Kjarnaatriði úr skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um stöðu aðildarviðræðna við Evrópusambandið og þróun þess

 

  • Evrópusambandið setur ávallt fram þá meginkröfu í aðildarviðræðum að umsóknarríki gangi að öllu regluverki sambandsins óbreyttu, segir í skýrslunni. 
  • Engin dæmi um undanþágur
  • Þar kemur einnig fram að skoðun á aðildarlögum einstakra ríkja staðfesti „að hingað til hefur ekki verið um varanlegar undanþágur að ræða hvorki á sviði sjávarútvegsmála né landbúnaðarmála.“
  • Engin sérmeðferð
  • ... aðildarferlið [hefur] breyst í áranna rás ... aðildarferlið sem Ísland gekk inn í þegar það sótti um aðild árið 2009 [var] í föstum skorðum og strangara en áður. Þess vegna [er] „óljóst hvers vegna miðað var við hraða umsóknarferlis sem ekki var lengur unnið eftir við mat á því hve langan tíma tæki að ljúka viðræðunum.“ Um þetta segir einnig að lítil ástæða virðist hafa verið „til að ætla að Ísland fengi aðra meðferð í umsóknarferli en þau önnur lönd sem voru að sækja um aðild á sama tíma.“  

Allt er þetta úr forsíðufrétt Morgunblaðsins í dag, en mun ýtarlegri frétt er af þessu á bls. 2. Þar segir meðal annars (leturbr. jvj):

  • Sjávarútvegur á forræði Evrópusambandsins
  • Í skýrslu Hagfræðistofnunar er fjallað um íslensk sjávarútvegsmál og Evrópusambandið og fram kemur að varanlegar undanþágur séu ekki í boði og að engin dæmi séu um slíkar undanþágur. Nefnd eru sérstaklega fjögur atriði sem erfiðleikum myndu valda í þessu sambandi. Í fyrsta lagi sé ólíklegt að hægt sé að sækja um varanlega undanþágu frá takmörkunum varðandi fjárfestingar útlendinga í sjávarútvegsfyrirtækjum, en hugsanlega mætti fá tímabundnar undanþágur. Í öðru lagi megi telja óvíst að hægt yrði að setja skilyrði um hömlur á framsal aflaheimilda til annarra en Íslendinga og íslenskra fyrirtækja. Í þriðja lagi sé ljóst að samningsumboð við lönd utan ESB, til dæmis vegna veiða úr deili- og flökkustofnum, verði á hendi sambandsins en ekki einstakra ríkja. Í fjórða lagi sé „ljóst að ekki væri hægt að fá undanþágu frá ákvæðinu um að heildarafli í helstu veiðum skuli ákvarðaður formlega á vettvangi Evrópusambandsins, þrátt fyrir að lögsaga Íslands yrði skilgreind sem sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði.
  • Loks segir að nánast öruggt sé að Ísland geti ekki samið sig frá algjöru banni við hvalveiðum.

Nú blasir það, hve auðvelt og sjálfsagt og knýjandi það er fyrir stjórnarflokkana að draga til baka hina illa til fundnu umsókn Samfylkingarmanna og leiðitamra VG-manna á árinu 2009. Þetta var þeirra umsókn, ekki núverandi stjórnarflokka og sízt af öllu þjóðarinnar, sem alla tíð síðan hefur að miklum meirihluta verið andvíg inntöku landsins í Evrópusambandið.

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Víkingsson

Það kemur reyndar skýrt fram í bók Össurar að samningaviðræður um sjávarútvegsmál við ESB snerust um sérkröfur ESB á hendur Íslandi en ekki öfugt. ESB hefur verið með refsiaðgerðir í undirbúningi vegna makríldeilunnar og kröfur voru uppi um að ljúka þeirri deilu áður en sjávarútvegskaflinn yrði opnaður. Í framhaldinu hefðu Íslendingar þurft að kyngja reglum ESB eins og þær eru.

Skúli Víkingsson, 18.2.2014 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband