jóhannesson sérstakrar náðar hja Hallgrími.
Ragnhildur Kolka, 24.3.2014 kl. 11:58
Jón Valur,ég heyrði í dag að Pétur Gunnlaugs,fullyrti að margir aðhylltust aðild að esbéinu vegna þess að kvótann ættu einungis LÍÚ menn og var harðorður út í það fyrirkomulag. Ég hef svo sem heyrt þetta svona einfallt;,, ,,alveg eins gott að láta úlendinga hafa þetta,eins og að LÍÚ maki krókinn á því sem við eigum.,, Minnir á er Salomon leysti deilur tveggja mæðra,sem höfðu fætt á sama tíma,en önnur hafði misst sitt barn. Þannig verkar öfundin,frekar að farga Íslands bestu auðlind,þótt vitað sé að hún fæðir og klæðir íbúa þess og hefur alltaf gert. Ég þykist samt vita að það stendur til að endurskoða reglur um fiskveiðistjórnunar kerfið.
Helga Kristjánsdóttir, 25.3.2014 kl. 00:39
Þau Pétur og Arnþrúður tyggja endalaust á þessu nú um stundir.
Alið er á öfund og úlfúð út í sjávarútveginn. Þeim þykir það henta.
Jón Valur Jensson, 25.3.2014 kl. 01:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.