20.3.2014 | 01:44
Sumir eru svo viðkvæmir fyrir hrakningu ESB-meðvirkra skrifa sinna
Friðrik Hansen Guðmundsson verkfræðingur fer mikinn í baráttu fyrir ESB-málstaðinn þessa dagana og var þó a.m.k. um tíma sjálfstæðismaður. Vont er að sjá hann ritskoða síðu sína nú orðið, taka ítrekað út innlegg sem voru þó ekki á neinn hátt meiðandi persónulega. Tvívegis hefur undirritaður sett þar inn athugasemd, sem jafnóðum er tekin út. Hún er við grein hans Ríkisstjórnin er ekki réttkjörin og á að segja af sér, sem nú hefur verið lokuð fyrir öllum frekari athugasemdum, en hér er mín aths. (í seinni gerðinni, þ.e. með nýjum formáls- og eftirmálsorðum):
- Tókstu í alvöru út innlegg mitt hér, Friðrik?
- Hér er það, hafirðu glatað því í klaufaskap:
- http://fhg.blog.is/blog/fhg/entry/1365538/#comment3503312
- Góð Helga! Einnig Kristján -- og svör Friðriks út í Hróa.
- Þú ert, Friðrik, sennilega einn í veröldinni um þessa fáheyrðu þverstæðuskoðun þína á stjórnarskrárbreytingu. Og sem betur fer var lögleysugjörðin stöðvuð, jafnvel Samfylkingin var með nógu slæma samvizku af henni til að voga sér ekki að keyra hana í framkvæmd.
- Svo eruð þið ESB-sinnarnir greinilega að reyna á alla mögulega vegu að fremja hér valdarán, þ.e. koma til leiðar fullkominni óvirðingu þingræðisins.
- Jón Valur Jensson, 19.3.2014 kl. 01:50
- En þú hefur einnig tekið út innlegg þeirrar mætu konu Helgu Kristjánsdóttur í Kópavogi og þar að auki a.m.k. eitt í viðbót, eins og ég fekk sjálfkrafa tilkynningu um inn í minn netpóst, það var athugasemd frá Ragnari Gunnlaugssyni. Ertu farinn að beita hér harðri ritskoðun, Friðrik minn, eða voru þetta mistök í stjórnborðinu? Þau er þá hægt að laga. Jón Valur Jensson, 19.3.2014 kl. 11:15
En ekki kaus hann að laga þetta; hann vildi einfaldlega ekki textann! Það sama átti við um innlegg frá Helgu Kristjánsdóttur, sem hann hefur þurrkað út, og annað hvassyrtara sem ég fekk afrit af í netpóst minn, þetta:
- Ragnar Gunnlaugsson: Eins gott að Friðrik náði ekki að smygla sér inn á þing í skjóli Sjálfstæðisflokksins í N.Vesturkjördæmi,eins og hann reyndi á sínum tíma,skömm okkar hefði verið mikil.
Til að textar glatist ekki, er tilvalið að menn taki afrit af þeim.
Mér er vel við Friðrik og get alls ekki kvartað undan honum persónulega. Vona að þetta verði honum til góðs lærdóms.
JVJ
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Fullveldi og sjálfstæði Íslands, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 23.3.2014 kl. 14:12 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Jón Valur! Ég áttaði mig ekkert á þessari uppákomu hans Friðriks,því ég man ekk betur en hann hafi verið í Esb-málum nær okkar hugmyndum fyrst þegar ég sá hann hér á blogginu. Skrýtið hve menn verða glóandi þegar þeir skipta um skoðun (ef það er rétt munað) Pabbi hans var skólastjóri Þinghólsskóla hér í Kópavogi í göngufæri frá heimili mínu. Auðvitað er okkur vel við strákinn,en maður fuðrar upp augnablik við þessar trakteringar og ég leyfði mér smá kerskni við það. Áfram skal halda í baráttunni.
Helga Kristjánsdóttir, 20.3.2014 kl. 03:13
Já, áfram skal haldið, og heilar þakkir, Helga, fyrir þitt framlag allt á vefsíðum víða.
Jón Valur Jensson, 20.3.2014 kl. 09:18
http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1365998/
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.3.2014 kl. 11:15
Það er áhugavert að sjá Jón Val Jensson kvarta undan því að hans rugli sé eytt út (og það réttilega). Sérstaklega í ljósi þess að Jón Valur stundar sjálfur pútínsíska-ritkskoðun á sínu eigin bloggi og öðrum sem hann rekur.
Þessi kvörtun hans Jóns Vals Jenssonar er því ómerkingur og í reynd ekkert annað en hrein hræsni miðað við (ósiðlega) hegðun Jóns Vals í gegnum árin á blog.is.
Jón Frímann Jónsson, 20.3.2014 kl. 19:01
Ég var fyrst nú að taka eftir þessu ófyrirleitna innleggi ESB-málpípunnar Jóns Fr. Jónssonar hér. Sjálfur tilfærir hann ekki eitt einasta atriði til að reyna að sanna fullyrðingar sínar í athugasemdinni. En sannarlega var hann útlokaður frá mínu bloggi, þegar hann í herskáu guðleysi sínu braut þar skilmála innleggja með guðlastandi hætti. Þeim, sem þekkja til iðulega hamslausra skrifa hans, á blog.is og Eyjunni, ætti vart að koma það á óvart.
Hitt geta menn sannfært sig um með því að skoða bloggsíður mínar, að þar á ég oft í orðræðu við andmælendur, án þess að láta mér detta í hug að þurrka út innlegg þeirra og jafnvel ekki þótt um ólæknandi málpípur Evrópusambandsins sé að ræða.
Jón Valur Jensson, 23.3.2014 kl. 14:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.